Alls fimm Íslendingar sem munu taka þátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 20:01 Aron Pálmarsson er á sínum stað með Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Getty/Frank Molter Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta lauk nýverið og nú er búið að draga í 16-liða úrslit keppninnar. Þar verða þrír íslenskir landsliðsmenn í eldlínunni ásamt tveimur fyrrum landsliðsmönnum sem starfa nú sem þjálfarar. Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í stórlið Barcelona taka á móti norska liðinu Elverum. Verkefnið ætti ekki að reynast Börsungum ofviða en liðið hefur verið óstöðvandi það sem af er leiktíð. Liðið fagnaði bikarmeistaratitli á dögunum og þá fór það í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga sem og það er enn með fullt hús stiga heima fyrir. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék með Elverum áður en hann færði sig um set til Łomża Vive Kielce í Póllandi. Hornamaðurinn knái og samherjar hans mæta franska liðinu Nantes en bæði Íslendinga liðin eiga leik á útivelli þann 31. mars næstkomandi. Gamla brýnið Alexander Petersson er svo kominn aftur í deild þeirra bestu en hann gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen að loknu HM í Egyptalandi sem fram fór í janúar. Alexander mætir Zagreb frá Króatíu þann 1. apríl, einnig á útivelli. Roland Valur Eradze starfar í dag hjá Motor Zoporozhye sem kemur frá Úkraínu. Meshkov Brest bíður í 16-liða úrslitum. Þá er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari danska liðsins Álaborgar en liðið mætir Porto. So, finally we have the answer to THAT question: who is going to play who in the play-offs? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/70JBvdDJr6— EHF Champions League (@ehfcl) March 4, 2021 Um er að ræða hefðbundið fyrirkomulag þar sem leikið er heima og að heiman. Fyrri leikirnir fara fram 31. mars og 1. apríl en síðari leikirnir 7. og 8. apríl. Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í stórlið Barcelona taka á móti norska liðinu Elverum. Verkefnið ætti ekki að reynast Börsungum ofviða en liðið hefur verið óstöðvandi það sem af er leiktíð. Liðið fagnaði bikarmeistaratitli á dögunum og þá fór það í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga sem og það er enn með fullt hús stiga heima fyrir. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék með Elverum áður en hann færði sig um set til Łomża Vive Kielce í Póllandi. Hornamaðurinn knái og samherjar hans mæta franska liðinu Nantes en bæði Íslendinga liðin eiga leik á útivelli þann 31. mars næstkomandi. Gamla brýnið Alexander Petersson er svo kominn aftur í deild þeirra bestu en hann gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen að loknu HM í Egyptalandi sem fram fór í janúar. Alexander mætir Zagreb frá Króatíu þann 1. apríl, einnig á útivelli. Roland Valur Eradze starfar í dag hjá Motor Zoporozhye sem kemur frá Úkraínu. Meshkov Brest bíður í 16-liða úrslitum. Þá er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari danska liðsins Álaborgar en liðið mætir Porto. So, finally we have the answer to THAT question: who is going to play who in the play-offs? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/70JBvdDJr6— EHF Champions League (@ehfcl) March 4, 2021 Um er að ræða hefðbundið fyrirkomulag þar sem leikið er heima og að heiman. Fyrri leikirnir fara fram 31. mars og 1. apríl en síðari leikirnir 7. og 8. apríl.
Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira