Solberg gert að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir sóttvarnabrotin Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2021 08:17 Fréttir bárust af því að 8. mars að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. EPA Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur verið gert að greiða 20 þúsund norskra króna sekt, um 300 þúsund íslenskar, vegna sóttvarnabrota í skíðabænum Geilo í lok febrúar. Þetta kom fram á fréttamannafundi norsku lögreglunnar klukkan átta í morgun þar sem kynntar voru niðurstöður rannsóknar lögreglunnar. Fréttir bárust af því að 8. mars að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. Forsætisráðherrann var stödd í Geilo ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. Lögreglustjórinn Ole B. Sæverud sagði að þó að allir væru jafnir fyrir lögum þá væru ekki allir jafnir. Solberg gegni embætti forsætisráðherra og því mikilvægt að hún fari sannarlega eftir þeim reglum sem stjórnvöld hafi sett þjóðinni.„Við teljum því rétt að bregðast við með því að gefa út refsingu, til að tryggja að traust ríki áfram meðal almennings um sóttvarnareglurnar,“ sagði Sæverud. Refsað fyrir kvöldverð sem hún komst ekki í Til stóð að Solberg myndi setjast til borðs með þrettán öðrum á veitingastaðnum Hallingstuene í Geilo vegna afmælis síns á föstudeginum 26. febrúar, en þegar til kastanna kom missti Solberg af kvöldverðinum. Á laugardeginum hafi hún hins vegar sest til borðs með þessum þrettán í leiguíbúð, en samkvæmt gildandi sóttvarnareglum í Noregi mega að hámarki tíu manns koma saman. Sæverud greindi jafnframt frá því að viðkennt sé að Sindre Finnes, eiginmaður Solberg, hafi gerst brotlegur við sóttvarnareglur með því að skipuleggja og sækja kvöldverðinn á föstudeginum, en að honum verði ekki gerð refsing. Sömu sögu sé að segja um veitingastaðinn sem um ræðir. Hann segir að forsætisráðherrann fái sektina fyrir að hafa skipulagt kvöldverðinn á veitingahúsinu á föstudeginum, þeim sem hún missti þó sjálf af. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. 19. mars 2021 09:48 Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. 18. mars 2021 23:08 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Þetta kom fram á fréttamannafundi norsku lögreglunnar klukkan átta í morgun þar sem kynntar voru niðurstöður rannsóknar lögreglunnar. Fréttir bárust af því að 8. mars að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. Forsætisráðherrann var stödd í Geilo ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. Lögreglustjórinn Ole B. Sæverud sagði að þó að allir væru jafnir fyrir lögum þá væru ekki allir jafnir. Solberg gegni embætti forsætisráðherra og því mikilvægt að hún fari sannarlega eftir þeim reglum sem stjórnvöld hafi sett þjóðinni.„Við teljum því rétt að bregðast við með því að gefa út refsingu, til að tryggja að traust ríki áfram meðal almennings um sóttvarnareglurnar,“ sagði Sæverud. Refsað fyrir kvöldverð sem hún komst ekki í Til stóð að Solberg myndi setjast til borðs með þrettán öðrum á veitingastaðnum Hallingstuene í Geilo vegna afmælis síns á föstudeginum 26. febrúar, en þegar til kastanna kom missti Solberg af kvöldverðinum. Á laugardeginum hafi hún hins vegar sest til borðs með þessum þrettán í leiguíbúð, en samkvæmt gildandi sóttvarnareglum í Noregi mega að hámarki tíu manns koma saman. Sæverud greindi jafnframt frá því að viðkennt sé að Sindre Finnes, eiginmaður Solberg, hafi gerst brotlegur við sóttvarnareglur með því að skipuleggja og sækja kvöldverðinn á föstudeginum, en að honum verði ekki gerð refsing. Sömu sögu sé að segja um veitingastaðinn sem um ræðir. Hann segir að forsætisráðherrann fái sektina fyrir að hafa skipulagt kvöldverðinn á veitingahúsinu á föstudeginum, þeim sem hún missti þó sjálf af. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. 19. mars 2021 09:48 Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. 18. mars 2021 23:08 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. 19. mars 2021 09:48
Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. 18. mars 2021 23:08