„Svo er það náttúrulega önnur saga hvort öll liðin séu að fylgja þessari reglu“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 9. apríl 2021 18:46 Arnar Daði ræddi við Stöð 2 og Vísi í dag. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Stöð 2 og Vísi æfingabannið hér á landi. Hann segist ekki viss um að öll lið landsins séu að fara eftir settum reglum. „Maður hefur lært á þessu ári sem þetta er í gangi að maður veit aldrei við hverju á að búast þegar Þríeykið, heilbrigðisráðherra og fleiri halda þessa fréttamannafundi. Það væri athyglisvert að fara yfir tímalínuna í þessu.“ „Við vorum að spila í október þegar það var fjöldi smita í landinu og núna megum við varla sjást þó það séu bara 3-4 smit. Maður veit aldrei við hverju má búast og það er ótrúlegt að ári seinna sé ekki komin nein skýr lína sem samböndin eða félögin getum byggt okkar áætlanir á. Á sunnudagskvöldi veit maður varla hvernig næsta vika verður,“ sagði Arnar Daði um óvænt æfinga- og keppnisbann sem sett var á fyrir nokkrum vikum. „Við vorum að vonast eftir því í desember að sérsamböndin myndu passa það að það myndi ekki allt fara í lás þó það myndu smit blossa upp hér eða þar. Greinilegt að það er ekki mikið að gerast bakvið tjöldin hjá sérböndunum,“ bætti þjálfari Gróttu við. Arnar segist vera heppinn að geta verið í íþróttasalnum 3-4 tíma á dag til að stýra æfingum í litlum hópum. Hann er ekki viss um að allir þjálfarar búi svo vel. „Svo er það náttúrulega önnur saga hvort öll liðin séu að fylgja þessari reglu.“ „Nei ég er ekki bjartsýnn sko, ég er heldur ekkert svartsýnn. Ég bara nenni ekki að spá í þessu,“ sagði Arnar Daði einnig um framhaldið. Það virðist þó vera rofa til og samkvæmt fréttum dagsins á að leyfa íþróttir á nýjan leik við fyrsta tækifæri. Klippa: Arnar Daði þreyttur á skorti á upplýsingum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Maður hefur lært á þessu ári sem þetta er í gangi að maður veit aldrei við hverju á að búast þegar Þríeykið, heilbrigðisráðherra og fleiri halda þessa fréttamannafundi. Það væri athyglisvert að fara yfir tímalínuna í þessu.“ „Við vorum að spila í október þegar það var fjöldi smita í landinu og núna megum við varla sjást þó það séu bara 3-4 smit. Maður veit aldrei við hverju má búast og það er ótrúlegt að ári seinna sé ekki komin nein skýr lína sem samböndin eða félögin getum byggt okkar áætlanir á. Á sunnudagskvöldi veit maður varla hvernig næsta vika verður,“ sagði Arnar Daði um óvænt æfinga- og keppnisbann sem sett var á fyrir nokkrum vikum. „Við vorum að vonast eftir því í desember að sérsamböndin myndu passa það að það myndi ekki allt fara í lás þó það myndu smit blossa upp hér eða þar. Greinilegt að það er ekki mikið að gerast bakvið tjöldin hjá sérböndunum,“ bætti þjálfari Gróttu við. Arnar segist vera heppinn að geta verið í íþróttasalnum 3-4 tíma á dag til að stýra æfingum í litlum hópum. Hann er ekki viss um að allir þjálfarar búi svo vel. „Svo er það náttúrulega önnur saga hvort öll liðin séu að fylgja þessari reglu.“ „Nei ég er ekki bjartsýnn sko, ég er heldur ekkert svartsýnn. Ég bara nenni ekki að spá í þessu,“ sagði Arnar Daði einnig um framhaldið. Það virðist þó vera rofa til og samkvæmt fréttum dagsins á að leyfa íþróttir á nýjan leik við fyrsta tækifæri. Klippa: Arnar Daði þreyttur á skorti á upplýsingum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira