Jafnræði var með liðunum fyrstu fimmtán mínúturnar en eftir það skildu leiðir. Munurinn var fimmm mörk í hálfleik, 13-8.
Haukarnir héldu vel á spilunum í síðari hálfleik. Mest náðu þeir sjö marka forystu en varnarleikurinn var ansi þéttur.
Björgvin Páll Gústavsson var svo í frábærum gír fyrir aftan sterka Hauka vörnina en Björgvin Páll endaði með 50% markvörslu.
Lokatölur urðu 26-19 sigur Hauka en Brynjólfur Snær Brynjólfsson gerði sjö mörk fyrir Hauka. Heimir Óli Heimisson, Orri Freyr Þorkelsson og Ólafur Ægir Ólafsson gerðu fjögur.
Dagur Arnarsson fagnaði nýjum samningi með átta mörkum og var markahæstur hjá ÍBV. Hákon Daði Styrmisson gerði fjögur og Theodór Sigurbjörnson þrjú.
Haukarnir eru á toppi deildarinnar með 21 stig en FH er í öðru sætinu með átján. ÍBV er með þrettán stig í áttunda sæti.