Segir Valsmenn í djúpum andlegum dal Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2021 17:00 Theodór Ingi Pálmason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir stóru málin í Seinni bylgjunni í gær. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja Valsmenn ekki eiga sér neinar málsbætur eftir tapið slæma gegn Stjörnunni í gær, í Olís-deild karla í handbolta. Valur hefur nú tapað gegn Fram, Selfossi og Stjörnunni eftir að keppni hófst að nýju undir lok janúar, en unnið Þór Akureyri og Gróttu. Fjóra sterka leikmenn vantar í lið Vals, þá Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Tjörva Tý Gíslason og Þorgils Jón Svölu Baldursson „Þetta er búið að vera dapurt eftir pásuna. Jú, jú, það eru menn í meiðslum og svona en mér finnst það ekki nein afsökun. Þú ert með Magnús Óla þarna, Tuma Stein, Anton Rúnarsson. Þetta eru leikmenn sem eiga að vera með nægilega mikil gæði til að gera þetta betur,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Slakar sóknir Vals Magnús Óli Magnússon, sem lék með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi í síðasta mánuði, var langt frá sínu besta í gær: „Þó að hann hafi endað með sex mörk þá var hann hræðilegur í þessum leik í 50 mínútur. Hann skoraði þrjú mörk þarna í lokin þegar leikurinn var búinn. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi þarna. Hvort þetta sé eitthvað andlegt eða hvað. Það er ekki hægt að skrifa þetta á að það vanti Róbert og Agnar Smára,“ sagði Theodór. En það er ekki bara sóknarleikur Vals sem mætti vera betri: „Ég held að þetta einskorðist ekki bara við sóknarleikinn, þó að hann sé skelfilegur. Varnarleikurinn var eiginlega alveg jafnskelfilegur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og bætti við: „Þá er þetta mjög líklega eitthvað andlegt. Þeir eru í einhverjum djúpum, andlegum dal. Vantar eitthvað sjálfstraust. Einhvern neista. Það er eitthvað sem að þjálfararnir eru væntanlega mikið að vinna í. En hverjir eru leiðtogarnir í liðinu og hvernig eru þeir að draga þetta áfram?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00 Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Fjóra sterka leikmenn vantar í lið Vals, þá Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Tjörva Tý Gíslason og Þorgils Jón Svölu Baldursson „Þetta er búið að vera dapurt eftir pásuna. Jú, jú, það eru menn í meiðslum og svona en mér finnst það ekki nein afsökun. Þú ert með Magnús Óla þarna, Tuma Stein, Anton Rúnarsson. Þetta eru leikmenn sem eiga að vera með nægilega mikil gæði til að gera þetta betur,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Slakar sóknir Vals Magnús Óli Magnússon, sem lék með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi í síðasta mánuði, var langt frá sínu besta í gær: „Þó að hann hafi endað með sex mörk þá var hann hræðilegur í þessum leik í 50 mínútur. Hann skoraði þrjú mörk þarna í lokin þegar leikurinn var búinn. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi þarna. Hvort þetta sé eitthvað andlegt eða hvað. Það er ekki hægt að skrifa þetta á að það vanti Róbert og Agnar Smára,“ sagði Theodór. En það er ekki bara sóknarleikur Vals sem mætti vera betri: „Ég held að þetta einskorðist ekki bara við sóknarleikinn, þó að hann sé skelfilegur. Varnarleikurinn var eiginlega alveg jafnskelfilegur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og bætti við: „Þá er þetta mjög líklega eitthvað andlegt. Þeir eru í einhverjum djúpum, andlegum dal. Vantar eitthvað sjálfstraust. Einhvern neista. Það er eitthvað sem að þjálfararnir eru væntanlega mikið að vinna í. En hverjir eru leiðtogarnir í liðinu og hvernig eru þeir að draga þetta áfram?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00 Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00
Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30