Heiðar, sem er 43 ára, á að baki langan atvinnumannsferil og 55 A-landsleiki. Hann lék lengst af í Englandi og raðaði inn mörkum fyrir Watford, QPR og fleiri lið.
Heiðar hefur ekki komið að þjálfun áður en hann mun verða Davíð Smára Lamude til fulltingis í þjálfarateymi Kórdrengja.
Fyrsti leikur Kórdrengja með Heiðar á hliðarlínunni verður væntanlega í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, þegar liðið sækir Víking R. heim í Lengjubikarnum.
Davíð Smári og Andri Steinn Birgisson hafa stýrt Kórdrengjum síðustu tvö ár, upp um tvær deildir, en í samtali við Vísi sagði Davíð að Andri Steinn væri ekki lengur starfandi hjá félaginu. Heiðar kemur því inn í hans stað.
Kórdrengir bjóða Heiðar Helguson velkominn í þjálfarateymið. Heiðar þarf vart að kynna fyrir fótboltaáhugamönnum en hann...
Posted by Kórdrengir on Fimmtudagur, 25. febrúar 2021
Kórdrengir leika sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni 7. maí þegar þeir sækja Aftureldingu heim. Þeir hafa samið við Leikni R. um að spila heimaleiki sína á gervigrasvelli Leiknismanna í sumar, eftir að hafa verið í Safamýri síðustu ár, og mæta Selfossi í fyrsta heimaleiknum 14. maí.