Neville sleppti Bruno er hann fór yfir bestu kaup Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2021 07:00 Gary Neville og Roy Keane á góðri stundi. Írinn er á blaði sem bestu fimm kaup Man United að mati Neville. John Peters/Manchester United Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, vann á sínum tíma fjölda titla með Manchester United. Hann var beðinn um að velja bestu kaup félagsins og hér að neðan má sjá bestu fimm kaupin að mati Neville. Athygli vekur að hann sleppti Bruno Fernandes, án efa besta leikmanns liðsins í dag og bestu fjárfestu sem Man United hefur gert undanfarin ár. 5. sæti: Nemanja Vidic Miðvörðurinn frá Serbíu kostaði sjö milljónir punda er hann var keyptur frá Spartak Moskvu árið 2006. Breytti varnarleik liðsins til hins betra og gerði lífið auðveldara fyrir Neville í hægri bakverðinum. Vann fjölda titla og þar á meðal Meistaradeild Evrópu árið 2008. Nemanja Vidic og Rio Ferdinand mynduðu eitt besta miðvarðarpar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Aðeins annar komst á listann hjá Neville.Nordic photos/AFP 4. sæti: Wayne Rooney Núverandi stjóri Derby County í ensku B-deildinni kostaði 27 milljónir punda er hann kom frá Everton árið 2004. Hann átti eftir að borga þann pening margfalt til betra og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 253 mörk, met sem verður möguelga aldrei slegið. 3. sæti: Cristiano Ronaldo Portúgalska ofurstjarnan kostaði litlar 12 milljónir punda er hann kom frá Sporting í Portúgal sumarið 2003. Það gerði hann þó á sínum tíma að dýrasta táningi í heimi. United seldi hann svo til Real Madrid sem var þá hæsta upphæð sem lið hafði greitt fyrir leikmann. Eftir á að hyggja hefði United átt að selja hann á helmingi meira. Þessir tveir komust báðir á listann hjá Neville. Segja má að myndin lýsi þeim ágætlega.EPA/MAGI HAROUN 2. sæti: Roy Keane Írinn geðþekki kostaði 3.7 milljónir punda er Sir Alex Ferguson sótti hann til Nottingham Forest árið 1993. Ótrúlegur leikmaður sem var um árabil einn sá harðast í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir velgengni Manchester United og ef ekki hefði verið fyrir slæm mjaðmameiðsli hefði hann enst enn lengur. Skoraði 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni, ekki amalegt fyrir mann sem kunni bara að tækla og rífa kjaft að margra mati. Það voru fáir betri en Cantona á sínum tíma.Mynd/Nordic Photos/Getty 1.sæti: Eric Cantona Hver annar? Kóngurinn sjálfur kostaði 1.2 milljónir punda þegar honum var svo gott sem stolið af Leeds United árið 1992, þáverandi fjendum Man Utd. Einhver ótrúlegustu kaup allra tíma en Cantona lagði grunninn að ótrúlegri sigurgöngu United með Ferguson við stjórnvölin. Hann vann fjóra titla á aðeins fimm árum og var í leikbanni eina tímabilið þar sem titillinn vannst ekki. Einnig vann hann FA-bikarinn tvívegis áður en hann ákvað að kalla þetta gott og leggja skóna á hilluna rétt þrítugur að aldri. "To get a player from Leeds for £1.2m and he gets you to the title..." @GNev2 picks Eric Cantona as Manchester United's best ever Premier League signing pic.twitter.com/LV0cDbdNzr— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 15, 2021 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira
Athygli vekur að hann sleppti Bruno Fernandes, án efa besta leikmanns liðsins í dag og bestu fjárfestu sem Man United hefur gert undanfarin ár. 5. sæti: Nemanja Vidic Miðvörðurinn frá Serbíu kostaði sjö milljónir punda er hann var keyptur frá Spartak Moskvu árið 2006. Breytti varnarleik liðsins til hins betra og gerði lífið auðveldara fyrir Neville í hægri bakverðinum. Vann fjölda titla og þar á meðal Meistaradeild Evrópu árið 2008. Nemanja Vidic og Rio Ferdinand mynduðu eitt besta miðvarðarpar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Aðeins annar komst á listann hjá Neville.Nordic photos/AFP 4. sæti: Wayne Rooney Núverandi stjóri Derby County í ensku B-deildinni kostaði 27 milljónir punda er hann kom frá Everton árið 2004. Hann átti eftir að borga þann pening margfalt til betra og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 253 mörk, met sem verður möguelga aldrei slegið. 3. sæti: Cristiano Ronaldo Portúgalska ofurstjarnan kostaði litlar 12 milljónir punda er hann kom frá Sporting í Portúgal sumarið 2003. Það gerði hann þó á sínum tíma að dýrasta táningi í heimi. United seldi hann svo til Real Madrid sem var þá hæsta upphæð sem lið hafði greitt fyrir leikmann. Eftir á að hyggja hefði United átt að selja hann á helmingi meira. Þessir tveir komust báðir á listann hjá Neville. Segja má að myndin lýsi þeim ágætlega.EPA/MAGI HAROUN 2. sæti: Roy Keane Írinn geðþekki kostaði 3.7 milljónir punda er Sir Alex Ferguson sótti hann til Nottingham Forest árið 1993. Ótrúlegur leikmaður sem var um árabil einn sá harðast í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir velgengni Manchester United og ef ekki hefði verið fyrir slæm mjaðmameiðsli hefði hann enst enn lengur. Skoraði 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni, ekki amalegt fyrir mann sem kunni bara að tækla og rífa kjaft að margra mati. Það voru fáir betri en Cantona á sínum tíma.Mynd/Nordic Photos/Getty 1.sæti: Eric Cantona Hver annar? Kóngurinn sjálfur kostaði 1.2 milljónir punda þegar honum var svo gott sem stolið af Leeds United árið 1992, þáverandi fjendum Man Utd. Einhver ótrúlegustu kaup allra tíma en Cantona lagði grunninn að ótrúlegri sigurgöngu United með Ferguson við stjórnvölin. Hann vann fjóra titla á aðeins fimm árum og var í leikbanni eina tímabilið þar sem titillinn vannst ekki. Einnig vann hann FA-bikarinn tvívegis áður en hann ákvað að kalla þetta gott og leggja skóna á hilluna rétt þrítugur að aldri. "To get a player from Leeds for £1.2m and he gets you to the title..." @GNev2 picks Eric Cantona as Manchester United's best ever Premier League signing pic.twitter.com/LV0cDbdNzr— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 15, 2021
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira