Borche: Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 20:45 Borche var ekki hrifinn af dómgæslunni í kvöld. vísir/daníel Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var mjög ósáttur með stórt tap sinna manna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Lokatölur 96-80 heimamönnum í vil sem höfðu fyrir leik ekki unnið í þremur leikjum í röð. „Við komum mjög flatir til leiks og vorum með allt annað í huga fyrir leikinn. Ég skil að innkoma Zvonko Buljan í liðið hefur áhrif og breytir einhverju hjá okkur en almennt séð þurfa leikmenn að taka meiri ábyrgð. Leikskipulagið fór í vaskinn og við virkuðum stressaðir í upphafi,“ sagði Borche eftir tapið í kvöld. „Njarðvík komst yfir strax í upphafi og við urðum stressaðir, í staðinn fyrir að róa leikinn niður og halda skipulagi þá fórum við að taka einhver fáránleg skot.“ Ekki beint ánægður með dómgæslu leiksins „Ég kvarta venjulega ekki yfir dómurunum en báðir ungu dómararnir voru, ég veit ekki. Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík. Mögulega þarf ég að horfa aftur á leikinn en ég er ekki ánægður með hvernig þeir dæmdu, tæknivillan á mig var til dæmis ástæðulaus,“ bætti Borche við en tók þó fram að frammistaða dómaranna væri aukaatriði í heildarmynd leiksins. Danero Thomas í villuvandræðum „Það hafði mikil áhrif. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið, sérstaklega í vörninni, og þegar hann settist á bekkinn þurftum við að breyta ýmsu. Villurnar sem hann fékk voru grunsamlegar, ég þarf að skoða það betur. Það hætti ekki þar heldur hélt það áfram með alla 50/50 boltana. Það var harka gegn Zvonko og stundum dæmdu þeir of seint.“ ÍR liðið skoraði tvær af þremur þriggja stiga körfum sínum á síðustu mínútu leiksins, voru með nýtinguna 1/20 fyrir utan línunna fram að því. „Þetta skiptir auðvitað máli, skottölfræðin okkar var slök. Sumir ungu strákanna, eins og Sigvaldi, hann þarf að einbeita sér betur að vörninni í staðinn fyrir að hugsa um hve mörg stig hann er búinn að skora.“ „Við fáum núna tvær vikur til að undirbúa okkur. Við erum búnir að leika tvo leiki á útivelli í röð núna sem er erfitt. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn en það sem gerðist er gert núna. Við fáum núna tíma til að undirbúa okkur fyrir seinni hluta mótsins,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
„Við komum mjög flatir til leiks og vorum með allt annað í huga fyrir leikinn. Ég skil að innkoma Zvonko Buljan í liðið hefur áhrif og breytir einhverju hjá okkur en almennt séð þurfa leikmenn að taka meiri ábyrgð. Leikskipulagið fór í vaskinn og við virkuðum stressaðir í upphafi,“ sagði Borche eftir tapið í kvöld. „Njarðvík komst yfir strax í upphafi og við urðum stressaðir, í staðinn fyrir að róa leikinn niður og halda skipulagi þá fórum við að taka einhver fáránleg skot.“ Ekki beint ánægður með dómgæslu leiksins „Ég kvarta venjulega ekki yfir dómurunum en báðir ungu dómararnir voru, ég veit ekki. Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík. Mögulega þarf ég að horfa aftur á leikinn en ég er ekki ánægður með hvernig þeir dæmdu, tæknivillan á mig var til dæmis ástæðulaus,“ bætti Borche við en tók þó fram að frammistaða dómaranna væri aukaatriði í heildarmynd leiksins. Danero Thomas í villuvandræðum „Það hafði mikil áhrif. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið, sérstaklega í vörninni, og þegar hann settist á bekkinn þurftum við að breyta ýmsu. Villurnar sem hann fékk voru grunsamlegar, ég þarf að skoða það betur. Það hætti ekki þar heldur hélt það áfram með alla 50/50 boltana. Það var harka gegn Zvonko og stundum dæmdu þeir of seint.“ ÍR liðið skoraði tvær af þremur þriggja stiga körfum sínum á síðustu mínútu leiksins, voru með nýtinguna 1/20 fyrir utan línunna fram að því. „Þetta skiptir auðvitað máli, skottölfræðin okkar var slök. Sumir ungu strákanna, eins og Sigvaldi, hann þarf að einbeita sér betur að vörninni í staðinn fyrir að hugsa um hve mörg stig hann er búinn að skora.“ „Við fáum núna tvær vikur til að undirbúa okkur. Við erum búnir að leika tvo leiki á útivelli í röð núna sem er erfitt. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn en það sem gerðist er gert núna. Við fáum núna tíma til að undirbúa okkur fyrir seinni hluta mótsins,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik