„Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn“ Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2021 07:45 Ari Eldjárn er vinsælt fórnarlamb þeirra sem vilja narra fólk til að smella á hlekki þar sem því er lofað að ef fólki fylgi ráðleggingum og fari að dæmi Ara þá geti það öðlast skjótfenginn gróða. Ari Eldjárn er nýjasta viðfangsefni þeirra sem standa fyrir þrálátri óværu/svindli á Facebook. Óværan er einhvers konar svindl/vírus sem gengur um Facebook og gengur afar illa að kveða niður. Um virðist að ræða einskonar fjárplógssvindl í formi falsfrétta þar sem segir að þekktur einstaklingur hafi orðið moldríkur á að gera einhvern fjárann og fólk hvatt til að kynna sér hvernig hann fór að við það. Skemmtikrafturinn Ari Eldjárn hefur ekki farið varhluta af þessu uppá síðkastið en sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur máls á þessu á sinni Facebooksíðu: „Neisko, scamið á internetinu sem þykist ætla að kenna öllum að verða ríkir virðist hætt að notast við Ólaf Jóhann Ólafsson og hefur skipt honum út fyrir Ara Eldjárn. Ég átta mig ekki á því hvort Ari eigi að vera pirraður eða smá upp með sér.“ Vísir hefur fjallað um þetta fyrirbæri áður, til að mynda árið 2018 og ræddi þá við Ólaf Jóhann rithöfund sem hafði þá lengi staðið í því að reyna að stöðva útbreiðslu á falsfrétt um að hann hafi auðgast á Bitcon-viðskiptum en hægt gekk. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð,“ sagði Ólafur Jóhann þá og ljóst að þetta var ekki til þess fallið að kæta hans geð. Ari veit heldur ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, en hann segir þetta vel að merkja í þriðja skipti sem svona scam-herferð fari í gang og hann notaður sem beita. „Sú fyrsta var 2019 og fjallaði um að ég hefði ljóstrað upp um leyndarmál í þættinum „Með Loga” og að bankarnir óttuðust að Eldjárn myndi kenna öllum að græða peninga. Best fannst mér þó lýsingin á mér: „Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn,” segir Ari í svari til Stefáns. En samskonar„scam“ hafði áður gengið um Hafþór Júlíus. Hinn grínaktugi sagnfræðingur á ekki í vandræðum með að botna brandara skemmtikraftsins: „Ég þigg öll mín fjárfestingarráð frá þér og Hafþóri Júlíusi. Treysti hins vegar ekki glottinu á þessum rithöfundi hjá Sony.“ Samfélagsmiðlar Facebook Netglæpir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Óværan er einhvers konar svindl/vírus sem gengur um Facebook og gengur afar illa að kveða niður. Um virðist að ræða einskonar fjárplógssvindl í formi falsfrétta þar sem segir að þekktur einstaklingur hafi orðið moldríkur á að gera einhvern fjárann og fólk hvatt til að kynna sér hvernig hann fór að við það. Skemmtikrafturinn Ari Eldjárn hefur ekki farið varhluta af þessu uppá síðkastið en sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur máls á þessu á sinni Facebooksíðu: „Neisko, scamið á internetinu sem þykist ætla að kenna öllum að verða ríkir virðist hætt að notast við Ólaf Jóhann Ólafsson og hefur skipt honum út fyrir Ara Eldjárn. Ég átta mig ekki á því hvort Ari eigi að vera pirraður eða smá upp með sér.“ Vísir hefur fjallað um þetta fyrirbæri áður, til að mynda árið 2018 og ræddi þá við Ólaf Jóhann rithöfund sem hafði þá lengi staðið í því að reyna að stöðva útbreiðslu á falsfrétt um að hann hafi auðgast á Bitcon-viðskiptum en hægt gekk. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð,“ sagði Ólafur Jóhann þá og ljóst að þetta var ekki til þess fallið að kæta hans geð. Ari veit heldur ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, en hann segir þetta vel að merkja í þriðja skipti sem svona scam-herferð fari í gang og hann notaður sem beita. „Sú fyrsta var 2019 og fjallaði um að ég hefði ljóstrað upp um leyndarmál í þættinum „Með Loga” og að bankarnir óttuðust að Eldjárn myndi kenna öllum að græða peninga. Best fannst mér þó lýsingin á mér: „Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn,” segir Ari í svari til Stefáns. En samskonar„scam“ hafði áður gengið um Hafþór Júlíus. Hinn grínaktugi sagnfræðingur á ekki í vandræðum með að botna brandara skemmtikraftsins: „Ég þigg öll mín fjárfestingarráð frá þér og Hafþóri Júlíusi. Treysti hins vegar ekki glottinu á þessum rithöfundi hjá Sony.“
Samfélagsmiðlar Facebook Netglæpir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira