Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 19:03 Morgan og Meghan voru eitt sinn vinir en sjónvarpsmaðurinn hefur sakað hertogaynjuna um að hafa lokað á sig eftir að hún fann draumaprinsinn. epa Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. Ríflega 41 þúsund kvartanir bárust eftirlitsaðilanum Ofcom vegna uppákomunnar og er rannsókn á málinu hafin. Í viðtalinu greindi Meghan frá andlegum erfiðleikum á meðgöngu, vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunnar og afar takmarkaðs stuðnings frá konungsfjölskyldunni. Sagði hún að sér hefði verið neitað um aðstoð og hvött til að yfirgefa ekki heimili sitt um langt skeið. „Ég vildi bara ekki lifa lengur. Það var skýr, raunveruleg, ógnvekjandi og stöðug hugsun,“ sagði hún. Morgan, sem hefur gagnrýnt hertogaynjuna harðlega í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að gefa vinskap þeirra upp á bátinn, sagðist ekki trúa einu orði af því sem hún sagði. „Ég myndi ekki trúa henni þó hún væri að segja mér veðurfréttirnar,“ sagði hann. Í þættinum í morgun ítrekaði hann að hann ætti erfitt með að trúa því sem Meghan hafði fram að færa í viðtalinu við Winfrey en sagði einnig að andlegir erfiðleikar og sjálfsvíg væru eitthvað sem bæri að taka alvarlega. Seinna í þættinum gekk hann hins vegar af sviðinu eftir að veðurfræðingur þáttarins skammaði sjónvarpsmanninn fyrir framgöngu hans gagnvart Meghan. „Hún má loka á þig ef hún vill. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún lokaði á þig? Ég held ekki en samt heldur þú áfram að hrauna yfir hana,“ sagði Alex Beresford við Morgan. ITV hefur lýst því yfir að ágreiningurinn í þættinum hafi ekki verið ákveðinn fyrirfram. BREAKING NEWS: Yesterday's @GMB smashed our all-time highest ratings. 31% share (previous high, 28%) peaking at 37%. Closest ever gap to @BBCBreakfast. Thanks for watching! pic.twitter.com/RTONYJRmKm— Piers Morgan (@piersmorgan) March 9, 2021 Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Ríflega 41 þúsund kvartanir bárust eftirlitsaðilanum Ofcom vegna uppákomunnar og er rannsókn á málinu hafin. Í viðtalinu greindi Meghan frá andlegum erfiðleikum á meðgöngu, vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunnar og afar takmarkaðs stuðnings frá konungsfjölskyldunni. Sagði hún að sér hefði verið neitað um aðstoð og hvött til að yfirgefa ekki heimili sitt um langt skeið. „Ég vildi bara ekki lifa lengur. Það var skýr, raunveruleg, ógnvekjandi og stöðug hugsun,“ sagði hún. Morgan, sem hefur gagnrýnt hertogaynjuna harðlega í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að gefa vinskap þeirra upp á bátinn, sagðist ekki trúa einu orði af því sem hún sagði. „Ég myndi ekki trúa henni þó hún væri að segja mér veðurfréttirnar,“ sagði hann. Í þættinum í morgun ítrekaði hann að hann ætti erfitt með að trúa því sem Meghan hafði fram að færa í viðtalinu við Winfrey en sagði einnig að andlegir erfiðleikar og sjálfsvíg væru eitthvað sem bæri að taka alvarlega. Seinna í þættinum gekk hann hins vegar af sviðinu eftir að veðurfræðingur þáttarins skammaði sjónvarpsmanninn fyrir framgöngu hans gagnvart Meghan. „Hún má loka á þig ef hún vill. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún lokaði á þig? Ég held ekki en samt heldur þú áfram að hrauna yfir hana,“ sagði Alex Beresford við Morgan. ITV hefur lýst því yfir að ágreiningurinn í þættinum hafi ekki verið ákveðinn fyrirfram. BREAKING NEWS: Yesterday's @GMB smashed our all-time highest ratings. 31% share (previous high, 28%) peaking at 37%. Closest ever gap to @BBCBreakfast. Thanks for watching! pic.twitter.com/RTONYJRmKm— Piers Morgan (@piersmorgan) March 9, 2021
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira