Er hægt að leysa leikskólavandann strax í dag? Kristófer Már Maronsson skrifar 24. mars 2021 07:01 Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar stendur: „Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.” Ennþá eru þó um 740 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík og kjörtímabilið meira en hálfnað. En eru borgaryfirvöld í raun og veru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa vandann? Fögur fyrirheit mennta ekki börnin og annað foreldrið verður oft tekjulaust eftir fæðingarorlof vegna þess að það getur ekki haldið aftur til vinnu, með tilheyrandi vandamálum og streitu fyrir alla fjölskylduna. Það er auðvelt að minnka vandann Árið 2015 kom út skýrsla um raunkostnað við hvert leikskólapláss í Reykjavík. Raunkostnaður fyrir 1 árs gömul börn var um 225 þúsund krónur á mánuði. Á verðlagi dagsins í dag væru það u.þ.b. 257 þúsund krónur, en mig grunar að kostnaðurinn sé orðinn enn hærri þar sem að laun leikskólastarfsmanna hafa hækkað umfram verðlag frá 2015. Með fögrum fyrirheitum um að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi eru borgaryfirvöld í raun og veru að segja að þau séu tilbúinn að borga þennan kostnað fyrir hvert og eitt barn, svo að öll þessi börn muni komast í leikskóla. En af hverju gera þau það þá ekki bara strax? Styrkir frá sveitarfélagi teljast ekki til tekna Í A-lið 7.gr. laga um tekjuskatt má finna eftirfarandi ákvæði: “Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.” Reykjavíkurborg gæti tekið upp á því strax í dag að bjóða 740 foreldrum mánaðarlega greiðslu til að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til að barnið þeirra fær leikskólapláss. Greiðslan gæti verið t.d. 257 þúsund krónur. Þar sem slíkur styrkur telst ekki til tekna þá þarf enga skatta eða önnur gjöld að greiða af honum og engar skerðingar verða á bótum foreldranna og yrði því ráðstöfunartekjurnar þeirra hærri en sem styrknum nemur. Það munar um minna, sérstaklega fyrir tekjulága. Tvöfaldir biðlistar - foreldrar velja Hægt væri að taka upp tvöfalt biðlista kerfi. Foreldrar sem þurfa nauðsynlega leikskólapláss vegna aðstæðna gætu skráð sig á biðlista A og því komist fyrr að, á meðan aðrir sem vilja og geta verið lengur heima með barninu sínu fara á biðlista B. Börn yrðutekin inn eftir aldri, miðað við ársfjórðunga svo að börn fædd í janúar - mars yrðu öll komin inn á leikskóla áður en að börn fædd í apríl - júní byrja að komast inn o.s.frv. Þegar að röðin kemur að þínu barni, þá er ekki hægt að neita leikskólaplássi til að halda styrknum, heldur fer barnið á leikskóla eða þú missir styrkinn. Á meðan að borgaryfirvöld vinna að markmiði sínu að brúa bilið milli fæðingarorlofs (sem lýkur við 12 mánaða aldur) og leikskóla, þá er þetta að mínu mati álitleg lausn fyrir flesta sem má framkvæma mjög hratt. Svo gæti jafnvel komið á daginn að þetta sé betri lausn heldur en að tryggja leikskólapláss við 12 mánaða aldur fyrir öll börn, það verður örugglega eftirspurn hjá einhverjum hluta foreldra að vera heima aðeins lengur með krílunum sínum. Vilji er ekki nóg, það þarf að framkvæma Leikskólinn er partur af grunnþjónustu sveitarfélaganna og ætti því að vera forgangsmál að koma þeim málum í lag áður en að gæluverkefni komast á dagskrá, en því miður virðist það ekki vera raunin. Ég skora á borgaryfirvöld að klára málið fyrir sumarið - orð duga skammt ef framkvæmdin fylgir ekki á eftir. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar stendur: „Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.” Ennþá eru þó um 740 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík og kjörtímabilið meira en hálfnað. En eru borgaryfirvöld í raun og veru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa vandann? Fögur fyrirheit mennta ekki börnin og annað foreldrið verður oft tekjulaust eftir fæðingarorlof vegna þess að það getur ekki haldið aftur til vinnu, með tilheyrandi vandamálum og streitu fyrir alla fjölskylduna. Það er auðvelt að minnka vandann Árið 2015 kom út skýrsla um raunkostnað við hvert leikskólapláss í Reykjavík. Raunkostnaður fyrir 1 árs gömul börn var um 225 þúsund krónur á mánuði. Á verðlagi dagsins í dag væru það u.þ.b. 257 þúsund krónur, en mig grunar að kostnaðurinn sé orðinn enn hærri þar sem að laun leikskólastarfsmanna hafa hækkað umfram verðlag frá 2015. Með fögrum fyrirheitum um að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi eru borgaryfirvöld í raun og veru að segja að þau séu tilbúinn að borga þennan kostnað fyrir hvert og eitt barn, svo að öll þessi börn muni komast í leikskóla. En af hverju gera þau það þá ekki bara strax? Styrkir frá sveitarfélagi teljast ekki til tekna Í A-lið 7.gr. laga um tekjuskatt má finna eftirfarandi ákvæði: “Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.” Reykjavíkurborg gæti tekið upp á því strax í dag að bjóða 740 foreldrum mánaðarlega greiðslu til að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til að barnið þeirra fær leikskólapláss. Greiðslan gæti verið t.d. 257 þúsund krónur. Þar sem slíkur styrkur telst ekki til tekna þá þarf enga skatta eða önnur gjöld að greiða af honum og engar skerðingar verða á bótum foreldranna og yrði því ráðstöfunartekjurnar þeirra hærri en sem styrknum nemur. Það munar um minna, sérstaklega fyrir tekjulága. Tvöfaldir biðlistar - foreldrar velja Hægt væri að taka upp tvöfalt biðlista kerfi. Foreldrar sem þurfa nauðsynlega leikskólapláss vegna aðstæðna gætu skráð sig á biðlista A og því komist fyrr að, á meðan aðrir sem vilja og geta verið lengur heima með barninu sínu fara á biðlista B. Börn yrðutekin inn eftir aldri, miðað við ársfjórðunga svo að börn fædd í janúar - mars yrðu öll komin inn á leikskóla áður en að börn fædd í apríl - júní byrja að komast inn o.s.frv. Þegar að röðin kemur að þínu barni, þá er ekki hægt að neita leikskólaplássi til að halda styrknum, heldur fer barnið á leikskóla eða þú missir styrkinn. Á meðan að borgaryfirvöld vinna að markmiði sínu að brúa bilið milli fæðingarorlofs (sem lýkur við 12 mánaða aldur) og leikskóla, þá er þetta að mínu mati álitleg lausn fyrir flesta sem má framkvæma mjög hratt. Svo gæti jafnvel komið á daginn að þetta sé betri lausn heldur en að tryggja leikskólapláss við 12 mánaða aldur fyrir öll börn, það verður örugglega eftirspurn hjá einhverjum hluta foreldra að vera heima aðeins lengur með krílunum sínum. Vilji er ekki nóg, það þarf að framkvæma Leikskólinn er partur af grunnþjónustu sveitarfélaganna og ætti því að vera forgangsmál að koma þeim málum í lag áður en að gæluverkefni komast á dagskrá, en því miður virðist það ekki vera raunin. Ég skora á borgaryfirvöld að klára málið fyrir sumarið - orð duga skammt ef framkvæmdin fylgir ekki á eftir. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun