Árás á kynfrelsi og heilsu kvenna Marta Goðadóttir skrifar 6. febrúar 2021 08:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Yfir 200 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna hafa verið limlestar á kynfærum sínum, langflestar fyrir 15 ára aldur. Þetta er ein grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn stúlkum og konum en aðgerðin er árás á líkama þeirra, kynfrelsi og heilsu. Þær missa vald og yfirráð yfir eigin líkama og ofbeldið, eðli málsins samkvæmt, veldur þeim varanlegum sálrænum og líkamlegum skaða. Algengir líkamlegir fylgikvillar eru þvaglátsörðugleikar, sýkingar, sársauki við samfarir, erfiðleikar við barnsburð og aukin hætta á ungbarnadauða. Þá er einnig algengt að stúlkum blæði út og deyi. Afleiðingarnar eru hrikalegar og marka líf þeirra sem fyrir þeim verða til frambúðar. Á þessu ári er áætlað að yfir fjórar milljónir kvenna og stúlkna muni bætast í hóp þeirra sem eiga í hættu á að vera limlestar á kynfærum sínum. En vegna COVID-19 mun sú tala því miður hækka. Reiknað er með að yfir 200 þúsund stúlkur til viðbótar, á hverju ári, verði þolendur þessarar birtingarmyndar ofbeldis næstu tíu árin, eingöngu vegna COVID-19. Í fátækum samfélögum þar sem skortur er á menntun hefur almenningur ekki forsendur til að taka upplýsta afstöðu gegn viðteknum venjum og rótgrónum hefðum og talið er að limlestingin sé stúlkunum fyrir bestu. UN Women vinnur að upprætingu þessa skaðlega siðar í samstarfi við grasrótarhreyfingar, félagasamtök, aðgerðarsinna og stjórnvöld ríkja þar sem hann er útbreiddur. Lykillinn að árangri felst í aukinni menntun og að fræða almenning um hætturnar sem fylgja limlestingum á kynfærum kvenna og þrýsta á lagasetningar sem koma í veg fyrir að fleiri konur og stúlkur verði beittar þessu grófa mannréttindabroti. Við hjá UN Women á Íslandi ásamt öllum helstu félagasamtökum hér á landi sem starfa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu stöndum að fræðsluátakinu Þróunarsamvinna ber ávöxt, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Í ár beinum við sjónum að áhrifum COVID-19 á efnaminni ríki með fræðsluþættinum Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin sem verður sýndur á RÚV 11.febrúar. Í þættinum verður m.a. kafað dýpra á hvaða hátt heimsfaraldurinn ógnar lífi og heilsu kvenna og stúlkna á sértækan hátt. Ég hvet þig til að horfa á þennan áhugaverða þátt sem varðar okkur öll. Höfundur er kynningarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Yfir 200 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna hafa verið limlestar á kynfærum sínum, langflestar fyrir 15 ára aldur. Þetta er ein grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn stúlkum og konum en aðgerðin er árás á líkama þeirra, kynfrelsi og heilsu. Þær missa vald og yfirráð yfir eigin líkama og ofbeldið, eðli málsins samkvæmt, veldur þeim varanlegum sálrænum og líkamlegum skaða. Algengir líkamlegir fylgikvillar eru þvaglátsörðugleikar, sýkingar, sársauki við samfarir, erfiðleikar við barnsburð og aukin hætta á ungbarnadauða. Þá er einnig algengt að stúlkum blæði út og deyi. Afleiðingarnar eru hrikalegar og marka líf þeirra sem fyrir þeim verða til frambúðar. Á þessu ári er áætlað að yfir fjórar milljónir kvenna og stúlkna muni bætast í hóp þeirra sem eiga í hættu á að vera limlestar á kynfærum sínum. En vegna COVID-19 mun sú tala því miður hækka. Reiknað er með að yfir 200 þúsund stúlkur til viðbótar, á hverju ári, verði þolendur þessarar birtingarmyndar ofbeldis næstu tíu árin, eingöngu vegna COVID-19. Í fátækum samfélögum þar sem skortur er á menntun hefur almenningur ekki forsendur til að taka upplýsta afstöðu gegn viðteknum venjum og rótgrónum hefðum og talið er að limlestingin sé stúlkunum fyrir bestu. UN Women vinnur að upprætingu þessa skaðlega siðar í samstarfi við grasrótarhreyfingar, félagasamtök, aðgerðarsinna og stjórnvöld ríkja þar sem hann er útbreiddur. Lykillinn að árangri felst í aukinni menntun og að fræða almenning um hætturnar sem fylgja limlestingum á kynfærum kvenna og þrýsta á lagasetningar sem koma í veg fyrir að fleiri konur og stúlkur verði beittar þessu grófa mannréttindabroti. Við hjá UN Women á Íslandi ásamt öllum helstu félagasamtökum hér á landi sem starfa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu stöndum að fræðsluátakinu Þróunarsamvinna ber ávöxt, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Í ár beinum við sjónum að áhrifum COVID-19 á efnaminni ríki með fræðsluþættinum Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin sem verður sýndur á RÚV 11.febrúar. Í þættinum verður m.a. kafað dýpra á hvaða hátt heimsfaraldurinn ógnar lífi og heilsu kvenna og stúlkna á sértækan hátt. Ég hvet þig til að horfa á þennan áhugaverða þátt sem varðar okkur öll. Höfundur er kynningarstýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar