Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en á miðvikudag greindist smit utan sóttkvíar með þeim afleiðingum að ríflega hundrað manns þurftu að fara í sóttkví. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar.
Tilviljunin ein gæti ráðið því að skjálftahrina sé hafin á nýjum stað á sama tíma og kvikuinnskotið á Reykjanesskaga. Þetta segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Við ræðum nánar við Benedikt um breytingar á virkni á Reykjanesskaga.
Við fjöllum um allt það helsta á erlendum vettvangi eins og rannsókn lögreglu á sóttvarnabroti norska forsætisráðherrans og segjum frá hitafundi kínverskra og bandarískra embættismanna þar sem ásakanir gengu á víxl. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Vísis á slaginu 12.00.