Leiðin á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2021 16:00 Ísland hóf undirbúning sinn fyrir leikina í haust með vináttulandsleikjum við Ítalíu fyrr í þessum mánuði. Ísland tapaði fyrri leiknum 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli en báðir leikirnir fóru fram í Flórens. Getty/Matteo Ciambelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni næsta heimsmeistaramóts. HM fer næst fram sumarið 2023 og verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Íslenska landsliðið freistar þess að komast á HM í fyrsta sinn en liðið spilar hins vegar í lokakeppni EM á næsta ári, í fjórða sinn. Dregið verður í undankeppni HM þann 30. apríl. Ísland er í næstefsta styrkleikaflokki og getur því ekki dregist gegn öðrum liðum í þeim flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni HM: Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría. Undankeppni HM hefst í september og þá leikur Ísland sína fyrstu mótsleiki undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn voru vináttulandsleikir við Ítalíu ytra, 1-0 tap og 1-1 jafntefli, en Ítalir eru einmitt í efsta styrkleikaflokki. Leiðin á HM er afar torfær, þrátt fyrir að þátttökuþjóðir verði nú í fyrsta sinn 32 talsins í stað 24 áður. Alls er 51 þjóð í undankeppninni í Evrópu en 11-12 Evrópuþjóðir komast á HM. Leikið verður í níu riðlum í undankeppninni. Aðeins efsta lið hvers undanriðils kemst beint á HM en liðin í 2. sæti komast í umspil. Óhætt er að segja að umspilið sé nokkuð flókið en því er lýst hér að neðan: Umspilið: Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM. Eins og fyrr segir hefst undankeppnin um miðjan september. Leikið verður í september, október og nóvember á þessu ári, í apríl á næsta ári, og undankeppninni lýkur svo um mánaðamótin ágúst-september 2022. Umspilið í Evrópu verður svo dagana 3.-11. október 2022. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
HM fer næst fram sumarið 2023 og verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Íslenska landsliðið freistar þess að komast á HM í fyrsta sinn en liðið spilar hins vegar í lokakeppni EM á næsta ári, í fjórða sinn. Dregið verður í undankeppni HM þann 30. apríl. Ísland er í næstefsta styrkleikaflokki og getur því ekki dregist gegn öðrum liðum í þeim flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni HM: Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría. Undankeppni HM hefst í september og þá leikur Ísland sína fyrstu mótsleiki undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn voru vináttulandsleikir við Ítalíu ytra, 1-0 tap og 1-1 jafntefli, en Ítalir eru einmitt í efsta styrkleikaflokki. Leiðin á HM er afar torfær, þrátt fyrir að þátttökuþjóðir verði nú í fyrsta sinn 32 talsins í stað 24 áður. Alls er 51 þjóð í undankeppninni í Evrópu en 11-12 Evrópuþjóðir komast á HM. Leikið verður í níu riðlum í undankeppninni. Aðeins efsta lið hvers undanriðils kemst beint á HM en liðin í 2. sæti komast í umspil. Óhætt er að segja að umspilið sé nokkuð flókið en því er lýst hér að neðan: Umspilið: Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM. Eins og fyrr segir hefst undankeppnin um miðjan september. Leikið verður í september, október og nóvember á þessu ári, í apríl á næsta ári, og undankeppninni lýkur svo um mánaðamótin ágúst-september 2022. Umspilið í Evrópu verður svo dagana 3.-11. október 2022.
Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría.
Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira