Frá þessu greindi lögreglan á Grænlandi í nótt. Í tilkynningunni segir að togarinn, sem er í eigu útgerðarfélagsins Polar Seafood, hafi sokkið á tiltölulega skömmum tíma eftir að sjór komst inn í skrokk skipsins.
Lögreglu á Grænlandi barst tilkynning um eld um borð í togara um kvöldmatarleytið á mánudag, en skamman tíma tók að bjarga öllum tíu skipverjum að landi.
Mikill reykur hafði borist frá skipinu og var því beint til íbúa í Qasigiannguit að loka gluggum og halda sig fjarri ströndinni.
Vinna hófst í morgun við að koma í veg fyrir að olía leki frá skipinu.
Polar Aassik var smíðað árið 1988 og er 33,5 metra langt og um tíu metrar að breidd.