Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 100-111 | Þórsarar með óvæntan sigur í Garðabæ Benedikt Grétarsson skrifar 22. janúar 2021 19:55 Ragnar Örn skoraði 20 stig í frábærum sigri Þórs Þorlákshafnar á Stjörnunni í kvöld. Vísir/Bára Þór Þorlákshöfn vann óvæntan 11 stiga sigur á Stjörnunni í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram á heimavelli Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ og lauk með 111-100 sigri Þórsara. Var þetta fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu. Adomas Drungilis og Ragnar Örn Bragason voru stigahæstur hjá Þór með 20 stig hvor. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson skoruðu báðir 24 stig fyrir Stjörnuna. Stjörnumenn er þekktir fyrir að halda uppi miklum hraða í sínum leik en það er líka leikstíll Þórsara. Það kom berlega í ljós í upphafi leiks, þegar bæði lið keyrðu upp gríðarlegan hraða og læti. Fyrsti leikhluti var eins og að fylgjast með borðtennis. Bæði lið skoruðu urmul af auðveldum körfum, þar sem menn komust full auðveldlega upp að körfunni. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson fóru fremstir í flokii fyrir Stjörnuna en Adamas Drungilis var mjög áberandi fyrir Þór. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 30-31, sem eru ekki algengar tölur að loknum 10 mínútna leik. Stjarnan náði betri tökum á leiknum í öðrum leikhluta en ólseigir gestirnir gáfu ekki tommu eftir. Hugi átti fína innkomu þegar leið á leikhlutann og Stjarnan náði mest átta stiga forystu í stöðunni 52-44. Þórsarar voru hins vegar sterkari á lokaspretti fyrri hálfleiks og aðeins munaði fjórum stigum að honum loknum, 54-50. Seinni hálfleikur varð sama sóknarveislan. Það er ekki oft sem Stjarnan þarf að hafa sig alla við til að halda í orkuna hjá andstæðingi sínum en það gerðist í þessum leik. Þórsarar keyrðu upp mikinn hraða og byrjuu að raða niður þriggja stiga skotum en gestirnir settu aðeins eitt slíkt niður í fyrri hálfleik. Hægt og bítandi náði Þór tökum á leiknum og það var hreinlega með ólíkindum að horfa á skotsýninguna sem sett var upp í seinni hálfleik. Þór skoraði 12 þriggja stiga körfur í seinni hálfleik en skotnýting liðsins var í kringum 60% fyrir utan línuna, sem er galið. Stjarnan reyndi og reyndi en það var alveg sama hvað gerðist, alltaf svöruðu Þórsarar með þriggja stiga körfu eða auðveldu sniðskoti. Svo fór að Þór vann leikinn 100-111 og það verða að teljast sanngjörn úrslit. Af hverju vann Þór leikinn? Sóknarleikur og orkan sem gestirnir settu í leikinn, var upp á tíu. Stjarnan náði einfaldlega ekki að loka leiðinni upp að körfunni lengstum í leiknum og svo byrjuðu gestirnir að raða niður langskotunum þegar varnarleikurinn þéttist næt körfunni. Hverjir stóðu upp úr? Mjög margir leikmenn Þórs lögðu sitt á vogarskálarnar í þessum góða sigri. Adomas Drungilas dró vagninn í fyri hálfleik og endaði með 20 stig og 14 fráköst. Ragnar Örn Bragason var mjög góður með 20 stig og Styrmir Snær Þrastarson var flottur með 15 stig og 9 fráköst. Hjá Stjörnunni voru Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson atkvæðamestir með 24 stig hvor. Tölfræði sem vakti athygli Þór hitti 13/22 í þriggja stiga skotum, sem er 60% nýting. Það er tölfræði sem menn sjá ekki oft. Hvað gerist næst? Stjörnumenn geta nánast rölt yfirí Hafnarfjörð þar sem þeir mæta Haukum strax á sunnudaginn. Þór tekur á móti skemmtilegu liði ÍR í Þorlákshöfn. Þjálfari Stjörnunnar viðurkenndi að Þórsarar hefðu verið talsvert betri aðilinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Arnar: Þeir voru talsvert betri en við „Ég vil byrja á því að óska Þór til hamingju með sigurinn. Þeir voru betri en við í kvöld,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 100-111 tap liðsins gegn Þór Þorlákshöfn. Þórsarar skoruðu 111 stig og það gerist ekki oft gegn sterku varnarliði Stjörnunnar „Ég man ekki hvenær við fengum á okkur svona mörg stig síðast. Auðvitað eru þeir að skjóta 60% en mikið af skotunum voru opin. Við vorum bara ekki góðir varnarlega en að sama skapi voru þeir bara talsvert betri en við í dag.“ Orkan í leikmönnum Þórs gerði Stjörnunni erfitt fyrir allan leikinn. „Það var kraftur í þeim og þeir voru rosalega ákveðnir. Þeir framkvæmdu bara sína hluti talsvert betur en við í dag og þess vegna fór sem fór,“ sagði Arnar hreinskilinn. Er frammistaða Stjörnunnar áhyggjuefni? „Það þýðir lítið að leggjast í kör, það er leikur gegn Haukum á sunnudaginn. Það er nú bara þannig að ef þú ert þjálfari og hvernig sem leikurinn fer, þá hefur þú alltaf eitthvað til að hafa áhyggjur af og til að bæta.Við höfum nóg til að bæta eftir þennan leik,“ sagði Arnar að lokum. Ragnar Örn Bragason var frábær í kvöld.Vísir/eyþór Ragnar Örn: Vinnur engan leik á hálfum hraða Ragnar Örn Bragason var öflugur hjá Þór í sigrinum gegn Stjörnunni. Ragnar skoraði 20 stig og var sérlega góður í seinni hálfleik. „Við erum alltaf ánægðir með sigur, alveg sama á móti hverjum við spilum en það er sérstaklega gaman að ná úrslitum gegn svona sterku liði eins og Stjarnan er. Það er frábært að sækja tvö stig hingað eftir tvo frekar dapra leiki gegn Keflavík og Grindavík.“ Ragnar var sammála að 111 stig gegn góðu varnarliði eins og Stjörnunni væri virkilega jákvætt. „Þeir eru með mjög góða varnarmenn í liðinu sínu en við náðum bara að keyra á þá. Við erum með nokkra góða „transition“-menn í liðinu eins og til dæmis Styrmi sem bara óð yfir þá á kafla í seinni hálfleik.“ Ragnar segir það lykilatriði að halda uppi góðu tempói allan leikinn. „Við vorum bara á bensíngjöfinni allan tímann í kvöld. Í hinum leikjunum vorum við á fullum krafti kannski helminginn af leikjunum og það er bara þannig í þessari deild að þú vinnur engan leik nema þú spilir vel allan leikinn. Það er bara stuð að mega spila körfubolta,“ sagði Ragnar brosandi að lokum. Lárus: ætluðum að hamra á þeim Lárus Jónson, þjálfari Þórsara var skiljanlega léttur eftir leik. „Við hittum sérlega vel í seinni hálfleik, þegar við setjum niður 12 þriggja stiga körfur. Þegar þú sagðir mér að Alexander væri ekki með, hafði ég eiginlega meiri áhyggjur. Mér finnst Stjarnan hættulegastir þegar þeir eru með Hlyn og fjóra bakverði.“ Gekk planið algjörlega upp? „Við ætluðum að reyna að hamra á þeim, fara undir körfuna á Adomas Drangilis og spila svo út frá því. Hlynur þurfti að dekka hann og hann er jú 39 ára og það er spilað ansi þétt. Það gekk vel sóknarlega og ég held að ef maður skorar 111 stig, þá sé sóknarplanið að ganga prýðilega upp.“ Margir leikmenn Þórs voru með mikilvægt framlagog það gladdi þjálfarann. „Ég er mjög ánægður með þá staðreynd að sex leikmenn skora tíu stig eða meira og Halldór Garðar er svo með níu stig. Það eru margir að leggja í púkkið og Emil Karel kemur mjög sterkur upp í seinni hálfleik. Menn hitta stórum skotum og þetta er í fyrsta skipti sem við erum að vinna frákastabaráttuna og það er góðs viti.“ sagði Lárus og bætti við. „Nú er það okkar að tengja saman góðar frammistöður. Við höfum verið of gloppóttir en núna náðum við næstum því helium góðum leik. Við þurfum að spila svona vel þegar við mætum heitasta liði landsins [ÍR] á mánudaginn.“ Dominos-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn vann óvæntan 11 stiga sigur á Stjörnunni í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram á heimavelli Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ og lauk með 111-100 sigri Þórsara. Var þetta fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu. Adomas Drungilis og Ragnar Örn Bragason voru stigahæstur hjá Þór með 20 stig hvor. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson skoruðu báðir 24 stig fyrir Stjörnuna. Stjörnumenn er þekktir fyrir að halda uppi miklum hraða í sínum leik en það er líka leikstíll Þórsara. Það kom berlega í ljós í upphafi leiks, þegar bæði lið keyrðu upp gríðarlegan hraða og læti. Fyrsti leikhluti var eins og að fylgjast með borðtennis. Bæði lið skoruðu urmul af auðveldum körfum, þar sem menn komust full auðveldlega upp að körfunni. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson fóru fremstir í flokii fyrir Stjörnuna en Adamas Drungilis var mjög áberandi fyrir Þór. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 30-31, sem eru ekki algengar tölur að loknum 10 mínútna leik. Stjarnan náði betri tökum á leiknum í öðrum leikhluta en ólseigir gestirnir gáfu ekki tommu eftir. Hugi átti fína innkomu þegar leið á leikhlutann og Stjarnan náði mest átta stiga forystu í stöðunni 52-44. Þórsarar voru hins vegar sterkari á lokaspretti fyrri hálfleiks og aðeins munaði fjórum stigum að honum loknum, 54-50. Seinni hálfleikur varð sama sóknarveislan. Það er ekki oft sem Stjarnan þarf að hafa sig alla við til að halda í orkuna hjá andstæðingi sínum en það gerðist í þessum leik. Þórsarar keyrðu upp mikinn hraða og byrjuu að raða niður þriggja stiga skotum en gestirnir settu aðeins eitt slíkt niður í fyrri hálfleik. Hægt og bítandi náði Þór tökum á leiknum og það var hreinlega með ólíkindum að horfa á skotsýninguna sem sett var upp í seinni hálfleik. Þór skoraði 12 þriggja stiga körfur í seinni hálfleik en skotnýting liðsins var í kringum 60% fyrir utan línuna, sem er galið. Stjarnan reyndi og reyndi en það var alveg sama hvað gerðist, alltaf svöruðu Þórsarar með þriggja stiga körfu eða auðveldu sniðskoti. Svo fór að Þór vann leikinn 100-111 og það verða að teljast sanngjörn úrslit. Af hverju vann Þór leikinn? Sóknarleikur og orkan sem gestirnir settu í leikinn, var upp á tíu. Stjarnan náði einfaldlega ekki að loka leiðinni upp að körfunni lengstum í leiknum og svo byrjuðu gestirnir að raða niður langskotunum þegar varnarleikurinn þéttist næt körfunni. Hverjir stóðu upp úr? Mjög margir leikmenn Þórs lögðu sitt á vogarskálarnar í þessum góða sigri. Adomas Drungilas dró vagninn í fyri hálfleik og endaði með 20 stig og 14 fráköst. Ragnar Örn Bragason var mjög góður með 20 stig og Styrmir Snær Þrastarson var flottur með 15 stig og 9 fráköst. Hjá Stjörnunni voru Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson atkvæðamestir með 24 stig hvor. Tölfræði sem vakti athygli Þór hitti 13/22 í þriggja stiga skotum, sem er 60% nýting. Það er tölfræði sem menn sjá ekki oft. Hvað gerist næst? Stjörnumenn geta nánast rölt yfirí Hafnarfjörð þar sem þeir mæta Haukum strax á sunnudaginn. Þór tekur á móti skemmtilegu liði ÍR í Þorlákshöfn. Þjálfari Stjörnunnar viðurkenndi að Þórsarar hefðu verið talsvert betri aðilinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Arnar: Þeir voru talsvert betri en við „Ég vil byrja á því að óska Þór til hamingju með sigurinn. Þeir voru betri en við í kvöld,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 100-111 tap liðsins gegn Þór Þorlákshöfn. Þórsarar skoruðu 111 stig og það gerist ekki oft gegn sterku varnarliði Stjörnunnar „Ég man ekki hvenær við fengum á okkur svona mörg stig síðast. Auðvitað eru þeir að skjóta 60% en mikið af skotunum voru opin. Við vorum bara ekki góðir varnarlega en að sama skapi voru þeir bara talsvert betri en við í dag.“ Orkan í leikmönnum Þórs gerði Stjörnunni erfitt fyrir allan leikinn. „Það var kraftur í þeim og þeir voru rosalega ákveðnir. Þeir framkvæmdu bara sína hluti talsvert betur en við í dag og þess vegna fór sem fór,“ sagði Arnar hreinskilinn. Er frammistaða Stjörnunnar áhyggjuefni? „Það þýðir lítið að leggjast í kör, það er leikur gegn Haukum á sunnudaginn. Það er nú bara þannig að ef þú ert þjálfari og hvernig sem leikurinn fer, þá hefur þú alltaf eitthvað til að hafa áhyggjur af og til að bæta.Við höfum nóg til að bæta eftir þennan leik,“ sagði Arnar að lokum. Ragnar Örn Bragason var frábær í kvöld.Vísir/eyþór Ragnar Örn: Vinnur engan leik á hálfum hraða Ragnar Örn Bragason var öflugur hjá Þór í sigrinum gegn Stjörnunni. Ragnar skoraði 20 stig og var sérlega góður í seinni hálfleik. „Við erum alltaf ánægðir með sigur, alveg sama á móti hverjum við spilum en það er sérstaklega gaman að ná úrslitum gegn svona sterku liði eins og Stjarnan er. Það er frábært að sækja tvö stig hingað eftir tvo frekar dapra leiki gegn Keflavík og Grindavík.“ Ragnar var sammála að 111 stig gegn góðu varnarliði eins og Stjörnunni væri virkilega jákvætt. „Þeir eru með mjög góða varnarmenn í liðinu sínu en við náðum bara að keyra á þá. Við erum með nokkra góða „transition“-menn í liðinu eins og til dæmis Styrmi sem bara óð yfir þá á kafla í seinni hálfleik.“ Ragnar segir það lykilatriði að halda uppi góðu tempói allan leikinn. „Við vorum bara á bensíngjöfinni allan tímann í kvöld. Í hinum leikjunum vorum við á fullum krafti kannski helminginn af leikjunum og það er bara þannig í þessari deild að þú vinnur engan leik nema þú spilir vel allan leikinn. Það er bara stuð að mega spila körfubolta,“ sagði Ragnar brosandi að lokum. Lárus: ætluðum að hamra á þeim Lárus Jónson, þjálfari Þórsara var skiljanlega léttur eftir leik. „Við hittum sérlega vel í seinni hálfleik, þegar við setjum niður 12 þriggja stiga körfur. Þegar þú sagðir mér að Alexander væri ekki með, hafði ég eiginlega meiri áhyggjur. Mér finnst Stjarnan hættulegastir þegar þeir eru með Hlyn og fjóra bakverði.“ Gekk planið algjörlega upp? „Við ætluðum að reyna að hamra á þeim, fara undir körfuna á Adomas Drangilis og spila svo út frá því. Hlynur þurfti að dekka hann og hann er jú 39 ára og það er spilað ansi þétt. Það gekk vel sóknarlega og ég held að ef maður skorar 111 stig, þá sé sóknarplanið að ganga prýðilega upp.“ Margir leikmenn Þórs voru með mikilvægt framlagog það gladdi þjálfarann. „Ég er mjög ánægður með þá staðreynd að sex leikmenn skora tíu stig eða meira og Halldór Garðar er svo með níu stig. Það eru margir að leggja í púkkið og Emil Karel kemur mjög sterkur upp í seinni hálfleik. Menn hitta stórum skotum og þetta er í fyrsta skipti sem við erum að vinna frákastabaráttuna og það er góðs viti.“ sagði Lárus og bætti við. „Nú er það okkar að tengja saman góðar frammistöður. Við höfum verið of gloppóttir en núna náðum við næstum því helium góðum leik. Við þurfum að spila svona vel þegar við mætum heitasta liði landsins [ÍR] á mánudaginn.“
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu