Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 12:10 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sætir ákæru fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun janúar. Getty/Jabin Botsford Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður hafa verið allt annað en sáttur við frammistöðu verjenda sinna á fyrsta degi réttarhaldanna yfir honum í gær í öldungadeild Bandaríkjaþings. Verjendurnir eru þeir Bruce L. Castor og David I. Schoen. Castor tók fyrstur til máls og samkvæmt umfjöllun New York Times á Trump að vera brjálaður vegna framsögu hans. Hann hafi verið aðeins sáttari við ræðu Schoen en þó pirraður og almennt ósáttur við lögmennina tvo. Réttarhöldin hófust á málflutningi Demókrata þar sem meðal annars var sýnt frá árásinni á þinghúsið, ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar og ítrekuðum staðhæfingum hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Á meðal þess sem sagt er hafa farið fyrir brjóstið á Trump er að Castor tók fyrstur til máls en Schoen átti að flytja ræðu sína á undan. Sagði Castor að þeir hefðu ákveðið á síðustu stundu að skipta um röðunina á framsögum þeirra þar sem málflutningur Demókrata hefði verið svo góður. Það að annar lögmanna hans skyldi lofa ákærendurna á málinu kom Trump á óvart og fór í taugarnar á honum samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Réttarhöldin halda áfram klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Trump er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr kæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira
Verjendurnir eru þeir Bruce L. Castor og David I. Schoen. Castor tók fyrstur til máls og samkvæmt umfjöllun New York Times á Trump að vera brjálaður vegna framsögu hans. Hann hafi verið aðeins sáttari við ræðu Schoen en þó pirraður og almennt ósáttur við lögmennina tvo. Réttarhöldin hófust á málflutningi Demókrata þar sem meðal annars var sýnt frá árásinni á þinghúsið, ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar og ítrekuðum staðhæfingum hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Á meðal þess sem sagt er hafa farið fyrir brjóstið á Trump er að Castor tók fyrstur til máls en Schoen átti að flytja ræðu sína á undan. Sagði Castor að þeir hefðu ákveðið á síðustu stundu að skipta um röðunina á framsögum þeirra þar sem málflutningur Demókrata hefði verið svo góður. Það að annar lögmanna hans skyldi lofa ákærendurna á málinu kom Trump á óvart og fór í taugarnar á honum samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Réttarhöldin halda áfram klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Trump er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr kæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira