Þetta eru Holland, Frakkland, Pólland og Ungverjalandi, Bermúda, Curaco, San Marínó og Úrúgvæ, að því er fram kemur á vef landlæknisembættisins. Áður hafði komið fram að þau fjögur fyrstnefndu myndu falla undir skilyrðið.
Í því frumvarpi sem er nú til umræðu á Alþingi er miðað við að hægt verði að skylda farþega í sóttvarnahús frá löndum þar sem fjöldi nýrra kórónuveirusmita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa á fjórtán daga tímabili. Þá er miðað við það svæði innan landsins þar sem nýgengi mælist hæst.
Farþegar frá ellefu ríkjum gætu sótt um undanþágu
Einnig er gert ráð fyrir að farþegar frá tilteknum ríkjum þurfi að meginreglu að dvelja í sóttvarnahúsi en geti sótt um undanþágu sé sýnt fram á að þeir uppfylli öll skilyrði sóttkvíar í eigin húsnæði. Samkvæmt lista sóttvarnalæknis myndu ellefu lönd falla undir það skilyrði í dag.
Þar er um að ræða Andorra, Barein, Króatíu, Kýpur, Eistland, Ítalíu, Litháen, Jórdaníu, Serbíu, Svíþjóð og Tyrkland en í þeim löndum mælist fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa á bilinu 750 til 1.000 smit.
Reiknað er með að umrætt lagafrumvarp verði samþykkt á Alþingi síðar í dag. Samkvæmt því verður heimild stjórnvalda til að skikka farþega í sóttvarnahús tímabundin og gilda til og með 30. júní næstkomandi. Málið er enn til umfjöllunar á þinginu og gætu áðurnefnd viðmið því breyst og fjöldi þeirra ríkja sem falla undir þau þar með.
Fréttin hefur verið uppfærð.