„Við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2021 11:31 Baldvin Z er einn færasti leikstjóri landsins. Baldvin Z hefur gert Óróa, Vonarstræti, Lof mér að falla, Rétt 3 og margt fleira en Sindri Sindrason hitti Baldvin í Íslandi í dag á dögunum og fór yfir feril hans. Baldvins er að fara af stað í framleiðsluferli á þáttunum Svörtu sanda sem verða á Stöð 2. „Þetta er krimmasería þar sem lík finnst á sekúndu þrettán. Það fyndna og skemmtilega við þetta er að ég er enginn aðdáandi af þannig seríum,“ segir Baldvin. „Núna er ég að fara gera krimmaseríu eins og ég myndi vilja horfa á. Ég ber því ábyrgð á þessu og ef þetta klikkar þá er það smekkurinn minn sem er svona lélegur.“ Hann segir að þættirnir séu um líf þriggja persóna í lítilli fjölskyldu og það sem gerist í kringum þær eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar finnst látinn. Hann segir að þættirnir séu einhvers konar blanda af Twin Peaks og Seven. Varð að vera sönn Baldvin hefur verið ótrúlega farsæll leikstjóri undanfarin ár hér á landi. „Þetta byrjaði þegar ég flyt aftur til Íslands frá Danmörku árið 2008. Ég slysast inn í þetta Óróa verkefni sem er mín fyrsta bíómynd. Mér leist ekkert á það að gera unglingamynd en ef við ætluðum að gera unglingamynd þá yrði hún að vera sönn.“ Því næst var komið að risamyndinni Vonarstræti. „Þá fóru lukkuhjólin að snúast mér í vil og þetta var rosalega mikið hark fram að því. Inn á milli framleiði ég seríur sjálfur sem hétu Hæ Gosi og við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum. En eftir Vonarstræti fékk ég loksins fyrsta símtalið þar sem ég var beðinn um að koma og leikstýra mynd,“ segir Baldvin. Eftir að hann gerði síðan kvikmyndina Lof mér að falla ákvað hann, ásamt fleirum, að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem heitir Glassriver. Fyrirtækið framleiddi fimm þáttaraðir á síðasta ári. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Baldvins er að fara af stað í framleiðsluferli á þáttunum Svörtu sanda sem verða á Stöð 2. „Þetta er krimmasería þar sem lík finnst á sekúndu þrettán. Það fyndna og skemmtilega við þetta er að ég er enginn aðdáandi af þannig seríum,“ segir Baldvin. „Núna er ég að fara gera krimmaseríu eins og ég myndi vilja horfa á. Ég ber því ábyrgð á þessu og ef þetta klikkar þá er það smekkurinn minn sem er svona lélegur.“ Hann segir að þættirnir séu um líf þriggja persóna í lítilli fjölskyldu og það sem gerist í kringum þær eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar finnst látinn. Hann segir að þættirnir séu einhvers konar blanda af Twin Peaks og Seven. Varð að vera sönn Baldvin hefur verið ótrúlega farsæll leikstjóri undanfarin ár hér á landi. „Þetta byrjaði þegar ég flyt aftur til Íslands frá Danmörku árið 2008. Ég slysast inn í þetta Óróa verkefni sem er mín fyrsta bíómynd. Mér leist ekkert á það að gera unglingamynd en ef við ætluðum að gera unglingamynd þá yrði hún að vera sönn.“ Því næst var komið að risamyndinni Vonarstræti. „Þá fóru lukkuhjólin að snúast mér í vil og þetta var rosalega mikið hark fram að því. Inn á milli framleiði ég seríur sjálfur sem hétu Hæ Gosi og við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum. En eftir Vonarstræti fékk ég loksins fyrsta símtalið þar sem ég var beðinn um að koma og leikstýra mynd,“ segir Baldvin. Eftir að hann gerði síðan kvikmyndina Lof mér að falla ákvað hann, ásamt fleirum, að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem heitir Glassriver. Fyrirtækið framleiddi fimm þáttaraðir á síðasta ári. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira