Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 12:24 Árásarmaðurinn lét til skarar skríða í versluninni King Soopers í Boulder í Colorado síðdegis í gær. AP/David Zalubowski Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. Lögreglan í Boulder hefur enn ekki nafngreint karlmanninn sem hóf skothríð í King Soopers-stórmarkaðinum í borginni í gær. Ekki hefur komið fram hvað manninum gekk til en hann er sagður hafa særst aðeins lítillega þegar lögreglumenn skutu hann. Árásarmaðurinn skaut lögreglumann sem var fyrstur á vettvang til bana. Eric Talley, 51 árs, var sjö barna faðir, að sögn Washington Post. Bann við hríðskotarifflum líkt og þeim sem var notaður í árásinni í gær hafði verið í gildi í Boulder frá árinu 2018 en það var samþykkt til að koma í veg fyrir fjöldamorð með skotvopnum eftir að sautján manns voru myrtir í framhaldsskóla í Parkland á Flórída það ár. Samtök skotvopnaeigenda og eigandi byssuverslunar kærðu bannið til dómstóla. Umdæmisdómari í Boulder-sýslu komst að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld gætu ekki bannað skotvopn sem væru annars löglega samkvæmt ríkis- og alríkislögum. Felldi hann bannið úr gildi 12. mars, tíu dögum fyrir skotárásina mannskæðu. NRA, stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, fögnuðu úrskurðinum á Twitter-síðu sinni en þau studdu málsóknina. ICYMI: A Colorado judge gave law-abiding gun owners something to celebrate. In an @NRAILA-supported case, he ruled that the city of Boulder’s ban on commonly-owned rifles (AR-15s) and 10+ round mags was preempted by state law and STRUCK THEM DOWN. https://t.co/wmdhGG16pc— NRA (@NRA) March 16, 2021 „Við reyndum að verja borgina okkar. Það er svo sorglegt að sjá lögin felld úr gildi og að nokkrum dögum síðar upplifi borgin okkar nákvæmlega það sem við reyndum að forðast,“ segir Dawn Reinfeld, einn stofnenda samtaka gegn byssuofbeldi í Colorado, við Washington Post. Skotvopnaeigendasamtökin sem kærðu hríðskotarifflabannið hafna því aftur á móti að tengja skotárásina og ógildingu bannsins. Þau segja að „tilfinningaæsingur“ skyggi á minningu fórnarlamba árásarinnar. Nú sé ekki tíminn til þess að ræða hvernig sé hægt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi en það hafa verið rök samtaka skotvopnaeigenda eftir mörg fjöldamorð með skotvopnum vestanhafs. AP-fréttastofan segir að fjöldamorðið í gær sé það sjöunda í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. Vopnaður maður skaut átta manns til bana í morðæði á nokkrum nuddstofum í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. Meirihluti þeirra myrtu voru asískar konur. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Lögreglan í Boulder hefur enn ekki nafngreint karlmanninn sem hóf skothríð í King Soopers-stórmarkaðinum í borginni í gær. Ekki hefur komið fram hvað manninum gekk til en hann er sagður hafa særst aðeins lítillega þegar lögreglumenn skutu hann. Árásarmaðurinn skaut lögreglumann sem var fyrstur á vettvang til bana. Eric Talley, 51 árs, var sjö barna faðir, að sögn Washington Post. Bann við hríðskotarifflum líkt og þeim sem var notaður í árásinni í gær hafði verið í gildi í Boulder frá árinu 2018 en það var samþykkt til að koma í veg fyrir fjöldamorð með skotvopnum eftir að sautján manns voru myrtir í framhaldsskóla í Parkland á Flórída það ár. Samtök skotvopnaeigenda og eigandi byssuverslunar kærðu bannið til dómstóla. Umdæmisdómari í Boulder-sýslu komst að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld gætu ekki bannað skotvopn sem væru annars löglega samkvæmt ríkis- og alríkislögum. Felldi hann bannið úr gildi 12. mars, tíu dögum fyrir skotárásina mannskæðu. NRA, stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, fögnuðu úrskurðinum á Twitter-síðu sinni en þau studdu málsóknina. ICYMI: A Colorado judge gave law-abiding gun owners something to celebrate. In an @NRAILA-supported case, he ruled that the city of Boulder’s ban on commonly-owned rifles (AR-15s) and 10+ round mags was preempted by state law and STRUCK THEM DOWN. https://t.co/wmdhGG16pc— NRA (@NRA) March 16, 2021 „Við reyndum að verja borgina okkar. Það er svo sorglegt að sjá lögin felld úr gildi og að nokkrum dögum síðar upplifi borgin okkar nákvæmlega það sem við reyndum að forðast,“ segir Dawn Reinfeld, einn stofnenda samtaka gegn byssuofbeldi í Colorado, við Washington Post. Skotvopnaeigendasamtökin sem kærðu hríðskotarifflabannið hafna því aftur á móti að tengja skotárásina og ógildingu bannsins. Þau segja að „tilfinningaæsingur“ skyggi á minningu fórnarlamba árásarinnar. Nú sé ekki tíminn til þess að ræða hvernig sé hægt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi en það hafa verið rök samtaka skotvopnaeigenda eftir mörg fjöldamorð með skotvopnum vestanhafs. AP-fréttastofan segir að fjöldamorðið í gær sé það sjöunda í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. Vopnaður maður skaut átta manns til bana í morðæði á nokkrum nuddstofum í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. Meirihluti þeirra myrtu voru asískar konur.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira