Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 09:08 Starfsmaður WHO í vettvangsferðinni til Kína til að rannsaka upptök kórónuveirufaraldursins í febrúar. AP/Ng Han Guan Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar hefur enn ekki verið birt en AP-fréttastofan segist hafa því sem næst lokadrög af henni í hendur frá embættismanni hjá WHO. Ekkert óvænt sé þar að finna og mörgum spurningum sé ósvarað. Tafir hafa verið á birtingu skýrslunnar sem hafa vakið upp spurningar um hvort að Kínverjar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðurnar til að forðast ábyrgð á faraldrinum. AP segir að skýrslan verði þó birt á næstu dögum. Farið var yfir fjórar mögulegar sviðsmyndir um hvernig SARS-CoV-2 veiran sem veldur Covid-19 komst á flug í lok árs 2019 og byrjun árs 2020. Langlíklegast töldu rannsakendurnir að veiran hefði borist í menn úr dýrum. Líklegt væri að veiran hefði borist beint í menn úr leðurblökum. Mögulega gæti veiran hafa smitast með matvælum en það sé þó ekki sennilegt. Kórónuveirur eru þekktar í leðurblökum. Rannsakendurnir töldu þó að líklega væri einhvers staðar „týndur hlekkur“ í hvernig veiran barst í menn. Verulegur erfðafræðilegur munur er á nýju afbrigði kórónuveirunnar og veiruafbrigða í leðurblökum. Á meðal þeirra mögulegu dýrategunda sem gætu hafa haft milligöngu um að veiran barst í menn eru hreisturdýr, minkar eða kettir samkvæmt skýrsluhöfundum. Ekki ljóst hvort að faraldurinn hófst á fiskmarkaði í Wuhan Alþjóðlegur hópur sérfræðingar WHO ferðaðist til Wuhan í Kína, þar sem veiran kom fyrst fram, til að rannsaka upptök faraldursins í byrjun þessa árs. Í drögunum sem AP hefur undir höndum taka þeir ekki af tvímæli um hvort að faraldurinn hafi átt upptök sín á fiskmarkaði í Wuhan sem mörg smit voru rakin til í desember árið 2019. Önnur tilfelli utan markaðarins höfðu greinst áður sem er talið geta bent til þess að upptökin hafi verið annars staðar. Kínverjar halda því fram að þeir hafi greint veiruna í umbúðum utan um frosin matvæli sem voru flutt inn í landið eftir að faraldurinn dreifðist um jörðina. Skýrsluhöfundarnir leggja til að helstu tilgátur um upptök faraldursins verði rannsakaðar nánar fyrir utan tilgátuna um að veiran hafi átt uppruna sinn á tilraunastofu í Kína. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar hefur enn ekki verið birt en AP-fréttastofan segist hafa því sem næst lokadrög af henni í hendur frá embættismanni hjá WHO. Ekkert óvænt sé þar að finna og mörgum spurningum sé ósvarað. Tafir hafa verið á birtingu skýrslunnar sem hafa vakið upp spurningar um hvort að Kínverjar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðurnar til að forðast ábyrgð á faraldrinum. AP segir að skýrslan verði þó birt á næstu dögum. Farið var yfir fjórar mögulegar sviðsmyndir um hvernig SARS-CoV-2 veiran sem veldur Covid-19 komst á flug í lok árs 2019 og byrjun árs 2020. Langlíklegast töldu rannsakendurnir að veiran hefði borist í menn úr dýrum. Líklegt væri að veiran hefði borist beint í menn úr leðurblökum. Mögulega gæti veiran hafa smitast með matvælum en það sé þó ekki sennilegt. Kórónuveirur eru þekktar í leðurblökum. Rannsakendurnir töldu þó að líklega væri einhvers staðar „týndur hlekkur“ í hvernig veiran barst í menn. Verulegur erfðafræðilegur munur er á nýju afbrigði kórónuveirunnar og veiruafbrigða í leðurblökum. Á meðal þeirra mögulegu dýrategunda sem gætu hafa haft milligöngu um að veiran barst í menn eru hreisturdýr, minkar eða kettir samkvæmt skýrsluhöfundum. Ekki ljóst hvort að faraldurinn hófst á fiskmarkaði í Wuhan Alþjóðlegur hópur sérfræðingar WHO ferðaðist til Wuhan í Kína, þar sem veiran kom fyrst fram, til að rannsaka upptök faraldursins í byrjun þessa árs. Í drögunum sem AP hefur undir höndum taka þeir ekki af tvímæli um hvort að faraldurinn hafi átt upptök sín á fiskmarkaði í Wuhan sem mörg smit voru rakin til í desember árið 2019. Önnur tilfelli utan markaðarins höfðu greinst áður sem er talið geta bent til þess að upptökin hafi verið annars staðar. Kínverjar halda því fram að þeir hafi greint veiruna í umbúðum utan um frosin matvæli sem voru flutt inn í landið eftir að faraldurinn dreifðist um jörðina. Skýrsluhöfundarnir leggja til að helstu tilgátur um upptök faraldursins verði rannsakaðar nánar fyrir utan tilgátuna um að veiran hafi átt uppruna sinn á tilraunastofu í Kína.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira