„Já, þetta kom mér aðeins á óvart“ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2021 22:48 Ríkisútvarpið var vart búið að birta frétt sem byggði á viðtali við Benedikt í kvöldfréttum, þar sem hann sagðist flest benda til þess að ekki færi að gjósa að kvikan fór að leita uppá við. Stöð 2 Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur gerði því skóna í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að ekki myndi gjósa en kvikan fór ekki eftir því. „Já, það bendir allt til þess að það sé farið að gjósa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi nú í kvöld. Og segir þetta til marks um hversu mikil ólíkindaskepna kvikan sé. Benedikt segir að þetta sé eins og Páll Einarsson hafi varað við. Og svona hafi þetta verið í Kröflu á sínum tíma. Menn voru farnir að slá mögulegt gos af þar en þar hafði skjálftavirkni verið viðvarandi í mörg ár. „Já þetta hagar sér aðeins öðruvísi nú en að einhverju leyti eins. Eins og hægi á skjálftavirkni áður en gosið byrjar,“ segir Benedikt. En þetta hefur þá komið þér í opna skjöldu? „Já, þetta kom mér aðeins á óvart. En þannig leit þetta út á öllum mælitækjum að þetta sé í rénun og lítur reyndar enn út þannig. Mjög lítil virkni er, einhver órói en ekkert sem æpir á mann. Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu, nema bara bjarminn. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist svona.“ Heldur óheppleg framsetning á fréttum á vef Ríkisútvarpsins. Benedikt segir að menn verði bara að fá að gera grín að þessu. Þannig liggur fyrir að erfitt er að ráða í hvað verður. Gárungarnir hafa það í flimtingum að heldur óheppileg séu ummæli Benedikts í kvöldfréttum í svari við spurningunni um að líkur á gosi fari minnkandi með hverjum deginum? „Já ég myndi segja það, ég á ekkert von á gosi á næstunni miðað við hvernig þróunin er núna,“ sagði Benedikt. Næsta frétt fyrir ofan þá frétt á vef Ríkisútvarpsins er svo: Farið að gjósa! „Já, menn verða bara að gera grín að þessu. En við horfðum bara á okkar mælitæki og þetta er það sem þau voru að segja okkur í dag. En við bara lærum af þessu. En, já, þetta kom á óvart að þetta skyldi byrja núna.“ Benedikt segir spurður að flestir virðist vera ánægðir með að loks hafi byrjað að gjósa. Það hafi orðið vart vonbrigða þegar fór að draga úr þessu en það stafar enginn sérstök hætta að gosi í Fagradalsfjalli, svo fjarri mannabyggð er það. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Já, það bendir allt til þess að það sé farið að gjósa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi nú í kvöld. Og segir þetta til marks um hversu mikil ólíkindaskepna kvikan sé. Benedikt segir að þetta sé eins og Páll Einarsson hafi varað við. Og svona hafi þetta verið í Kröflu á sínum tíma. Menn voru farnir að slá mögulegt gos af þar en þar hafði skjálftavirkni verið viðvarandi í mörg ár. „Já þetta hagar sér aðeins öðruvísi nú en að einhverju leyti eins. Eins og hægi á skjálftavirkni áður en gosið byrjar,“ segir Benedikt. En þetta hefur þá komið þér í opna skjöldu? „Já, þetta kom mér aðeins á óvart. En þannig leit þetta út á öllum mælitækjum að þetta sé í rénun og lítur reyndar enn út þannig. Mjög lítil virkni er, einhver órói en ekkert sem æpir á mann. Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu, nema bara bjarminn. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist svona.“ Heldur óheppleg framsetning á fréttum á vef Ríkisútvarpsins. Benedikt segir að menn verði bara að fá að gera grín að þessu. Þannig liggur fyrir að erfitt er að ráða í hvað verður. Gárungarnir hafa það í flimtingum að heldur óheppileg séu ummæli Benedikts í kvöldfréttum í svari við spurningunni um að líkur á gosi fari minnkandi með hverjum deginum? „Já ég myndi segja það, ég á ekkert von á gosi á næstunni miðað við hvernig þróunin er núna,“ sagði Benedikt. Næsta frétt fyrir ofan þá frétt á vef Ríkisútvarpsins er svo: Farið að gjósa! „Já, menn verða bara að gera grín að þessu. En við horfðum bara á okkar mælitæki og þetta er það sem þau voru að segja okkur í dag. En við bara lærum af þessu. En, já, þetta kom á óvart að þetta skyldi byrja núna.“ Benedikt segir spurður að flestir virðist vera ánægðir með að loks hafi byrjað að gjósa. Það hafi orðið vart vonbrigða þegar fór að draga úr þessu en það stafar enginn sérstök hætta að gosi í Fagradalsfjalli, svo fjarri mannabyggð er það.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira