Ómar Ingi Magnússon leikur fyrir Magdeburg og Viggó Kristjánsson fyrir Stuttgart. Eru þeir alla jafna í lykilhlutverki í sóknarleik síns liðs og það var uppi á teningnum í dag.
Ómar Ingi endaði leikinn sem markahæsti maður vallarins með níu mörk en leiknum lauk með tíu marka sigri Magdeburg, 22-32, eftir að þeir höfðu leitt leikinn í leikhléi, 14-16.
Viggó var markahæstur í liði Stuttgart, skoraði fjögur mörk úr fimm skotum.