Tryggvi setti tóninn í byrjun leiks og eftir fyrri hálfleikinn þá var hann með 12 stig á 14 mínútum auk þess að taka 7 fráköst, verja 3 skot og gefa 2 stoðsendingar.
Tryggvi nýttu 6 af 7 skotum sínum í hálfleiknum en þrjár körfur hans voru troðslur.
Zaragoza liðið var átján stigum yfir í hálfleik, 51-33, en liðið vann mínúturnar fjórtán sem Tryggvi spilaði með fimmtán stigum.
Hér fyrir neðan má sjá tilþrif Tryggva úr fyrri hálfleiknum í kvöld.