Rafhlaupahjól í umferð Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 14. apríl 2021 10:31 Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta. Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól, notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára en hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25 til 34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Með aukinni notkun verða þó fleiri óhöpp og slysum á rafhlaupahjólum fjölgar. Hvernig má stuðla að öruggari notkun og bættri umferð mismunandi vegfarenda? Brunandi um stíga og stræti Samkvæmt umferðarlögum mega rafhlaupahjól eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum, ekki á akbraut, en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól. En þar eru líka gangandi vegfarendur og taka þarf tillit til þeirra. Eðli málsins samkvæmt komast hjólin mun hraðar en tveir jafnfljótir og því þurfa hjólreiðamenn og rafskútuknapar að vera meðvitaðir um umhverfi sitt og sýna tillitssemi á göngustígum. Gott er að láta þá sem gangandi eru vita tímanlega þegar hjólið nálgast, til dæmis með því að hringja bjöllu. Sumir hafa reyndar bent á að gangandi vegfarendur hrökkvi stundum í kút þegar bjöllunni er hringt og stökkvi jafnvel í veg fyrir hjólið. Þá er mögulega ráð að hringja henni fyrr. Vissulega fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni en allir þurfa að vera meðvitaðir um að fjölbreytt umferð fer orðið um göngu- og hjólreiðarstíga og gangandi vegfarendur þurfa líka að virða merkta hjólreiðarstíga. Hins vegar er reglan sú að á göngustígum eiga gangandi vegfarendur réttinn. Þannig sá sem er á rafhlaupahjóli á alltaf að víkja fyrir gangandi vegfaranda á göngustígum. Einnig er vert að hafa í huga þegar rafhlaupahjól er tekið á leigu að skilja vel við hjólið þannig að það sé ekki fyrir og valdi öðrum vegfarendum óþægindum. Ef allir leggjast á eitt við að sýna tillitssemi þá gengur öll umferð betur og viðhorf til mismunandi fararmáta verður jákvæðara. Aldurstakmörk Ekkert aldurstakmark er á rafhlaupahjól sem fara hæst í 25 km á klst en þó skal ávallt fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Því er mjög mikilvægt að foreldrar kynni sér leiðbeiningarnar áður en fjárfest er í gripnum, athugi fyrir hvaða aldur hjólið er ætlað og fari vel yfir umferðarreglur með börnunum og hvernig haga skuli akstrinum. Rafskútuleigur eru yfirleitt með aldurstakmark á notkun hjólanna og miðast það þá oftast við 18 ára aldurstakmark. Ólöglegt er að eiga við rafhlaupahjól þannig að þau komist hraðar en 25 km á klst og getur það haft áhrif á tryggingar. Þá þarf hjólið að vera skráð og vátryggt. Annars geta rafhlaupahjól fallið undir aðrar tryggingar eins og til dæmis fjölskyldutryggingar. Öryggisbúnaður Hjálmaskylda er fyrir alla undir 16 ára aldri á rafhlaupahjólum, vespum og reiðhjólum. Þó er skynsamlegt fyrir alla, óháð aldri, að nota hjálm öryggisins vegna. Í Danmörku og Noregi hefur mikið verið rætt um aukið regluverk í kringum vélknúin hlaupahjól og þá meðal annars að setja hjálmaskyldu á alla sem ferðast um á þeim. Einnig er mikilvægt að átta sig á að það er með öllu óheimilt að vera með farþega nema ökumaður sé 20 ára eða eldri. Því miður er það allt of algeng sjón að sjá unga ökumenn með farþega á vélknúnum hjólum og oft er enginn með hjálm. Mikil slysahætta skapast við þessar aðstæður og ef eitthvað kemur upp á eru ökumaður og farþegar algjörlega óvarin. Hjálmur er í raun mikilvægasti öryggisbúnaðurinn til varnar alvarlegum höfuðmeiðslum og getur skipt sköpum ef slys verður. Hjólin skulu búin ljósum, hvítum að framan og rauðum að aftan, og hafa skal þau kveikt eftir að skyggja tekur. Einnig á að vera endurskin að framan og aftanverðu. Ekki má nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis eða vímuefna og búast má við sektum í slíkum tilvikum. Einnig er bannað að nota farsíma á ferð. Ekki þarf nema augnabliks gáleysi eða að athyglin flögri burt í sekúndubrot til þess að hjólaferðin endi á ljósastaur, svo raunverulegt dæmi sé tekið. Farsæl ferð Við höfum öll hag af því að afstýra slysum og því er mikilvægt að sinna forvörnum í umferðinni. Nú standa til boða mismunandi fararskjótar fyrir fólk á öllum aldri og því enn meiri ástæða til að sýna tillitssemi og fylgja umferðarreglum. Á vef Samgöngustofu má finna gagnlegt fræðsluefni um rafhlaupahjól en einnig er fjallað um þau í Sjóvá spjallinu, nýju hlaðvarpi Sjóvár. Hægt er að nálgast það á vefsíðu Sjóvá og helstu efnisveitum svo sem Spotify og Apple Podcast. Foreldrar bera ábyrgð á hvaða tæki börnin þeirra fá í hendurnar og að undirbúa þau vel fyrir notkun þeirra en yfirvöld bera einnig ábyrgð á að regluverk sé skýrt og samgöngur í lagi. Við þurfum því öll að leggjast á eitt við að stuðla að góðri umferðarmenningu og að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta. Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól, notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára en hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25 til 34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Með aukinni notkun verða þó fleiri óhöpp og slysum á rafhlaupahjólum fjölgar. Hvernig má stuðla að öruggari notkun og bættri umferð mismunandi vegfarenda? Brunandi um stíga og stræti Samkvæmt umferðarlögum mega rafhlaupahjól eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum, ekki á akbraut, en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól. En þar eru líka gangandi vegfarendur og taka þarf tillit til þeirra. Eðli málsins samkvæmt komast hjólin mun hraðar en tveir jafnfljótir og því þurfa hjólreiðamenn og rafskútuknapar að vera meðvitaðir um umhverfi sitt og sýna tillitssemi á göngustígum. Gott er að láta þá sem gangandi eru vita tímanlega þegar hjólið nálgast, til dæmis með því að hringja bjöllu. Sumir hafa reyndar bent á að gangandi vegfarendur hrökkvi stundum í kút þegar bjöllunni er hringt og stökkvi jafnvel í veg fyrir hjólið. Þá er mögulega ráð að hringja henni fyrr. Vissulega fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni en allir þurfa að vera meðvitaðir um að fjölbreytt umferð fer orðið um göngu- og hjólreiðarstíga og gangandi vegfarendur þurfa líka að virða merkta hjólreiðarstíga. Hins vegar er reglan sú að á göngustígum eiga gangandi vegfarendur réttinn. Þannig sá sem er á rafhlaupahjóli á alltaf að víkja fyrir gangandi vegfaranda á göngustígum. Einnig er vert að hafa í huga þegar rafhlaupahjól er tekið á leigu að skilja vel við hjólið þannig að það sé ekki fyrir og valdi öðrum vegfarendum óþægindum. Ef allir leggjast á eitt við að sýna tillitssemi þá gengur öll umferð betur og viðhorf til mismunandi fararmáta verður jákvæðara. Aldurstakmörk Ekkert aldurstakmark er á rafhlaupahjól sem fara hæst í 25 km á klst en þó skal ávallt fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Því er mjög mikilvægt að foreldrar kynni sér leiðbeiningarnar áður en fjárfest er í gripnum, athugi fyrir hvaða aldur hjólið er ætlað og fari vel yfir umferðarreglur með börnunum og hvernig haga skuli akstrinum. Rafskútuleigur eru yfirleitt með aldurstakmark á notkun hjólanna og miðast það þá oftast við 18 ára aldurstakmark. Ólöglegt er að eiga við rafhlaupahjól þannig að þau komist hraðar en 25 km á klst og getur það haft áhrif á tryggingar. Þá þarf hjólið að vera skráð og vátryggt. Annars geta rafhlaupahjól fallið undir aðrar tryggingar eins og til dæmis fjölskyldutryggingar. Öryggisbúnaður Hjálmaskylda er fyrir alla undir 16 ára aldri á rafhlaupahjólum, vespum og reiðhjólum. Þó er skynsamlegt fyrir alla, óháð aldri, að nota hjálm öryggisins vegna. Í Danmörku og Noregi hefur mikið verið rætt um aukið regluverk í kringum vélknúin hlaupahjól og þá meðal annars að setja hjálmaskyldu á alla sem ferðast um á þeim. Einnig er mikilvægt að átta sig á að það er með öllu óheimilt að vera með farþega nema ökumaður sé 20 ára eða eldri. Því miður er það allt of algeng sjón að sjá unga ökumenn með farþega á vélknúnum hjólum og oft er enginn með hjálm. Mikil slysahætta skapast við þessar aðstæður og ef eitthvað kemur upp á eru ökumaður og farþegar algjörlega óvarin. Hjálmur er í raun mikilvægasti öryggisbúnaðurinn til varnar alvarlegum höfuðmeiðslum og getur skipt sköpum ef slys verður. Hjólin skulu búin ljósum, hvítum að framan og rauðum að aftan, og hafa skal þau kveikt eftir að skyggja tekur. Einnig á að vera endurskin að framan og aftanverðu. Ekki má nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis eða vímuefna og búast má við sektum í slíkum tilvikum. Einnig er bannað að nota farsíma á ferð. Ekki þarf nema augnabliks gáleysi eða að athyglin flögri burt í sekúndubrot til þess að hjólaferðin endi á ljósastaur, svo raunverulegt dæmi sé tekið. Farsæl ferð Við höfum öll hag af því að afstýra slysum og því er mikilvægt að sinna forvörnum í umferðinni. Nú standa til boða mismunandi fararskjótar fyrir fólk á öllum aldri og því enn meiri ástæða til að sýna tillitssemi og fylgja umferðarreglum. Á vef Samgöngustofu má finna gagnlegt fræðsluefni um rafhlaupahjól en einnig er fjallað um þau í Sjóvá spjallinu, nýju hlaðvarpi Sjóvár. Hægt er að nálgast það á vefsíðu Sjóvá og helstu efnisveitum svo sem Spotify og Apple Podcast. Foreldrar bera ábyrgð á hvaða tæki börnin þeirra fá í hendurnar og að undirbúa þau vel fyrir notkun þeirra en yfirvöld bera einnig ábyrgð á að regluverk sé skýrt og samgöngur í lagi. Við þurfum því öll að leggjast á eitt við að stuðla að góðri umferðarmenningu og að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun