Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 11:52 Kínverjar á netinu. AP/Andy Wong Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. Reglur sem settar voru á árið 2017 gerðu öllum þeim sem vildu tjá sig um stjórnmál og málefni hernaðar, að hafa leyfi frá yfirvöldum til að gera það. Þeim reglum hefur þó lítið verið framfylgt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nú hafa ráðmenn þó lagt á nýjar reglur um að þeir sem vilji tjá sig um heilbrigðismál, efnahagsmál, menntamál og málefni dómstóla einnig að fá leyfi yfirvalda. Mögulegt er að einungis ríkismiðlar og málpípur yfirvalda muni fá leyfi til að tjá sig og þar með komast í gegnum ritskoðun kínverskra yfirvalda. Ma Xiaolin hefur lengi skrifað um málefni Mið-Austurlanda á Weibo, kínverskum samfélagsmiðli, og hafa tvær milljónir manna fylgst með skrifum hans. Nú nýverið sagði hann þó frá því að starfsmenn Weibo hefðu haft samband við sig og beðið hann um að deila ekki lengur skrifum sínum um stjórnmál, efnahagsmál og hernað. Wang Gaofei, forstjóri Weibo, svaraði færslu Ma og sagði að fólk mætti áfram tjá sig um fréttir ríkismiðla Kína. Bloggarar mættu hins vegar ekki segja fréttir sjálfir. Herða reglur vagna faraldursins Breytingarnar eru í takt við áherslur ríkisstjórnar Xi Jinpin, forseta Kína, en faraldur nýju kórónuveirunnar er talinn hafa hraðað reglunum. Fyrstu fréttirnar af faraldrinum kom að miklu leyti frá netverjum sem deildu fréttum og orðrómum sín á milli. Í yfirlýsingu frá netöryggisstofnun Kína, sem AP vitnar í, segir að breytingarnar eigi að stýra almenningsáliti í rétta átt. Stofnunin tilkynnti í upphafi mánaðarins að í febrúar færi fram hreinsun á kínverskum leitarvélum og samfélagsmiðlum, í takt við nýju reglurnar. Einn viðmælandi AP, prófessor við Berkley háskólann sem sérhæfir sig í ritskoðun segir að um stærðarinnar herferð sé að ræða. Hún beinist ekki gegn fólki sem hafi verið að talað gegn yfirvöldum í Kína, heldur almennum netverjum sem hafi jafnvel passað sig á því að tala ekki gegn yfirvöldum. Kína Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Sjá meira
Reglur sem settar voru á árið 2017 gerðu öllum þeim sem vildu tjá sig um stjórnmál og málefni hernaðar, að hafa leyfi frá yfirvöldum til að gera það. Þeim reglum hefur þó lítið verið framfylgt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nú hafa ráðmenn þó lagt á nýjar reglur um að þeir sem vilji tjá sig um heilbrigðismál, efnahagsmál, menntamál og málefni dómstóla einnig að fá leyfi yfirvalda. Mögulegt er að einungis ríkismiðlar og málpípur yfirvalda muni fá leyfi til að tjá sig og þar með komast í gegnum ritskoðun kínverskra yfirvalda. Ma Xiaolin hefur lengi skrifað um málefni Mið-Austurlanda á Weibo, kínverskum samfélagsmiðli, og hafa tvær milljónir manna fylgst með skrifum hans. Nú nýverið sagði hann þó frá því að starfsmenn Weibo hefðu haft samband við sig og beðið hann um að deila ekki lengur skrifum sínum um stjórnmál, efnahagsmál og hernað. Wang Gaofei, forstjóri Weibo, svaraði færslu Ma og sagði að fólk mætti áfram tjá sig um fréttir ríkismiðla Kína. Bloggarar mættu hins vegar ekki segja fréttir sjálfir. Herða reglur vagna faraldursins Breytingarnar eru í takt við áherslur ríkisstjórnar Xi Jinpin, forseta Kína, en faraldur nýju kórónuveirunnar er talinn hafa hraðað reglunum. Fyrstu fréttirnar af faraldrinum kom að miklu leyti frá netverjum sem deildu fréttum og orðrómum sín á milli. Í yfirlýsingu frá netöryggisstofnun Kína, sem AP vitnar í, segir að breytingarnar eigi að stýra almenningsáliti í rétta átt. Stofnunin tilkynnti í upphafi mánaðarins að í febrúar færi fram hreinsun á kínverskum leitarvélum og samfélagsmiðlum, í takt við nýju reglurnar. Einn viðmælandi AP, prófessor við Berkley háskólann sem sérhæfir sig í ritskoðun segir að um stærðarinnar herferð sé að ræða. Hún beinist ekki gegn fólki sem hafi verið að talað gegn yfirvöldum í Kína, heldur almennum netverjum sem hafi jafnvel passað sig á því að tala ekki gegn yfirvöldum.
Kína Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Sjá meira