Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. apríl 2021 18:31 Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. Maskína gerði könnunina fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á dögunum 8. til 15. apríl. Fylgi Miðflokksins hefur dalað nokkuð í könnunum Maskínu undanfarið; var 7,3% í desember en 6,1% í mars. Flokkurinn hlaut 11,1% fylgi í síðustu kosningum árið 2017 og sjö þingsæti. Frá því að tveir þingmenn Flokks fólksins gengu í raðir Miðflokksins í ársbyrjun 2019 hefur hann verið fjölmennasti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hækkar aftur á móti. Vinstri Grænir mælast næststærsti flokkurinn með 15,2% miðað við 13,2% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 23,8% og Framsóknarflokksins í 11,1%. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagðí Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að kanna möguleika á áframhaldandi stjórnarsamstarfi fengju flokkarnir til þess umboð.vísir/Einar Saman eru stjórnarflokkarnir með um 50% fylgi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að stjórnarflokkarnir myndu kanna möguleikann á áframhaldandi samstarfi fengju þeir til þess umboð. „Ég held að það væri mjög eðlilegt að þessir flokkar myndu setjast niður og ræða möguleika á framhaldi. En við höfum sagt það núna eins og við sögðum fyrir síðustu kosningar að við erum ekki að útiloka neinn frá samstarfi og erum ekki að lofa neinu um samstarf,“ sagði Katrín og bætti við að það hafi ekki reynst farsælt að vera með of miklar yfirlýsingar og útiloka samstarfsmöguleika. „Það var nú kannski bara eftir þá reynslu sem við öðluðumst eftir kosningarnar 2016, þar sem var mjög erfitt að mynda ríkisstjórn og miklar yfirlýsingar höfðu verið gefnar fyrir kosningar, að við tókum þann lærdóm af því að vera ekki með of miklar yfirlýsingar.“ „En færi það svo að þessir flokkar fengu meirihluta væri það mjög eðlilegt að við myndum setjast niður og kanna möguleika á framhaldi,“ sagði Katrín í Víglínunni. Þannig það væri fyrsti kostur? „Það hangir auðvitað svo margt á niðurstöðum kosninga og þessi ríkisstjórn var mjög óvænt niðurstaða síðast og spratt meðal annars upp úr því hversu erfitt það hafði reynst að mynda ríkisstjórn áður. En þetta hefur gengið vel og þess vegna segi ég að það væri undarlegt að láta ekki reyna á framhaldið. En ég ætla ekki að útiloka neina aðra kosti hins vegar,“ sagði Katrín. Fylgi Samfylkingarinnar dalar enn Samfylkingin heldur áfram að dala í könnunum Maskínu. Fylgið stendur nú í 12,8% og hefur lækkað verulega frá áramótum þegar það var 17,9%. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu lækka einnig lítillega. Píratar um eitt prósent og mælast með 11,1% fylgi en Viðreisn með 11,5%. Ólíkt því sem verið hefur í síðustu könnunum mælist Sósíalistaflokkur Íslands ekki inni á þingi með 4,1% fylgi. Fylgi Flokks fólksins hækkar hins vegar aðeins og flokkurinn mælist nú inni með 5% fylgi. Maskína gerði könnunina á dögunum 8. til 15. apríl og svarendur voru 892 talsins. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira
Maskína gerði könnunina fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á dögunum 8. til 15. apríl. Fylgi Miðflokksins hefur dalað nokkuð í könnunum Maskínu undanfarið; var 7,3% í desember en 6,1% í mars. Flokkurinn hlaut 11,1% fylgi í síðustu kosningum árið 2017 og sjö þingsæti. Frá því að tveir þingmenn Flokks fólksins gengu í raðir Miðflokksins í ársbyrjun 2019 hefur hann verið fjölmennasti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hækkar aftur á móti. Vinstri Grænir mælast næststærsti flokkurinn með 15,2% miðað við 13,2% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 23,8% og Framsóknarflokksins í 11,1%. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagðí Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að kanna möguleika á áframhaldandi stjórnarsamstarfi fengju flokkarnir til þess umboð.vísir/Einar Saman eru stjórnarflokkarnir með um 50% fylgi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að stjórnarflokkarnir myndu kanna möguleikann á áframhaldandi samstarfi fengju þeir til þess umboð. „Ég held að það væri mjög eðlilegt að þessir flokkar myndu setjast niður og ræða möguleika á framhaldi. En við höfum sagt það núna eins og við sögðum fyrir síðustu kosningar að við erum ekki að útiloka neinn frá samstarfi og erum ekki að lofa neinu um samstarf,“ sagði Katrín og bætti við að það hafi ekki reynst farsælt að vera með of miklar yfirlýsingar og útiloka samstarfsmöguleika. „Það var nú kannski bara eftir þá reynslu sem við öðluðumst eftir kosningarnar 2016, þar sem var mjög erfitt að mynda ríkisstjórn og miklar yfirlýsingar höfðu verið gefnar fyrir kosningar, að við tókum þann lærdóm af því að vera ekki með of miklar yfirlýsingar.“ „En færi það svo að þessir flokkar fengu meirihluta væri það mjög eðlilegt að við myndum setjast niður og kanna möguleika á framhaldi,“ sagði Katrín í Víglínunni. Þannig það væri fyrsti kostur? „Það hangir auðvitað svo margt á niðurstöðum kosninga og þessi ríkisstjórn var mjög óvænt niðurstaða síðast og spratt meðal annars upp úr því hversu erfitt það hafði reynst að mynda ríkisstjórn áður. En þetta hefur gengið vel og þess vegna segi ég að það væri undarlegt að láta ekki reyna á framhaldið. En ég ætla ekki að útiloka neina aðra kosti hins vegar,“ sagði Katrín. Fylgi Samfylkingarinnar dalar enn Samfylkingin heldur áfram að dala í könnunum Maskínu. Fylgið stendur nú í 12,8% og hefur lækkað verulega frá áramótum þegar það var 17,9%. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu lækka einnig lítillega. Píratar um eitt prósent og mælast með 11,1% fylgi en Viðreisn með 11,5%. Ólíkt því sem verið hefur í síðustu könnunum mælist Sósíalistaflokkur Íslands ekki inni á þingi með 4,1% fylgi. Fylgi Flokks fólksins hækkar hins vegar aðeins og flokkurinn mælist nú inni með 5% fylgi. Maskína gerði könnunina á dögunum 8. til 15. apríl og svarendur voru 892 talsins.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira