Óttast er að tæplega tuttugu starfsmenn spítala á eyjunni séu fastir í rústum hans eftir að byggingin hrundi í skjálftanum sem mældist 6,2 stig að stærð. Að minnsta kosti 26 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og á undan stóra skjálftanum kom annar, litlu minni, eða 5,9 stig. Skjálftar eru mjög algengir á svæðinu og árið 2018 fórust rúmlega tvöþúsund manns á sömu eyju.

