Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í maí og hefur verið yfir markmiði síðan. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4,5 prósent.
Fram kemur í tölum Hagstofu Íslands að vetrarútsölur séu víða gengnar til baka og hefur það haft áhrif á vísitölu neysluverðs. Hækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 3,2 prósent milli janúar og febrúar (áhrif á vísitöluna 0,17 prósent) og verð á fötum og skóm um 4,4 prósent (0,15 prósent). Viðhald og viðgerðir á húsnæði hækkuðu um 2,2 prósent (0,11 prósent).