Segist hafa verið varaður við því að tjá sig um Samherjamálið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 10:47 Bubbi Morthens gagnrýnir Samherja vegna vefþátta sem félagið hefur gefið út um umfjöllun Ríkisútvarpsins um umsvif félagsins í Namibíu. Vísir Bubbi Morthens segir vefþætti útgerðarfélagsins Samherja, þar sem félagið svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, ískaldan áróður þar sem hamast og sparkað sé í íslenska fréttamenn. „Árásir Samherja eru fordæmalausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður kjaftstopp. Það deilir enginn um staðreyndir. En þegar fyrirtækið er afhjúpað þannig að nakinn sannleikurinn blasir við þá eru viðbrögð þess að fara í herferð gegn Helga Seljan fréttamanni,“ skrifar Bubbi í færslu á Facebook sem hann birti í gærkvöldi. Hann segir það sérstaklega sláandi að þingmenn þjóðarinnar skuli þegja yfir því sem „þeir klárlega heyra og sjá.“ „Er það þetta sem við almenningur viljum? Að það sé ráðist á fréttafólk sem er að vinna sína vinnu? Það eru gerðir sjónvarpsþættir til þess að taka Helga niður og settir á netið þannig að þeir blasa við öllum, börnum jafnt sem fullorðnum,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við?“ Deilur Samherja og Ríkisútvarpsins hafa líklega ekki farið fram hjá neinum en eftir umfjöllun Kveiks, fréttaskýringaþáttar RÚV, um umsvif Samherja og meint brot þeirra í Namibíu sem fór fram í nóvember 2019 hefur Samherji staðið í útgáfu vefþátta um umfjöllun RÚV. Þættirnir vöktu mikla athygli til að byrja með og ljóst var að fyrirtækið hafði varið talsverðu fjármagni í auglýsingu á þeim. Vakti það meðal annars athygli að auglýsing fyrir þættina birtist í YouTube myndböndum, jafnvel myndböndum sem ætluð eru börnum. Þá kærði Samherji ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Aðeins einn hinna kærðu var úrskurðaður brotlegur við siðareglum, hann Helgi Seljan, vegna ummæla hans um Samherja. Árásir Samherja eru fordæmislausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður...Posted by Bubbi Morthens on Saturday, April 24, 2021 „Ég vil líka benda á hvernig áhrif flokka og fyrirtækja teygja sig inní alla króka og kima samfélagsins. Fólk hefur ítrekað sagt við mig: Ekki tjá þig um mál Helga, það getur skemmt fyrir þér. Ekki tjá þig um mál Jóns Ásgeirs sem var þar til nýlega fyrir dómstólum í 16 ár vegna óvildar DO og áhrifa hans inní kerfið. Það getur skemmt fyrir þér… þetta heyrir maður út um allt,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við? Þingmenn horfa annað þegar aðför Samherja gegn Helga Seljan blasir öllum við. Það tekur Samherji sem grænt ljós yfir siðferðisþröskuldinn. EF fólk þorir ekki að tjá sig af ótta við að það hafi afleiðingar sem geti ógnað afkomu þess þá erum við komin útá ystu brún lýðræðis og tómið blasir við.“ Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10 Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. 15. apríl 2021 14:39 Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 13. apríl 2021 21:01 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
„Árásir Samherja eru fordæmalausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður kjaftstopp. Það deilir enginn um staðreyndir. En þegar fyrirtækið er afhjúpað þannig að nakinn sannleikurinn blasir við þá eru viðbrögð þess að fara í herferð gegn Helga Seljan fréttamanni,“ skrifar Bubbi í færslu á Facebook sem hann birti í gærkvöldi. Hann segir það sérstaklega sláandi að þingmenn þjóðarinnar skuli þegja yfir því sem „þeir klárlega heyra og sjá.“ „Er það þetta sem við almenningur viljum? Að það sé ráðist á fréttafólk sem er að vinna sína vinnu? Það eru gerðir sjónvarpsþættir til þess að taka Helga niður og settir á netið þannig að þeir blasa við öllum, börnum jafnt sem fullorðnum,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við?“ Deilur Samherja og Ríkisútvarpsins hafa líklega ekki farið fram hjá neinum en eftir umfjöllun Kveiks, fréttaskýringaþáttar RÚV, um umsvif Samherja og meint brot þeirra í Namibíu sem fór fram í nóvember 2019 hefur Samherji staðið í útgáfu vefþátta um umfjöllun RÚV. Þættirnir vöktu mikla athygli til að byrja með og ljóst var að fyrirtækið hafði varið talsverðu fjármagni í auglýsingu á þeim. Vakti það meðal annars athygli að auglýsing fyrir þættina birtist í YouTube myndböndum, jafnvel myndböndum sem ætluð eru börnum. Þá kærði Samherji ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Aðeins einn hinna kærðu var úrskurðaður brotlegur við siðareglum, hann Helgi Seljan, vegna ummæla hans um Samherja. Árásir Samherja eru fordæmislausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður...Posted by Bubbi Morthens on Saturday, April 24, 2021 „Ég vil líka benda á hvernig áhrif flokka og fyrirtækja teygja sig inní alla króka og kima samfélagsins. Fólk hefur ítrekað sagt við mig: Ekki tjá þig um mál Helga, það getur skemmt fyrir þér. Ekki tjá þig um mál Jóns Ásgeirs sem var þar til nýlega fyrir dómstólum í 16 ár vegna óvildar DO og áhrifa hans inní kerfið. Það getur skemmt fyrir þér… þetta heyrir maður út um allt,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við? Þingmenn horfa annað þegar aðför Samherja gegn Helga Seljan blasir öllum við. Það tekur Samherji sem grænt ljós yfir siðferðisþröskuldinn. EF fólk þorir ekki að tjá sig af ótta við að það hafi afleiðingar sem geti ógnað afkomu þess þá erum við komin útá ystu brún lýðræðis og tómið blasir við.“
Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10 Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. 15. apríl 2021 14:39 Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 13. apríl 2021 21:01 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10
Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. 15. apríl 2021 14:39
Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 13. apríl 2021 21:01