Kaldar kveðjur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 9. mars 2021 19:00 Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, helsti stuðningsmaður mótframboðsins til formanns VR, skrifar afar rætna grein um mig persónulega, sem ég kippi mér ekki upp við, en það eru atriði í greininni sem ekki er hægt að láta eftir ósvarað. Greininni er dreift af mótframboðinu, væntanlega sem stefnu og skoðun. Mér er sjaldan misboðið þegar gæslufólk séhagsmuna skrifa gegn launafólki, tek því meira sem hvatningu í að gera betur. En þegar einhver úr okkar eigin röðum skrifar með þessum hætti þá staldrar maður við og er verulega hugsi. Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar í grein sem hún kallar „Áhugalítill formaður VR“ „Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga.“ Mótframboðið vill meina að þúsundir félagsmanna okkar, og annara stéttarfélaga, séu að gera sér upp veikindi. Vegna þess að þau sáu auglýsingu frá VR. Að þúsundir kvenna, margar hverjar einstæðar mæður, hafi ekki örmagnast vegna langvarandi álags heldur hafi fengið hugmynd í gegnum auglýsingaherferð VR um hvernig svindla megi á sjúkrasjóðum stéttarfélaganna eða ná út úr þeim peningum. Ég á bara ekki til eitt einasta aukatekið orð. Kulnun og streita eru ekki einhver hugtök heldur mjög alvarlegt ástand sem rekja má til margra samliggjandi þátta. Kvíði og langvarandi áhyggjur og álag brjóta niður fólk og fjölskyldur. Einkennin geta verið mjög alvarleg og afleiðingarnar skelfilegar og langvarandi. Það þekkja allir sem þekkja til eða hafa lent í sjálfir. Það var ekki að ástæðulausu að við fórum í herferðina á sínum tíma. Vegna þess að ásókn í sjúkrasjóði okkar og fleiri stéttarfélaga var orðin ósjálfbær og hafa flest öll félög þurftu að skerða réttindin. Staðan var orðin ósjálfbær áður en við fórum af stað með herferðina. Hvaða heilvita manni dytti í hug að fara í slíka herferð ef vandinn væri ekki til staðar? Við í VR og ég sem stjórnarmaður í VIRK starfsendurhæfingu þrýstum einnig á forvarnarátak og víðtækar rannsóknir á því hvað veldur, að í okkar ríka og gjöfula samfélagi er fólk sem er hreinlega að gefast upp í stórum stíl. Við höfum kallað til hæfasta fólkið á því sviði og allir sammála um að mikill vandi er til staðar og mikilvægi þess að vinna saman að lausnum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna gegn þessari þróun og hjálpa þeim sem lenda á vegg. Hjálpa fólki við að þekkja einkennin og grípa inn áður en illa fer. Aldrei hefur nokkrum dottið það til hugar að fólk sé að gera sér upp veikindin. Það vita sérfræðingar okkar sem taka á móti fárveiku fólki og hjálpar því að styrkja sig og komast aftur út á vinnumarkaðinn. Dapurlegast af öllu er að Ingibjörg Ósk veit þetta en kýs að fara þessa ógeðfelldu leið til að opinbera persónulega óvild í minn garð. Þá tekur steininn úr þegar hún gagnrýnir baráttu okkar fyrir frekari aðgerðum stjórnvalda um að bregðast við tekjufalli þúsunda félagsmanna okkar, og tugþúsunda annara, sem eru atvinnulausir og ná ekki endum saman. Félagsmenn okkar sem þurfa að velja á milli þess að kaupa mat eða borga reikninga. Þurfa að neita sér og börnum sínum um eðlilega þáttöku í samfélaginu vegna fjárhagsstöðu. Ingibjörg kallar þetta „dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara“ Ingibjörg Ósk hefur um áraraðir unnið innan verkalýðshreyfingarinnar. Unnið af miklum heilindum og til gagns fyrir félagsmenn okkar og samfélagið allt. Ingibjörg Ósk er með duglegri konum sem ég hef kynnst og starfað með innan VR og hreyfingarinnar. Hún er hinsvegar mjög ósátt við þær breytingar sem orðið hafa innan okkar raða og ASÍ. Hún kýs að taka það út á mér persónulega. Ég trúi því að það sé ástæðan fyrir skrifum hennar og að persónuleg óvild í minn garð hafi farið út fyrir allt velsæmi í þessu tilfelli. Þetta er allavega ekki sú Ingibjörg sem ég þekki og starfaði með um árabil innan hreyfingarinnar. Hvort þessi skrif Ingibjargar endurspegli viðhorf mótframboðsins get ég ekki svarað til um, en kaldari verða kveðjurnar ekki í garð þeirra sem hafa örmagnast eða misst vinnu. Ég vil nota tækifærið og biðja fólk um að gæta orða sinna í athugasemdum. Við Ingibjörg Ósk höfum verið ósammála um margt, eins og leiðir að markmiðum. Við höfum líka verið sammála og ég veit að hún brennur fyrir verkalýðsmálum og hefur alltaf gert. Ég ætla því ekki að dæma hana út frá þessari einu grein, eða skoðun hennar á mér eða mínun verkum, heldur störfum hennar fyrir VR síðastliðin 10 ár. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Formannskjör í VR Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, helsti stuðningsmaður mótframboðsins til formanns VR, skrifar afar rætna grein um mig persónulega, sem ég kippi mér ekki upp við, en það eru atriði í greininni sem ekki er hægt að láta eftir ósvarað. Greininni er dreift af mótframboðinu, væntanlega sem stefnu og skoðun. Mér er sjaldan misboðið þegar gæslufólk séhagsmuna skrifa gegn launafólki, tek því meira sem hvatningu í að gera betur. En þegar einhver úr okkar eigin röðum skrifar með þessum hætti þá staldrar maður við og er verulega hugsi. Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar í grein sem hún kallar „Áhugalítill formaður VR“ „Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga.“ Mótframboðið vill meina að þúsundir félagsmanna okkar, og annara stéttarfélaga, séu að gera sér upp veikindi. Vegna þess að þau sáu auglýsingu frá VR. Að þúsundir kvenna, margar hverjar einstæðar mæður, hafi ekki örmagnast vegna langvarandi álags heldur hafi fengið hugmynd í gegnum auglýsingaherferð VR um hvernig svindla megi á sjúkrasjóðum stéttarfélaganna eða ná út úr þeim peningum. Ég á bara ekki til eitt einasta aukatekið orð. Kulnun og streita eru ekki einhver hugtök heldur mjög alvarlegt ástand sem rekja má til margra samliggjandi þátta. Kvíði og langvarandi áhyggjur og álag brjóta niður fólk og fjölskyldur. Einkennin geta verið mjög alvarleg og afleiðingarnar skelfilegar og langvarandi. Það þekkja allir sem þekkja til eða hafa lent í sjálfir. Það var ekki að ástæðulausu að við fórum í herferðina á sínum tíma. Vegna þess að ásókn í sjúkrasjóði okkar og fleiri stéttarfélaga var orðin ósjálfbær og hafa flest öll félög þurftu að skerða réttindin. Staðan var orðin ósjálfbær áður en við fórum af stað með herferðina. Hvaða heilvita manni dytti í hug að fara í slíka herferð ef vandinn væri ekki til staðar? Við í VR og ég sem stjórnarmaður í VIRK starfsendurhæfingu þrýstum einnig á forvarnarátak og víðtækar rannsóknir á því hvað veldur, að í okkar ríka og gjöfula samfélagi er fólk sem er hreinlega að gefast upp í stórum stíl. Við höfum kallað til hæfasta fólkið á því sviði og allir sammála um að mikill vandi er til staðar og mikilvægi þess að vinna saman að lausnum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna gegn þessari þróun og hjálpa þeim sem lenda á vegg. Hjálpa fólki við að þekkja einkennin og grípa inn áður en illa fer. Aldrei hefur nokkrum dottið það til hugar að fólk sé að gera sér upp veikindin. Það vita sérfræðingar okkar sem taka á móti fárveiku fólki og hjálpar því að styrkja sig og komast aftur út á vinnumarkaðinn. Dapurlegast af öllu er að Ingibjörg Ósk veit þetta en kýs að fara þessa ógeðfelldu leið til að opinbera persónulega óvild í minn garð. Þá tekur steininn úr þegar hún gagnrýnir baráttu okkar fyrir frekari aðgerðum stjórnvalda um að bregðast við tekjufalli þúsunda félagsmanna okkar, og tugþúsunda annara, sem eru atvinnulausir og ná ekki endum saman. Félagsmenn okkar sem þurfa að velja á milli þess að kaupa mat eða borga reikninga. Þurfa að neita sér og börnum sínum um eðlilega þáttöku í samfélaginu vegna fjárhagsstöðu. Ingibjörg kallar þetta „dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara“ Ingibjörg Ósk hefur um áraraðir unnið innan verkalýðshreyfingarinnar. Unnið af miklum heilindum og til gagns fyrir félagsmenn okkar og samfélagið allt. Ingibjörg Ósk er með duglegri konum sem ég hef kynnst og starfað með innan VR og hreyfingarinnar. Hún er hinsvegar mjög ósátt við þær breytingar sem orðið hafa innan okkar raða og ASÍ. Hún kýs að taka það út á mér persónulega. Ég trúi því að það sé ástæðan fyrir skrifum hennar og að persónuleg óvild í minn garð hafi farið út fyrir allt velsæmi í þessu tilfelli. Þetta er allavega ekki sú Ingibjörg sem ég þekki og starfaði með um árabil innan hreyfingarinnar. Hvort þessi skrif Ingibjargar endurspegli viðhorf mótframboðsins get ég ekki svarað til um, en kaldari verða kveðjurnar ekki í garð þeirra sem hafa örmagnast eða misst vinnu. Ég vil nota tækifærið og biðja fólk um að gæta orða sinna í athugasemdum. Við Ingibjörg Ósk höfum verið ósammála um margt, eins og leiðir að markmiðum. Við höfum líka verið sammála og ég veit að hún brennur fyrir verkalýðsmálum og hefur alltaf gert. Ég ætla því ekki að dæma hana út frá þessari einu grein, eða skoðun hennar á mér eða mínun verkum, heldur störfum hennar fyrir VR síðastliðin 10 ár. Höfundur er formaður VR.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun