„Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 18:48 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Félagi þeirra, sem sneri við úr þriðju búðum, segir óraunverulegt að hugsa til þess að þeir snúi sennilega ekki aftur. Facebook „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ Þetta skrifar Colin O‘Brady, rithöfundur og fjallgöngumaður, sem var með hópnum á K2 fyrir helgi. Hann segir það óraunverulegt að hugsa til þess að þeir snúi sennilega ekki aftur, enda hafi þeir orðið nánir vinir. „Af einhverjum ástæðum ákvað ég að hlusta á innsæið og snúa aftur. Nú er gengið út frá því að þeir séu ekki á lífi,“ skrifar O‘Brady á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Colin O'Brady (@colinobrady) Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sagði í tilkynningu til fjölmiðla í dag að fjölskyldan gerði sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn fyndist á lífi væri mjög lítil. Þeirra hefur nú verið saknað í rúmlega þrjá sólarhringa. „Ég á svo margar góðar minningar með öllum þessum mönnum. Ég trúi því ekki að þeir séu farnir,“ skrifar O' Brady. Hann segir hug sinn vera hjá fjölskyldu þeirra og börnum, en þeir voru allir feður. „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur – góðhjartaðir, ástríkir og eins heiðvirðir og hugsast getur.“ Nepal Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Þetta skrifar Colin O‘Brady, rithöfundur og fjallgöngumaður, sem var með hópnum á K2 fyrir helgi. Hann segir það óraunverulegt að hugsa til þess að þeir snúi sennilega ekki aftur, enda hafi þeir orðið nánir vinir. „Af einhverjum ástæðum ákvað ég að hlusta á innsæið og snúa aftur. Nú er gengið út frá því að þeir séu ekki á lífi,“ skrifar O‘Brady á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Colin O'Brady (@colinobrady) Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sagði í tilkynningu til fjölmiðla í dag að fjölskyldan gerði sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn fyndist á lífi væri mjög lítil. Þeirra hefur nú verið saknað í rúmlega þrjá sólarhringa. „Ég á svo margar góðar minningar með öllum þessum mönnum. Ég trúi því ekki að þeir séu farnir,“ skrifar O' Brady. Hann segir hug sinn vera hjá fjölskyldu þeirra og börnum, en þeir voru allir feður. „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur – góðhjartaðir, ástríkir og eins heiðvirðir og hugsast getur.“
Nepal Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04
Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30
„Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04