„Fyrir löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona góður fyrir móralinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. apríl 2021 10:30 Pétur Jóhann er kominn í starf sem hann segist vera bestur í, að spjalla við fólk um daginn og veginn. Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið einn vinsælasti grínisti og leikari landsins undanfarin tuttugu ár. Alltaf verið nóg að gera en í kjölfar heimsfaraldurs fóru verkefnin að verða færri. Hann tók aftur á móti málin í sínar hendur og bjó til nýtt starf. Pétur Jóhann vinnur í dag hjá veitingarrisanum Gleðipinnar og sennilega við það sem hann er bestur í, að spjalla við fólk til að bæta starfsandann. „Ef ég á að reyna segja frá þessu í stuttu máli þá byrja ég á því að fá mér kaffi svo rölti ég af stað og spjalla við fólkið. Þetta er í raun spjallmeðferð sem ég er að bjóða upp á. Ég er búinn að ganga með drög af þessari hugmynd í mörg ár og núna er komin reynsla á þetta hér innan fyrirtækisins. Fullt af veitingastöðum og ég keyri á milli og svo veit ég ekkert hvað gerist. Byrja bara að spjalla en þetta er það sem ég hef verið að gera meira og minna alla mína ævi,“ segir Pétur Jóhann og heldur áfram. „Einhvers staðar las ég eða heyrði að maður ætti að gera það sem maður er góður í og ég veit að ég er góður í þessu. Að tala við fólk sem ég þekki ekki neitt um eitthvað.“ Pétur hefur nú þegar farið á alla veitingastaði Gleðipinna oftar en einu sinni og því er starfsfólkið farið að þekkja hann nokkuð vel. Hann segist alls ekki mæta á staðina til að fara með uppistand heldur einfaldlega til þess að gefa sér tíma til að ræða við starfsfólkið um daginn og veginn. „Ég er ekki upp á sviði og ég er ekki með hljóðnema og engar upp stilltar aðstæður. Ég er ekki að gera neinar kröfur á starfsfólkið og þau gera engar kröfur til mín. Þetta er bara spjall og ég hef verið að reyna skilja eftir góðan móral og bros á vör.“ Pétur segist sjá fyrir sér að vinna meira við þetta og jafnvel fyrir fleiri fyrirtæki og sér hann fyrir sér að þetta verkefni geti orðið enn stærra. Á sínum tíma vann Pétur Jóhann hjá Byko og það í heil átta ár. Hann var ekki besti starfskrafturinn en mikilvægur var hann. Pétur keyrir um á sér merktum bíl og sinnir sínu starfi sem spjallari. „Ég var þarna í átta ár og var vinsæll á vinnustaðnum. Þá sagði yfirmaður minn einu sinni við mig þegar ég hafði mætt of seint eða eitthvað álíka. Pétur þetta er ekki fyndið, mér finnst þú ekki fyndinn og ef ég segi þér alveg eins og er þá væri ég fyrir löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona góður fyrir móralinn.“ Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna, segir að tilraunin hafi heldur betur heppnast vel og haft góð áhrif. Það hafi sýnt sig í öllum rannsóknum að starfsumhverfi skipti sköpum hjá fyrirtækjum. „Ég hélt að hann væri að fíflast fyrst en þegar hann fór að lýsa þessu fyrir mér sá ég að honum var full alvara. Við erum á áhugaverðum stað með okkar fyrirtæki og mér fannst þetta skemmtilega galin hugmynd sem passar ágætlega við það sem við viljum ná fram hér,“ segir Jóhannes. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Veitingastaðir Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Alltaf verið nóg að gera en í kjölfar heimsfaraldurs fóru verkefnin að verða færri. Hann tók aftur á móti málin í sínar hendur og bjó til nýtt starf. Pétur Jóhann vinnur í dag hjá veitingarrisanum Gleðipinnar og sennilega við það sem hann er bestur í, að spjalla við fólk til að bæta starfsandann. „Ef ég á að reyna segja frá þessu í stuttu máli þá byrja ég á því að fá mér kaffi svo rölti ég af stað og spjalla við fólkið. Þetta er í raun spjallmeðferð sem ég er að bjóða upp á. Ég er búinn að ganga með drög af þessari hugmynd í mörg ár og núna er komin reynsla á þetta hér innan fyrirtækisins. Fullt af veitingastöðum og ég keyri á milli og svo veit ég ekkert hvað gerist. Byrja bara að spjalla en þetta er það sem ég hef verið að gera meira og minna alla mína ævi,“ segir Pétur Jóhann og heldur áfram. „Einhvers staðar las ég eða heyrði að maður ætti að gera það sem maður er góður í og ég veit að ég er góður í þessu. Að tala við fólk sem ég þekki ekki neitt um eitthvað.“ Pétur hefur nú þegar farið á alla veitingastaði Gleðipinna oftar en einu sinni og því er starfsfólkið farið að þekkja hann nokkuð vel. Hann segist alls ekki mæta á staðina til að fara með uppistand heldur einfaldlega til þess að gefa sér tíma til að ræða við starfsfólkið um daginn og veginn. „Ég er ekki upp á sviði og ég er ekki með hljóðnema og engar upp stilltar aðstæður. Ég er ekki að gera neinar kröfur á starfsfólkið og þau gera engar kröfur til mín. Þetta er bara spjall og ég hef verið að reyna skilja eftir góðan móral og bros á vör.“ Pétur segist sjá fyrir sér að vinna meira við þetta og jafnvel fyrir fleiri fyrirtæki og sér hann fyrir sér að þetta verkefni geti orðið enn stærra. Á sínum tíma vann Pétur Jóhann hjá Byko og það í heil átta ár. Hann var ekki besti starfskrafturinn en mikilvægur var hann. Pétur keyrir um á sér merktum bíl og sinnir sínu starfi sem spjallari. „Ég var þarna í átta ár og var vinsæll á vinnustaðnum. Þá sagði yfirmaður minn einu sinni við mig þegar ég hafði mætt of seint eða eitthvað álíka. Pétur þetta er ekki fyndið, mér finnst þú ekki fyndinn og ef ég segi þér alveg eins og er þá væri ég fyrir löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona góður fyrir móralinn.“ Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna, segir að tilraunin hafi heldur betur heppnast vel og haft góð áhrif. Það hafi sýnt sig í öllum rannsóknum að starfsumhverfi skipti sköpum hjá fyrirtækjum. „Ég hélt að hann væri að fíflast fyrst en þegar hann fór að lýsa þessu fyrir mér sá ég að honum var full alvara. Við erum á áhugaverðum stað með okkar fyrirtæki og mér fannst þetta skemmtilega galin hugmynd sem passar ágætlega við það sem við viljum ná fram hér,“ segir Jóhannes. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Veitingastaðir Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira