Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. mars 2021 07:00 Viðurkenningarhafar Bestu íslensku vörumerkjanna 2020: Alfreð, Halldór Friðrik Þorsteinsson. Meniga, Viggó Ásgeirsson. Omnom, Óskar Þórðarson. 66°Norður, Helgi Rúnar Óskarsson. Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. Atvinnulífið á Vísi fjallaði um viðurkenningarhátíðina á dögunum og var streymt frá hátíðinni sjálfri á Vísi. Þau fyrirtæki sem hlutu viðurkenninguna Bestu íslensku vörumerkin 2020 voru: 66°Norður í flokknum Einstaklingsmarkaður, fleiri en 50 starfsmenn Omnom í flokknum Einstaklingsmarkaður, færri en 50 starfsmenn Meniga í flokknum Fyrirtækjamarkaður, fleiri en 50 starfsmenn Alfreð í flokknum Fyrirtækjamarkaður, færri en 50 starfsmenn Hátíðin var haldin í forsvari brandr en í samstarfi við fjölmarga í atvinnulífinu og úr fræðimannasamfélaginu. Í lok hátíðarinnar ræddi Friðrik Larsen, framkvæmdastjóri brandr og dósent við HÍ, við viðurkenningarhafa. Friðrik spurði viðurkenningarhafa meðal annars um það, hvers vegna vörumerkin þeirra ættu skilið viðurkenningu sem þessa? Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Alfreð, sagði vörumerkið þeirra vel að viðurkenningunni komið enda væri Alfreð ungt fyrirtæki, stofnað árið 2013 og nánast arðbært frá fyrsta ári. Þá benti Halldór á að hugmyndin að ráðningaappinu Alfreð væri alíslenskt hugvit sem ætti sér enga erlenda fyrirmynd. Viggó Ásgeirsson framkvæmdastjóri Viðskipta hjá Meniga sagði starfsfólkið fyrst og fremst eiga viðurkenninguna skilið. Hann sagði flott teymi hjá Meniga vinna að því alla daga að skapa vörumerkinu sess á alþjóða markaði. Þó ávallt þannig að Ísland nyti góðs af því líka. Þannig væri Ísland í raun tilrauna-markaður fyrir Meniga og því gaman að fá svona viðurkenningu. Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Omnom, sagði að frá upphafi hafi fyrirtækið lagt áherslu á að vörumerkið skapi viðskiptavinum tilfinningu um „upplifun.“ Óskar viðurkenndi að við stofnun Omnom hafi þekkingin á því hvernig best væri að hanna eða standa að góðu vörumerki ekki verið til staðar innan teymisins. Stofnendur hefðu þó alltaf haft sterka sannfæringu fyrir því að vörumerkið myndi skipta miklu máli fyrir það hvernig reksturinn myndi ganga. Því hefði verið lögð mikil vinna í hönnun vörumerkisins, strax í upphafi. Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66°Norður sagði það að byggja upp vörumerki væri mikið langhlaup. Fyrirtækið ætti aðeins fimm ár í að fagna 100 ára afmæli sínu og því mætti segja að með viðurkenningunni væri þrautseigja og mikil vinna síðustu áratugina að skila sér. Af því tilefni sagðist Helgi vilja þakka samstilltum hópi fólks sem hefði lagt sitt á vogarskálarnar, alltaf lagt áherslu á vörumerkið og verið góðir talsmenn þess. Rafræn hátíð á tímum Covid. Skjáskot, efri röð fv.: Friðrik Larsen hjá brandr, Viggó Ásgeirsson hjá Meniga og Helgi Rúnar Óskarsson hjá 66°Norður. Neðri röð fv. Óskar Þórðarson hjá Omnom og Halldór Friðrik Þorsteinsson hjá Alfreð. Með Halldóri er Gunnar Bjarki Björnsson vörumerkjastjóri hjá Alfreð. Ekki nóg að mæta fínn í partí Eins og áður hefur komið fram, voru veittar viðurkenningar fyrir vörumerki sem starfa annars vegar á einstaklingsmarkaði en hins vegar á fyrirtækjamarkaði. Viðurkenningarhafar játuðu að mikill munur væri á þessum markhópum. Þó mætti ekki mistúlka fyrirtækjamarkaðinn þannig að hann gengi aðeins út á að hringja í viðskiptavini, án þess að huga að vörumerkinu eða markaðsmálum. Halldór Friðrik sagði sem dæmi mjög ólíkt með hvaða hætti áherslur þyrftu að vera, þegar verið væri að koma réttum skilaboðum áleiðis til ólíkra fyrirtækja. Viðskiptavinir á fyrirtækjamarkaði gætu verið mjög ólík í stærðum og því skipti máli að vörumerki höfði til sem flestra. Þá sagði Viggó hjá Meniga traust skipta gífurlega miklu máli. Í þeirra tilfelli væri varan í raun ókeypis fyrir almenning en þess eðlis að hún þyrfti stanslaust að vera að sanna sig og ávinna sér traust. Óskar sagði það hafa tekið Omnom um sex ár að fara að uppskera erfiðið sem fólst í því að kynna nýja vöru á markað. Nú séu neytendur hins vegar farnir að treysta vörumerkinu og hjá þeim sé áherslan sú að verja frekar tíma og peningum í vörumerkið frekar en auglýsingaherferðir. „Þetta snýst í lok dagsins alltaf um vörumerkin“ sagði Helgi Rúnar og benti á hvernig öll starfsemin á endanum þarf að smella saman þannig að hún eigi við um vörumerkið. Sem samlíkingu benti Helgi á að það væri ekki nóg fyrir einstakling að klæða sig í fín föt og mæta í partí, en hegða sér síðan þar eins og vitleysingur. Það sama á við um vörumerkin, það þarf allt að passa saman í eina heilsteypta mynd. Á skjáskoti má sjá þegar Helgi Rúnar tekur á móti verðlaunagripnum fyrir hönd 66°Norður og Bjarney Harðardóttir eiginkona Helga og meðeigandi fylgist ánægð með. Kynnir hátíðarinnar, Þorsteinn Bachman, fylgdist með úr setti. Góðu ráðin Loks spurði Friðrik viðurkenningarhafa, hvaða ráð þeir myndu veita fyrirtækjum sem eru að vanrækja vörumerkin sín. Við heyrum hvaða góðu ráð viðurkenningarhafar vörumerkjanna 2020 hafa að segja. Óskar, Omnom: „Það er verðmætara að eiga gott vörumerki en góðar vélar.““ Halldór Friðrik, Alfreð: „Vörumerki er heildin, vörumerkið er allt fyrirtækið. Ef þú ert farinn að vanrækja það þá ertu farin að grafa undan þér.“ Viggó, Meniga: „Það er eins og að vanrækja ungmennastarfið í íþróttum, þú verður að byggja undir til að ná árangri til framtíðar. Við ættum ekki landslið í íþróttum eða landslið í tónlist heldur ef við hefðum ekki lagt áherslu á ungmennastarfið.“ Helgi, 66 Norður: „Þetta snýst fyrst og fremst um að byggja upp samband við viðskiptavini og ef þú ert með sterkt vörumerki myndast einstakt samband sem erfitt er að rifta og fyrir samkeppnina að komast í á milli. Ef vel tekst til er þetta samband þétt og náið, það myndast traust á milli viðskiptavina og fyrirtækis þannig að það vari til langs tíma.“ Stjórnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Atvinnulífið á Vísi fjallaði um viðurkenningarhátíðina á dögunum og var streymt frá hátíðinni sjálfri á Vísi. Þau fyrirtæki sem hlutu viðurkenninguna Bestu íslensku vörumerkin 2020 voru: 66°Norður í flokknum Einstaklingsmarkaður, fleiri en 50 starfsmenn Omnom í flokknum Einstaklingsmarkaður, færri en 50 starfsmenn Meniga í flokknum Fyrirtækjamarkaður, fleiri en 50 starfsmenn Alfreð í flokknum Fyrirtækjamarkaður, færri en 50 starfsmenn Hátíðin var haldin í forsvari brandr en í samstarfi við fjölmarga í atvinnulífinu og úr fræðimannasamfélaginu. Í lok hátíðarinnar ræddi Friðrik Larsen, framkvæmdastjóri brandr og dósent við HÍ, við viðurkenningarhafa. Friðrik spurði viðurkenningarhafa meðal annars um það, hvers vegna vörumerkin þeirra ættu skilið viðurkenningu sem þessa? Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Alfreð, sagði vörumerkið þeirra vel að viðurkenningunni komið enda væri Alfreð ungt fyrirtæki, stofnað árið 2013 og nánast arðbært frá fyrsta ári. Þá benti Halldór á að hugmyndin að ráðningaappinu Alfreð væri alíslenskt hugvit sem ætti sér enga erlenda fyrirmynd. Viggó Ásgeirsson framkvæmdastjóri Viðskipta hjá Meniga sagði starfsfólkið fyrst og fremst eiga viðurkenninguna skilið. Hann sagði flott teymi hjá Meniga vinna að því alla daga að skapa vörumerkinu sess á alþjóða markaði. Þó ávallt þannig að Ísland nyti góðs af því líka. Þannig væri Ísland í raun tilrauna-markaður fyrir Meniga og því gaman að fá svona viðurkenningu. Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Omnom, sagði að frá upphafi hafi fyrirtækið lagt áherslu á að vörumerkið skapi viðskiptavinum tilfinningu um „upplifun.“ Óskar viðurkenndi að við stofnun Omnom hafi þekkingin á því hvernig best væri að hanna eða standa að góðu vörumerki ekki verið til staðar innan teymisins. Stofnendur hefðu þó alltaf haft sterka sannfæringu fyrir því að vörumerkið myndi skipta miklu máli fyrir það hvernig reksturinn myndi ganga. Því hefði verið lögð mikil vinna í hönnun vörumerkisins, strax í upphafi. Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66°Norður sagði það að byggja upp vörumerki væri mikið langhlaup. Fyrirtækið ætti aðeins fimm ár í að fagna 100 ára afmæli sínu og því mætti segja að með viðurkenningunni væri þrautseigja og mikil vinna síðustu áratugina að skila sér. Af því tilefni sagðist Helgi vilja þakka samstilltum hópi fólks sem hefði lagt sitt á vogarskálarnar, alltaf lagt áherslu á vörumerkið og verið góðir talsmenn þess. Rafræn hátíð á tímum Covid. Skjáskot, efri röð fv.: Friðrik Larsen hjá brandr, Viggó Ásgeirsson hjá Meniga og Helgi Rúnar Óskarsson hjá 66°Norður. Neðri röð fv. Óskar Þórðarson hjá Omnom og Halldór Friðrik Þorsteinsson hjá Alfreð. Með Halldóri er Gunnar Bjarki Björnsson vörumerkjastjóri hjá Alfreð. Ekki nóg að mæta fínn í partí Eins og áður hefur komið fram, voru veittar viðurkenningar fyrir vörumerki sem starfa annars vegar á einstaklingsmarkaði en hins vegar á fyrirtækjamarkaði. Viðurkenningarhafar játuðu að mikill munur væri á þessum markhópum. Þó mætti ekki mistúlka fyrirtækjamarkaðinn þannig að hann gengi aðeins út á að hringja í viðskiptavini, án þess að huga að vörumerkinu eða markaðsmálum. Halldór Friðrik sagði sem dæmi mjög ólíkt með hvaða hætti áherslur þyrftu að vera, þegar verið væri að koma réttum skilaboðum áleiðis til ólíkra fyrirtækja. Viðskiptavinir á fyrirtækjamarkaði gætu verið mjög ólík í stærðum og því skipti máli að vörumerki höfði til sem flestra. Þá sagði Viggó hjá Meniga traust skipta gífurlega miklu máli. Í þeirra tilfelli væri varan í raun ókeypis fyrir almenning en þess eðlis að hún þyrfti stanslaust að vera að sanna sig og ávinna sér traust. Óskar sagði það hafa tekið Omnom um sex ár að fara að uppskera erfiðið sem fólst í því að kynna nýja vöru á markað. Nú séu neytendur hins vegar farnir að treysta vörumerkinu og hjá þeim sé áherslan sú að verja frekar tíma og peningum í vörumerkið frekar en auglýsingaherferðir. „Þetta snýst í lok dagsins alltaf um vörumerkin“ sagði Helgi Rúnar og benti á hvernig öll starfsemin á endanum þarf að smella saman þannig að hún eigi við um vörumerkið. Sem samlíkingu benti Helgi á að það væri ekki nóg fyrir einstakling að klæða sig í fín föt og mæta í partí, en hegða sér síðan þar eins og vitleysingur. Það sama á við um vörumerkin, það þarf allt að passa saman í eina heilsteypta mynd. Á skjáskoti má sjá þegar Helgi Rúnar tekur á móti verðlaunagripnum fyrir hönd 66°Norður og Bjarney Harðardóttir eiginkona Helga og meðeigandi fylgist ánægð með. Kynnir hátíðarinnar, Þorsteinn Bachman, fylgdist með úr setti. Góðu ráðin Loks spurði Friðrik viðurkenningarhafa, hvaða ráð þeir myndu veita fyrirtækjum sem eru að vanrækja vörumerkin sín. Við heyrum hvaða góðu ráð viðurkenningarhafar vörumerkjanna 2020 hafa að segja. Óskar, Omnom: „Það er verðmætara að eiga gott vörumerki en góðar vélar.““ Halldór Friðrik, Alfreð: „Vörumerki er heildin, vörumerkið er allt fyrirtækið. Ef þú ert farinn að vanrækja það þá ertu farin að grafa undan þér.“ Viggó, Meniga: „Það er eins og að vanrækja ungmennastarfið í íþróttum, þú verður að byggja undir til að ná árangri til framtíðar. Við ættum ekki landslið í íþróttum eða landslið í tónlist heldur ef við hefðum ekki lagt áherslu á ungmennastarfið.“ Helgi, 66 Norður: „Þetta snýst fyrst og fremst um að byggja upp samband við viðskiptavini og ef þú ert með sterkt vörumerki myndast einstakt samband sem erfitt er að rifta og fyrir samkeppnina að komast í á milli. Ef vel tekst til er þetta samband þétt og náið, það myndast traust á milli viðskiptavina og fyrirtækis þannig að það vari til langs tíma.“
Stjórnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31