Í bómull núna en gæti orðið hvalreki fyrir íslenska handboltalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 09:31 Þorsteinn Leó Gunnarsson er spennandi leikmaður ekki síst þar sem hann er tilbúinn að leggja mikið á sig til að verða enn betri. S2 Sport Þorsteinn Leó Gunnarsson er nafn sem handboltaáhugafólk getur farið að leggja á minnið. Þjálfari hans hjá Aftureldingu vissu ekkert um hvaða efni hann var að fá í hendurnar þegar hann tók við Mosfellsbæjarliðinu í sumar. „Ég hafði aldrei séð hann áður þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu í Mosfellsbænum. Ég skal bara viðurkenna það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar um hinn átján ára gamla Þorsteinn Leó Gunnarsson. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum og öll þeirra utan af velli í leik Aftureldingar og FH í fyrrakvöld. Þetta var aðeins sjötti leikur hans í Olís deild karla í handbolta. „Ég hafði heyrt eitthvað aðeins um hann en eftir að horfa á hann á einni æfingu þá boðaði ég hann á fund daginn eftir. Ég spurði hann eiginlega bara tveggja spurninga: Viltu fara alla leið? Hann sagði já. Ég spurði þá hvort hann væri tilbúinn að leggja á sig sem þarf? Hann sagði já. Svo var æfing sjö um morguninn daginn eftir og hann mætti,“ sagði Gunnar. Klippa: Gunni Magg um Þorstein Leó „Við erum með hann í bómull. Hann er búinn að lyfta aukalega þrisvar í viku og við erum búnir að styrkja hann um sjö til átta kíló af vöðvum. Við erum að byggja hann upp. Það sem hann er að sýna í leikjum er fimmtíu til sextíu prósent af því sem hann er að sýna á æfingum,“ sagði Gunnar. Þorsteinn Leó er þegar búinn að skora 26 mörk á tímabilinu en sautján þessara marka hafa litið dagsins ljós í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann er með 65 prósent skotnýtingu og 4,3 mörk að meðaltali í leik. „Hann er miklu betri en hann sýndi í kvöld. Hann er bara stressaður og er að aðlagast þessu. Hann er bara búinn að spila einhverja sex leiki á ferlinum. Við skulum samt vera alveg róleg með hann og gefa honum tvö til þrjú ár. Við skulum leyfa honum að þroskast, leyfa honum að fá tækifæri, leyfa honum að gera mistök og leyfa honum að læra. Ég er alveg handviss að ef hann leggur áfram jafnmikið á sig og hann er búinn að gera síðustu mánuði þá verður hann hvalreki fyrir íslenska landsliðið eftir tvö til þrjú ár. Við sjáum þá þennan strák í Bundesligunni,“ sagði Gunnar. Það má sjá viðtalið við Gunnar og svipmyndir af mörkum Þorsteins Leó í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira
„Ég hafði aldrei séð hann áður þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu í Mosfellsbænum. Ég skal bara viðurkenna það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar um hinn átján ára gamla Þorsteinn Leó Gunnarsson. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum og öll þeirra utan af velli í leik Aftureldingar og FH í fyrrakvöld. Þetta var aðeins sjötti leikur hans í Olís deild karla í handbolta. „Ég hafði heyrt eitthvað aðeins um hann en eftir að horfa á hann á einni æfingu þá boðaði ég hann á fund daginn eftir. Ég spurði hann eiginlega bara tveggja spurninga: Viltu fara alla leið? Hann sagði já. Ég spurði þá hvort hann væri tilbúinn að leggja á sig sem þarf? Hann sagði já. Svo var æfing sjö um morguninn daginn eftir og hann mætti,“ sagði Gunnar. Klippa: Gunni Magg um Þorstein Leó „Við erum með hann í bómull. Hann er búinn að lyfta aukalega þrisvar í viku og við erum búnir að styrkja hann um sjö til átta kíló af vöðvum. Við erum að byggja hann upp. Það sem hann er að sýna í leikjum er fimmtíu til sextíu prósent af því sem hann er að sýna á æfingum,“ sagði Gunnar. Þorsteinn Leó er þegar búinn að skora 26 mörk á tímabilinu en sautján þessara marka hafa litið dagsins ljós í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann er með 65 prósent skotnýtingu og 4,3 mörk að meðaltali í leik. „Hann er miklu betri en hann sýndi í kvöld. Hann er bara stressaður og er að aðlagast þessu. Hann er bara búinn að spila einhverja sex leiki á ferlinum. Við skulum samt vera alveg róleg með hann og gefa honum tvö til þrjú ár. Við skulum leyfa honum að þroskast, leyfa honum að fá tækifæri, leyfa honum að gera mistök og leyfa honum að læra. Ég er alveg handviss að ef hann leggur áfram jafnmikið á sig og hann er búinn að gera síðustu mánuði þá verður hann hvalreki fyrir íslenska landsliðið eftir tvö til þrjú ár. Við sjáum þá þennan strák í Bundesligunni,“ sagði Gunnar. Það má sjá viðtalið við Gunnar og svipmyndir af mörkum Þorsteins Leó í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira