Setjum félagsmenn VR í 1. sæti Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 18. febrúar 2021 09:01 Stytting vinnuvikunnar er spurning um kjarabætur sem fela í sér aukin lífsgæði launþegum til handa. Sveigjanlegra vinnufyrirkomulag, vinna að heiman og aukin réttindi til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu falla einnig undir þessa mikilvægu baráttu um bætt kjör með auknum lífsgæðum. Opinberir starfsmenn virðast, eina ferðina enn, vera skrefinu á undan almenna vinnumarkaðnum með umtalsverðri styttingu á vinnuvikunni hjá félagsmönnum BSRB. Vel gert og mikilvægur árangur sem ugglaust mun ryðja brautina fyrir annað launafólk í komandi kjarasamningagerð. Samstaða verslunarmanna rofin Það var því uppörvandi að heyra á Bylgjunni (Í bítið, dags. 16.02. sl.) að VR ætli sér loksins í þennan slag að ná fram samningsbundnum réttindum með auknum lífsgæðum. Í síðustu kjarasamningum reyndist áhugi núverandi formanns heldur lítill á þessu viðfangsefni eða kjarasamningagerðinni yfirleitt. Samningsmarkmið hans snerust fyrst og fremst um afnám 40 ára verðtryggðra lána og breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, sem hann telur sem kunnugt er glíma við ósanngjarna ávöxtunarkröfu. Heimildir lífeyrissjóða fyrir „fagfjárfestingar“ í óhagnaðardrifinni starfsemi var því sett ofar kröfunni um bætt kjör allra VR félaga. Þessi framganga formanns VR í síðustu kjarasamningagerð hefur sætt harðri gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar. Einnig hefur legið fyrir að Landssamband verslunarmanna (LÍV) fylgdi VR ekki í þessum málum. Þvert á móti, ákvað forysta landssambandsins, eftir talsverða rekistefnu við formann VR um taktík og áherslur, að halda sínu striki og reyna að semja á þeim nótum sem upphaflega stóð til. Orustan um lífeyrissjóðina Þessi þrákelkni landssambandsins reyndist VR ákveðið gæfuspor þegar WOW Air féll og forsendur kjarasamningagerðar gerbreyttust í einu vetfangi. VR gat þá gert kröfugerð LÍV að sinni og loksins tekið sæti við hlið landssambandsins við samningaborðið. Mikill tími hafði þó farið til spillis í innbyrðis misklíð og var það talin helsta ástæða þess að verslunarmenn náðu ekki að öllu leyti þeim samningum sem vonir stóðu upphaflega til. Fyrir mitt leyti hefði tíma formannsins verið mun betur varið með því að taka strax sæti við samningaborðið í upphafi og semja með LÍV um bætt kjör fyrir allra félagsmenn VR, þar á meðal aukin lífsgæði með styttri vinnuviku, sveigjanlegra starfsfyrirkomulagi og auknum rétti launafólks til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu. Í Ragnari Þóri Ingólfssyni býr augljós stjórnmálaforingi sem vill brjótast út. Stéttarfélagið VR er þó ekki rétti staðurinn til þess. Um það bera síðustu kjaraviðræður glöggt vitni. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Stytting vinnuvikunnar Helga Guðrún Jónasdóttir Formannskjör í VR Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar er spurning um kjarabætur sem fela í sér aukin lífsgæði launþegum til handa. Sveigjanlegra vinnufyrirkomulag, vinna að heiman og aukin réttindi til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu falla einnig undir þessa mikilvægu baráttu um bætt kjör með auknum lífsgæðum. Opinberir starfsmenn virðast, eina ferðina enn, vera skrefinu á undan almenna vinnumarkaðnum með umtalsverðri styttingu á vinnuvikunni hjá félagsmönnum BSRB. Vel gert og mikilvægur árangur sem ugglaust mun ryðja brautina fyrir annað launafólk í komandi kjarasamningagerð. Samstaða verslunarmanna rofin Það var því uppörvandi að heyra á Bylgjunni (Í bítið, dags. 16.02. sl.) að VR ætli sér loksins í þennan slag að ná fram samningsbundnum réttindum með auknum lífsgæðum. Í síðustu kjarasamningum reyndist áhugi núverandi formanns heldur lítill á þessu viðfangsefni eða kjarasamningagerðinni yfirleitt. Samningsmarkmið hans snerust fyrst og fremst um afnám 40 ára verðtryggðra lána og breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, sem hann telur sem kunnugt er glíma við ósanngjarna ávöxtunarkröfu. Heimildir lífeyrissjóða fyrir „fagfjárfestingar“ í óhagnaðardrifinni starfsemi var því sett ofar kröfunni um bætt kjör allra VR félaga. Þessi framganga formanns VR í síðustu kjarasamningagerð hefur sætt harðri gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar. Einnig hefur legið fyrir að Landssamband verslunarmanna (LÍV) fylgdi VR ekki í þessum málum. Þvert á móti, ákvað forysta landssambandsins, eftir talsverða rekistefnu við formann VR um taktík og áherslur, að halda sínu striki og reyna að semja á þeim nótum sem upphaflega stóð til. Orustan um lífeyrissjóðina Þessi þrákelkni landssambandsins reyndist VR ákveðið gæfuspor þegar WOW Air féll og forsendur kjarasamningagerðar gerbreyttust í einu vetfangi. VR gat þá gert kröfugerð LÍV að sinni og loksins tekið sæti við hlið landssambandsins við samningaborðið. Mikill tími hafði þó farið til spillis í innbyrðis misklíð og var það talin helsta ástæða þess að verslunarmenn náðu ekki að öllu leyti þeim samningum sem vonir stóðu upphaflega til. Fyrir mitt leyti hefði tíma formannsins verið mun betur varið með því að taka strax sæti við samningaborðið í upphafi og semja með LÍV um bætt kjör fyrir allra félagsmenn VR, þar á meðal aukin lífsgæði með styttri vinnuviku, sveigjanlegra starfsfyrirkomulagi og auknum rétti launafólks til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu. Í Ragnari Þóri Ingólfssyni býr augljós stjórnmálaforingi sem vill brjótast út. Stéttarfélagið VR er þó ekki rétti staðurinn til þess. Um það bera síðustu kjaraviðræður glöggt vitni. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun