Fékk aðsvif á leiðinni inn í klefa: „Byrjaði að titra og náði ekki andanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. febrúar 2021 20:16 Geir Guðmundsson í leik gegn FH fyrr á leiktíðinni. vísir/vilhelm Geir Guðmundsson, stórskytta Hauka í Olís deild karla, fékk aðsvif á leiðinni inn í klefa í hálfleik er Haukar spiluðu gegn ÍR í Olís deild karla á dögunum. Geir ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins. Geir fékk þungt högg á höfuðið í fyrri hálfleiknum er Haukarnir heimsóttu botnlið ÍR og þurfti af velli. Síðar um kvöldið kom í ljós að Akureyringurinn hefði fengið heilahristing en hann lýsti atburðarásinni í kvöld. „Þetta var frekar þungt högg. Maður hefur fengið höfuðhögg áður en maður fann strax mikinn rykk. Svo datt maður bara niður og ég fann það strax að það yrði erfitt að standa upp,“ sagði Geir Guðmundsson. „Ég fann brot af tönninni í munninum á mér og sagði það strax. Þetta var frekar vont. Ég fann strax fyrir orkuleysi og það var erfitt fyrir mig að horfa á leikinn. Það var erfitt að díla við hávaðann svo ég horfði bara niður á jörðina með lokuð augun.“ Vinstri handar skyttan ætlaði að rölta hægt og rólega með Elíasi, sjúkraþjálfara Hauka, inn í búningsklefa Hafnarfjarðarliðsins í hálfleik en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Það er ekki fyrr en í hálfleik, tuttugu mínútum eftir höggið, að ég ætla að fara labba inn í klefa og Elli sjúkraþjálfari styður við mig. Þegar ég er hálfnaður af þessari 60 metra leið þá finn ég að ég er alveg búinn á því og tek smá pásu til að ná andanum.“ „Þá byrjaði ég að titra, næ engri öndun í gegn og fæ aðsvif. Sem betur fer var Elli þarna svo ég datt ekki aftur og hann hjálpar mér niður í fósturstellingu þangað til ég næ andanum. Þá var hringt á sjúkrabíl.“ Hann segir að honum hafi þó ekki litist á blikuna. „Mér leist ekkert á þetta. Ég hafði enga stjórn. Ég náði ekki andanum og fann að ég var dofinn í puttunum. Öll orka var búin og þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ en hann bætir við að hann sé á batavegi. „Ég finn strax mun á mér frá því í gær. Ég tel það gott merki og nú eru það bara einkennin sem ráða för. Þegar ég get reynt á mig án þess að vera með einkenni þá er ég klár.“ Klippa: Sportpakkinn - Geir Guðmundsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Geir fékk þungt högg á höfuðið í fyrri hálfleiknum er Haukarnir heimsóttu botnlið ÍR og þurfti af velli. Síðar um kvöldið kom í ljós að Akureyringurinn hefði fengið heilahristing en hann lýsti atburðarásinni í kvöld. „Þetta var frekar þungt högg. Maður hefur fengið höfuðhögg áður en maður fann strax mikinn rykk. Svo datt maður bara niður og ég fann það strax að það yrði erfitt að standa upp,“ sagði Geir Guðmundsson. „Ég fann brot af tönninni í munninum á mér og sagði það strax. Þetta var frekar vont. Ég fann strax fyrir orkuleysi og það var erfitt fyrir mig að horfa á leikinn. Það var erfitt að díla við hávaðann svo ég horfði bara niður á jörðina með lokuð augun.“ Vinstri handar skyttan ætlaði að rölta hægt og rólega með Elíasi, sjúkraþjálfara Hauka, inn í búningsklefa Hafnarfjarðarliðsins í hálfleik en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Það er ekki fyrr en í hálfleik, tuttugu mínútum eftir höggið, að ég ætla að fara labba inn í klefa og Elli sjúkraþjálfari styður við mig. Þegar ég er hálfnaður af þessari 60 metra leið þá finn ég að ég er alveg búinn á því og tek smá pásu til að ná andanum.“ „Þá byrjaði ég að titra, næ engri öndun í gegn og fæ aðsvif. Sem betur fer var Elli þarna svo ég datt ekki aftur og hann hjálpar mér niður í fósturstellingu þangað til ég næ andanum. Þá var hringt á sjúkrabíl.“ Hann segir að honum hafi þó ekki litist á blikuna. „Mér leist ekkert á þetta. Ég hafði enga stjórn. Ég náði ekki andanum og fann að ég var dofinn í puttunum. Öll orka var búin og þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ en hann bætir við að hann sé á batavegi. „Ég finn strax mun á mér frá því í gær. Ég tel það gott merki og nú eru það bara einkennin sem ráða för. Þegar ég get reynt á mig án þess að vera með einkenni þá er ég klár.“ Klippa: Sportpakkinn - Geir Guðmundsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30
Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29