Innan við tíu prósent farþega ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. apríl 2021 20:00 Frá Keflavíkurflugvelli í dag. vísir/egill Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem komu með flugi til landsins í dag ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Sumir farþeganna vissu ekki hvar þeir ætluðu að vera í sóttkví á meðan aðrir voru bólusettir og hér í þeim tilgangi að sjá eldgosið. Tvær farþegaflugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli það sem af er degi, frá Amsterdam í Hollandi og Kaupmannahöfn í Danmörku. „Gærdagurinn og dagurinn í dag hafa gengið upp og ofan. Þetta er mjög snúin staða að vinna úr eftir niðurstöðu héraðsdóms,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli en héraðsdómur úrskurðaði í gær að óheimilt væri að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhótelinu. Landsréttur vísaði kæru sóttvarnalæknis á úrskurðinum frá í dag og hann stendur því. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli.vísir/Egill „Staðan er líka þannig í dag að upprunalönd og þjóðerni skipta ekki máli og þessi listi landlæknis um dökkrauð lönd er ekki sýnilegur og verður ekki uppfærður á meðan staðan er svona óviss,“ segir Sigurgeir. Nú geti fólk sem uppfylli kröfur um sóttkví farið heim til sín, í sumarbústað, í láns íbúð eða á hótelherbergi. Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem hafa komið til landsins það sem af er degi ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið. Þeir farþegar sem fréttastofa ræddi við á Keflavíkurflugvelli í dag voru sumir hverjir óvissir um hvaða reglur gilda í dag og vissu þar af leiðandi ekki hvert þeir ætluðu í sóttkví. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtöl við ferðamenn sem sumir voru mættir til landsins í þeim eina tilgangi að sjá eldgodið á meðan aðrir voru hingað komnir vegna vinnu. „Það er áskorun að vinna núna í gær og dag þegar óvissan er svona mikil,“ segir Sigurgeir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Tvær farþegaflugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli það sem af er degi, frá Amsterdam í Hollandi og Kaupmannahöfn í Danmörku. „Gærdagurinn og dagurinn í dag hafa gengið upp og ofan. Þetta er mjög snúin staða að vinna úr eftir niðurstöðu héraðsdóms,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli en héraðsdómur úrskurðaði í gær að óheimilt væri að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhótelinu. Landsréttur vísaði kæru sóttvarnalæknis á úrskurðinum frá í dag og hann stendur því. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli.vísir/Egill „Staðan er líka þannig í dag að upprunalönd og þjóðerni skipta ekki máli og þessi listi landlæknis um dökkrauð lönd er ekki sýnilegur og verður ekki uppfærður á meðan staðan er svona óviss,“ segir Sigurgeir. Nú geti fólk sem uppfylli kröfur um sóttkví farið heim til sín, í sumarbústað, í láns íbúð eða á hótelherbergi. Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem hafa komið til landsins það sem af er degi ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið. Þeir farþegar sem fréttastofa ræddi við á Keflavíkurflugvelli í dag voru sumir hverjir óvissir um hvaða reglur gilda í dag og vissu þar af leiðandi ekki hvert þeir ætluðu í sóttkví. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtöl við ferðamenn sem sumir voru mættir til landsins í þeim eina tilgangi að sjá eldgodið á meðan aðrir voru hingað komnir vegna vinnu. „Það er áskorun að vinna núna í gær og dag þegar óvissan er svona mikil,“ segir Sigurgeir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira