Vítamínsprauta fyrir framtíðina ekki fyrir börnin í Háteigsskóla? Bergrún Tinna Magnúsdóttir skrifar 15. apríl 2021 14:31 Sama dag og grafan mætir og síðasta nálæga græna svæðið er tekið frá börnunum í Háteigsskóla er eftirfarandi birt á vef Reykjavíkurborgar: „Græn svæði eru eins og vítamínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.“ Vitnað er í Katrínu Karlsdóttir skipulagsverkfræðing: „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál,“ (Sjá: https://reykjavik.is/frettir/graenir-gardar-halda-ser-i-vogabyggd, sótt kl.13:30,12.04.2021) Vatnshóllinn og umhverfi hans er svo sannarlega vítamanínsprauta fyrir börnin í Háteigsskóla. Lóðamörk blokkanna sem reisa á hafa verið merkt á lóðina með stikum og liggja alveg upp við hólinn. Blokkirnar sjálfar verða ekki mikið lengra frá hólnum. Það er ljóst að börnin renna sér ekki framar hér á veturna. Hvernig er hægt að taka sleðabrekku af börnum? Og birta á sama tíma texta í áróðursskyni um mikilvægi grænna svæði fyrir þroska barna? Börnin eru í sárum og mótmæla nú kröftuglega. Sunnan megin við Háteigsskóla, þar sem áður voru ósnertir móar sem börnin nýttu sem leiksvæði, er nú þegar komið þéttbyggt háhýsahverfi. Háteigsskóli er einn þéttsetnasti skólinn á landinu með yfir 440 nemendur. Þegar Sjómannaskólareiturinn hverfur verður ekkert ósnert leiksvæði eftir í hverfinu, aðeins steypt skólalóðin. Það hefði verið hægt að standa miklu betur að þessu og reisa minni hús lengra frá hólnum við Vatnsholt eða blokkir á bílastæðaplaninu hinum megin við Háteigsveg. Hvers virði er hreyfi- félags- og andlegur þroski fyrir börnin í Háteigsskóla? Hvernig er hægt að fórna þessu dýrmæta svæði? Foreldrar ætla að mótmæla með börnunum sínum við Vatnshólinn næsta laugardag kl. 14:00. Búið er að stofna Facebook-viðburð um mótmælin. Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Grunnskólar Skipulag Mest lesið Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sama dag og grafan mætir og síðasta nálæga græna svæðið er tekið frá börnunum í Háteigsskóla er eftirfarandi birt á vef Reykjavíkurborgar: „Græn svæði eru eins og vítamínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.“ Vitnað er í Katrínu Karlsdóttir skipulagsverkfræðing: „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál,“ (Sjá: https://reykjavik.is/frettir/graenir-gardar-halda-ser-i-vogabyggd, sótt kl.13:30,12.04.2021) Vatnshóllinn og umhverfi hans er svo sannarlega vítamanínsprauta fyrir börnin í Háteigsskóla. Lóðamörk blokkanna sem reisa á hafa verið merkt á lóðina með stikum og liggja alveg upp við hólinn. Blokkirnar sjálfar verða ekki mikið lengra frá hólnum. Það er ljóst að börnin renna sér ekki framar hér á veturna. Hvernig er hægt að taka sleðabrekku af börnum? Og birta á sama tíma texta í áróðursskyni um mikilvægi grænna svæði fyrir þroska barna? Börnin eru í sárum og mótmæla nú kröftuglega. Sunnan megin við Háteigsskóla, þar sem áður voru ósnertir móar sem börnin nýttu sem leiksvæði, er nú þegar komið þéttbyggt háhýsahverfi. Háteigsskóli er einn þéttsetnasti skólinn á landinu með yfir 440 nemendur. Þegar Sjómannaskólareiturinn hverfur verður ekkert ósnert leiksvæði eftir í hverfinu, aðeins steypt skólalóðin. Það hefði verið hægt að standa miklu betur að þessu og reisa minni hús lengra frá hólnum við Vatnsholt eða blokkir á bílastæðaplaninu hinum megin við Háteigsveg. Hvers virði er hreyfi- félags- og andlegur þroski fyrir börnin í Háteigsskóla? Hvernig er hægt að fórna þessu dýrmæta svæði? Foreldrar ætla að mótmæla með börnunum sínum við Vatnshólinn næsta laugardag kl. 14:00. Búið er að stofna Facebook-viðburð um mótmælin. Höfundur er foreldri.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun