Það er svo sem lítið um leik GOG og SönderjyskE að segja. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG voru mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda.
Munurinn var orðinn sex mörk í hálfleik, staðan þá 18-12, og í síðari hálfleik jókst munurinn upp í níu mörk.
Lokatölur 36-27 GOG í vil. Viktor Gísli varði alls tíu skot í leiknum fyrir GOG á meðan Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark í liði SönderjyskE.