Hrossin troða snjó upp að kvið Sylvía Hall skrifar 23. janúar 2021 21:03 „Ég kemst ekki með dráttarvélina í gegnum hliðið, við getum bara hent rúllunni yfir hliðið, og þá fórum við af gjafasvæðinu sem þau eru búin að traðka niður. Þá er snjórinn bara eins og hann kemur fyrir.“ Þetta segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir sem búsett er í Hjaltadal í Skagafirði. Þar hefur snjóað mikið undanfarna daga, en hún er með sjötíu hross. Vegna lognsins sem er á svæðinu hefur snjórinn safnast upp og nær hrossunum nú að kviði. „Veðrið er mjög gott hérna. Það snjóar stanslaust, nú á fimmta sólarhring, og allavega tveir eftir. Það háttar þannig til hérna að þegar er svona norðaustan átt, þá er Hjaltadalurinn í mjög góðu skjóli af Tröllaskaganum. Þá fáum við þessar aðstæður að það snjóar í logni. Þetta verður mikil snjókista,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir veðrið verra utan við dalinn, enda blási meira þar. „Þetta eru alveg dæmigerðar aðstæður.“ Traðka þetta undir sig „Þetta er alveg vel í kvið á hrossum orðið. Það er ekki gott að bera sig um eins og er því þetta er laust í sér,“ segir Sigríður um stöðuna núna. Hrossin muni þó traðka þetta undir sig jafn óðum, en það sem sjáist á myndbandinu er tekið á svæði þar sem þeim hefur ekki verið gefið á áður. „Við erum með sjötíu hross í þremur hópum. Við erum að reyna að halda þessu aðskildu þannig að við getum fóðrað þetta eftir fóðurþörfum. Þessi hópur sem sést þarna eru hryssur, folöld og trippi sem er sá hópur sem er á mestu fóðrun. Það þurfa náttúrulega öll hross á þessu svæði að vera á fullri gjöf.“ Að sögn Sigríðar var snjórinn meiri í fyrra, en þá hafi girðingarnar á endanum verið komnar í kaf. Hún eigi allt eins von á því að það bæti í á næstu dögum. „Við erum ekki komin alveg þangað núna en vissulega þá sér maður það að þetta verður gríðarleg fönn hérna eins og veðurspáin er,“ segir Sigríður. „Það er ekkert langt í að við festum okkur hérna.“ Dýr Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þetta segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir sem búsett er í Hjaltadal í Skagafirði. Þar hefur snjóað mikið undanfarna daga, en hún er með sjötíu hross. Vegna lognsins sem er á svæðinu hefur snjórinn safnast upp og nær hrossunum nú að kviði. „Veðrið er mjög gott hérna. Það snjóar stanslaust, nú á fimmta sólarhring, og allavega tveir eftir. Það háttar þannig til hérna að þegar er svona norðaustan átt, þá er Hjaltadalurinn í mjög góðu skjóli af Tröllaskaganum. Þá fáum við þessar aðstæður að það snjóar í logni. Þetta verður mikil snjókista,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir veðrið verra utan við dalinn, enda blási meira þar. „Þetta eru alveg dæmigerðar aðstæður.“ Traðka þetta undir sig „Þetta er alveg vel í kvið á hrossum orðið. Það er ekki gott að bera sig um eins og er því þetta er laust í sér,“ segir Sigríður um stöðuna núna. Hrossin muni þó traðka þetta undir sig jafn óðum, en það sem sjáist á myndbandinu er tekið á svæði þar sem þeim hefur ekki verið gefið á áður. „Við erum með sjötíu hross í þremur hópum. Við erum að reyna að halda þessu aðskildu þannig að við getum fóðrað þetta eftir fóðurþörfum. Þessi hópur sem sést þarna eru hryssur, folöld og trippi sem er sá hópur sem er á mestu fóðrun. Það þurfa náttúrulega öll hross á þessu svæði að vera á fullri gjöf.“ Að sögn Sigríðar var snjórinn meiri í fyrra, en þá hafi girðingarnar á endanum verið komnar í kaf. Hún eigi allt eins von á því að það bæti í á næstu dögum. „Við erum ekki komin alveg þangað núna en vissulega þá sér maður það að þetta verður gríðarleg fönn hérna eins og veðurspáin er,“ segir Sigríður. „Það er ekkert langt í að við festum okkur hérna.“
Dýr Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent