Hótanir! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. febrúar 2021 11:31 Frá því ég byrjaði að skipta mér af pólitík þ.e. verkalýðs og lífeyrissjóðapólitík hefur ýmislegt gengið á og rifjast upp í tilefni umræðunnar í kringum skotárás á bíl Borgarstjóra. Margt misjafnt er sagt og ritað en allt réttsýnt og skynsamt fólk hlýtur að vera sammála um alvarleika málsins og hvaða áhrif það hefur haft á líf Dags B.Eggertssonar og fjölskyldu hans. Ég hef svo sem ekki tölu á öllum þeim hótunum sem ég hef fengið í gegnum tíðina en einhverjar standa þó uppúr. Það sem ég velti fyrir mér með þessum skrifum er hvar, hvort og hvernig við setjum mörk í þessum efnum. Frá því að ég byrjaði að skrifa um spillingarmál og misbresti innan lífeyrissjóðakerfisins árið 2007 eða tók sæti í stjórn VR árið 2009 hefur mikið gengið á. Ég taldi mig nokkuð vel undirbúinn í þessa vegferð, gagnrýna það sem aðrir þorðu ekki að gagnrýna. Ég hafði lesið doktors ritgerð vinkonu minnar og helstu fyrirmyndar Herdísar Drafnar Baldvinsdóttur um spillingu innan atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar, sem koma saman í eina sæng lífeyrissjóða, umvafin frændhyggli og sérhagsmunum. Ég taldi mig vera nokkuð vel undirbúinn vegna þeirra árása sem Herdís varð fyrir. Taldi mig vita hvað ég var að fara út í. Herdís var úthrópuð doktor í misskilningi og mögulega hægt að fullyrða að hún hafi verið hrakin úr landi vegna skoðana sinna og skrifa. Hvað fær mann til að feta í slík spor er erfitt að segja en líklega er það óbilandi trú á réttlætið. Spillingin í þessu blessaða landi er miklu meiri en mér óraði fyrir og bjóst ég við miklu. Spillingin er á öllum stigum samfélagsins. Hún er allstaðar og í öllum formum. Það kom mér alls ekkert á óvart að Ísland féll niður, eða upp, spillingarlistann og mælist nú spilltast ríkja Norðurlanda. Fjármálaráðherra segir eðlilegt að fólk sýni sölu ríkiseigna tortryggni, hið sanna er að ekkert er óeðlilegra en það. Öryggistilfinningu og réttlætiskennd ógnað! Hvað er verra en það? Hvar eru mörkin? Við vorum hópur fólks sem ákváðum að fara í hallarbyltingu í stéttarfélaginu okkar VR eftir bankahrunið. Árið var 2009 og okkur tókst það sem ekki átti að vera hægt að gera. Fella sitjandi stjórn og breyta lögum félagsins þannig að það yrði opið öllum félagsmönnum sem vildu bjóða sig fram til trúnaðarstarfa. Við vorum róttæk og eirðum engu. Hart var tekist á opinberlega og innan félags. Við vorum 7 til að byrja með en svo 6 eftir að ein ákvað að þiggja stóra stöðu og fara yfir í hitt liðið. Þau sem eftir stóðu misstu á endanum öll vinnuna nema ég, þó það hafi vissulega verið reynt. Rekin vegna þátttöku sinnar í að fara á móti kerfi sem hefur ítök allstaðar. Það er ekkert skrýtið að fólk er almennt ekki tilbúið að tjá sig opinberlega um spillingu á Íslandi. Hverjir eiga Ísland? Ísland er lítið annað en stór útgáfa af sjávarþorpi þar sem allir eiga allt undir þeim sem hefur eignað sér kvótann í þorpinu. Það ættu flestir að vita hvernig fólki er kerfisbundið refsað með útilokun á þátttöku í atvinnulífinu vegna skoðana sinna og verka. Má þar nefna löngu tímabæra bók Ólínu Þorvarðardóttur. Mér og okkur hefur verið hótað. Oft og mörgum sinnum. Vinsælasta hótunin er einmitt sú hvort ég geri mér grein fyrir því hvaða áhrif skrif mín hafa á möguleg atvinnutækifæri í framtíðinni. Hótun um að komið verði í veg fyrir að ég geti skapað mér og fjölskyldu minni þokkaleg lífskjör með atvinnu. Svo langt hefur þetta gengið að á einum tímapunkti var mér hótað, skriflega, að ákveðin öfl muni tryggja að hvorki ég né fjölskylda mín, foreldrar og börn, fái nokkurn tíma vinnu í íslensku samfélagi. Mér hefur verið hótað málsóknum oftar en ég treysti mér að telja. Úr því hefur þó aldrei orðið vegna þess að ég skrifa ekki staf nema ég treysti mér til að standa fyrir máli mínu fyrir dómi. Fyrir marga eru slíkar hótanir íþyngjandi og duga til þöggunar. Mér persónulega gæti ekki verið meira sama. Ég hræðist ekki þessi öfl, þau hræðast mig. Mér hefur verið hótað lífláti oftar en einu sinni. Það er hinsvegar aðeins einu sinni sem við þurftum að leita til lögreglu vegna mjög alvarlegra hótana þar sem veikur einstaklingur fór að koma að heimili okkar með handskrifaðar líflátshótanir. Þá var eiginkonu minni nóg um, og mér auðvitað líka. Við erum stór fjölskylda með fimm börn út og inni af heimili okkar og hundinn Bowie. Lögreglan afgreiddi málið af mikilli fagmennsku og ekki hafa orðið eftirmálar af því, annars væri ég ekki að skrifa þetta. Þetta voru hótanir sem við drögum þá ályktun, út frá innihaldi bréfanna, að hafi komið út frá harðri orðræðu í aðdraganda Lífskjarasamningsins þar sem stór orð voru látin falla. Við vorum úthrópuð stórhættulegt „sturlað“ öfgafólk sem vildi rústa samfélaginu með kröfum okkar. Eða er þetta allt Búsáhaldarbyltingunni að kenna? Öll erum við mannleg og getum sagt hluti sem við sjáum eftir. Ég er þar ekki undanskilinn. En hvar liggja mörkin þegar hótanir eru annars vegar? Ég er ekkert grátklökkur yfir þessu og langt frá því að vera sammála stefnu borgarinnar í mörgum lykilmálum. En vil nota þessi skrif til að koma kveðju til Borgarstjórans okkar Dags B.Eggertssonar og fjölskyldu hans. Við fjölskyldan vitum hvað þið eruð að ganga í gegnum þegar öryggi fjölskyldunnar er ógnað. Samfélagið stendur með ykkur og fordæmir þessa árás á líf ykkar og öryggi. Ragnar Þór Ingólfsson og fjölskylda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Frá því ég byrjaði að skipta mér af pólitík þ.e. verkalýðs og lífeyrissjóðapólitík hefur ýmislegt gengið á og rifjast upp í tilefni umræðunnar í kringum skotárás á bíl Borgarstjóra. Margt misjafnt er sagt og ritað en allt réttsýnt og skynsamt fólk hlýtur að vera sammála um alvarleika málsins og hvaða áhrif það hefur haft á líf Dags B.Eggertssonar og fjölskyldu hans. Ég hef svo sem ekki tölu á öllum þeim hótunum sem ég hef fengið í gegnum tíðina en einhverjar standa þó uppúr. Það sem ég velti fyrir mér með þessum skrifum er hvar, hvort og hvernig við setjum mörk í þessum efnum. Frá því að ég byrjaði að skrifa um spillingarmál og misbresti innan lífeyrissjóðakerfisins árið 2007 eða tók sæti í stjórn VR árið 2009 hefur mikið gengið á. Ég taldi mig nokkuð vel undirbúinn í þessa vegferð, gagnrýna það sem aðrir þorðu ekki að gagnrýna. Ég hafði lesið doktors ritgerð vinkonu minnar og helstu fyrirmyndar Herdísar Drafnar Baldvinsdóttur um spillingu innan atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar, sem koma saman í eina sæng lífeyrissjóða, umvafin frændhyggli og sérhagsmunum. Ég taldi mig vera nokkuð vel undirbúinn vegna þeirra árása sem Herdís varð fyrir. Taldi mig vita hvað ég var að fara út í. Herdís var úthrópuð doktor í misskilningi og mögulega hægt að fullyrða að hún hafi verið hrakin úr landi vegna skoðana sinna og skrifa. Hvað fær mann til að feta í slík spor er erfitt að segja en líklega er það óbilandi trú á réttlætið. Spillingin í þessu blessaða landi er miklu meiri en mér óraði fyrir og bjóst ég við miklu. Spillingin er á öllum stigum samfélagsins. Hún er allstaðar og í öllum formum. Það kom mér alls ekkert á óvart að Ísland féll niður, eða upp, spillingarlistann og mælist nú spilltast ríkja Norðurlanda. Fjármálaráðherra segir eðlilegt að fólk sýni sölu ríkiseigna tortryggni, hið sanna er að ekkert er óeðlilegra en það. Öryggistilfinningu og réttlætiskennd ógnað! Hvað er verra en það? Hvar eru mörkin? Við vorum hópur fólks sem ákváðum að fara í hallarbyltingu í stéttarfélaginu okkar VR eftir bankahrunið. Árið var 2009 og okkur tókst það sem ekki átti að vera hægt að gera. Fella sitjandi stjórn og breyta lögum félagsins þannig að það yrði opið öllum félagsmönnum sem vildu bjóða sig fram til trúnaðarstarfa. Við vorum róttæk og eirðum engu. Hart var tekist á opinberlega og innan félags. Við vorum 7 til að byrja með en svo 6 eftir að ein ákvað að þiggja stóra stöðu og fara yfir í hitt liðið. Þau sem eftir stóðu misstu á endanum öll vinnuna nema ég, þó það hafi vissulega verið reynt. Rekin vegna þátttöku sinnar í að fara á móti kerfi sem hefur ítök allstaðar. Það er ekkert skrýtið að fólk er almennt ekki tilbúið að tjá sig opinberlega um spillingu á Íslandi. Hverjir eiga Ísland? Ísland er lítið annað en stór útgáfa af sjávarþorpi þar sem allir eiga allt undir þeim sem hefur eignað sér kvótann í þorpinu. Það ættu flestir að vita hvernig fólki er kerfisbundið refsað með útilokun á þátttöku í atvinnulífinu vegna skoðana sinna og verka. Má þar nefna löngu tímabæra bók Ólínu Þorvarðardóttur. Mér og okkur hefur verið hótað. Oft og mörgum sinnum. Vinsælasta hótunin er einmitt sú hvort ég geri mér grein fyrir því hvaða áhrif skrif mín hafa á möguleg atvinnutækifæri í framtíðinni. Hótun um að komið verði í veg fyrir að ég geti skapað mér og fjölskyldu minni þokkaleg lífskjör með atvinnu. Svo langt hefur þetta gengið að á einum tímapunkti var mér hótað, skriflega, að ákveðin öfl muni tryggja að hvorki ég né fjölskylda mín, foreldrar og börn, fái nokkurn tíma vinnu í íslensku samfélagi. Mér hefur verið hótað málsóknum oftar en ég treysti mér að telja. Úr því hefur þó aldrei orðið vegna þess að ég skrifa ekki staf nema ég treysti mér til að standa fyrir máli mínu fyrir dómi. Fyrir marga eru slíkar hótanir íþyngjandi og duga til þöggunar. Mér persónulega gæti ekki verið meira sama. Ég hræðist ekki þessi öfl, þau hræðast mig. Mér hefur verið hótað lífláti oftar en einu sinni. Það er hinsvegar aðeins einu sinni sem við þurftum að leita til lögreglu vegna mjög alvarlegra hótana þar sem veikur einstaklingur fór að koma að heimili okkar með handskrifaðar líflátshótanir. Þá var eiginkonu minni nóg um, og mér auðvitað líka. Við erum stór fjölskylda með fimm börn út og inni af heimili okkar og hundinn Bowie. Lögreglan afgreiddi málið af mikilli fagmennsku og ekki hafa orðið eftirmálar af því, annars væri ég ekki að skrifa þetta. Þetta voru hótanir sem við drögum þá ályktun, út frá innihaldi bréfanna, að hafi komið út frá harðri orðræðu í aðdraganda Lífskjarasamningsins þar sem stór orð voru látin falla. Við vorum úthrópuð stórhættulegt „sturlað“ öfgafólk sem vildi rústa samfélaginu með kröfum okkar. Eða er þetta allt Búsáhaldarbyltingunni að kenna? Öll erum við mannleg og getum sagt hluti sem við sjáum eftir. Ég er þar ekki undanskilinn. En hvar liggja mörkin þegar hótanir eru annars vegar? Ég er ekkert grátklökkur yfir þessu og langt frá því að vera sammála stefnu borgarinnar í mörgum lykilmálum. En vil nota þessi skrif til að koma kveðju til Borgarstjórans okkar Dags B.Eggertssonar og fjölskyldu hans. Við fjölskyldan vitum hvað þið eruð að ganga í gegnum þegar öryggi fjölskyldunnar er ógnað. Samfélagið stendur með ykkur og fordæmir þessa árás á líf ykkar og öryggi. Ragnar Þór Ingólfsson og fjölskylda.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun