Nomadland valin best á Óskarsverðlaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2021 03:40 Frances Mcdormand í hlutverki sínu í myndinni. Kvikmyndin Nomadland fékk flestar styttur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt, eða þrjár talsins. Hún var valin besta myndin, Frances McDormand hreppti hnossið sem besta leikkona í aðalhlutverki og Chloé Zhao var valin besti leikstjórinn. Breska goðsögnin Anthony Hopkins vann verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á föður sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn í kvikmyndinni The Father. Daniel Kaluuya var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í Judas and the Black Messiah. Youn Yuh-Jung vann verðlaunin í kvennaflokki fyrir leik sinn í Minari. Engin verðlaun til Íslands í ár Íslendingar vonuðust eftir verðlaunum í þremur flokkum en varð ekki að ósk sinni. Stutta teiknimyndin Já-fólk eftir Gísla Darra Halldórsson, Húsavíkurlagið og leikmyndahönnun Tenet, sem Eggert Ketilsson kom að, voru tilnefnd til verðlauna en hlutu þau ekki. Gísli Darri á rauða dreglinum í kvöld. Stúlkur í fimmta bekk Borgarhólsskóla áttu sviðið í upphafi útsendingarinnar þegar Húsavíkurlagið var spilað. Myndbandið var skotið á dögunum á Húsavík og þar eru stúlkurnar með sænsku söngkonunni Molly Sanden við höfnina á Húsavík. Einhverjir vonuðust eftir Óskarsverðlaunum til Íslands annað árið í röð eftir að Hildur Guðnadóttir skráði sig á spjöld sögunnar í fyrra. Biðin eftir næstu Óskarsverðlaunum Íslands verður eitthvað lengri. Að neðan má sjá lista yfir sigurvegara í stærstu flokkunum. Besta mynd The Father Judas and the Black Messiah Mank Minari Nomadland – SIGURVEGARI Promising Young Woman Sound of Metal The Trial of the Chicago 7 Besta leikkona í aðalhlutverki Viola Davis, Ma Rainey’s Black Bottom Andra Day, The United States vs Billie Holiday Vanessa Kirby, Pieces of a Woman Frances McDormand, Nomadland – SIGURVEGARI Carey Mulligan, Promising Young Woman Besti leikari í aðalhlutverki Riz Ahmed, Sound of Metal Chadwick Boseman, Ma Rainey’s Black Bottom Anthony Hopkins, The Father – SIGURVEGARI Gary Oldman, Mank Steven Yeun, Minari Besta leikkona í aukahlutverki Maria Bakalova, Borat Subsequent Moviefilm Glenn Close, Hillbilly Elegy Olivia Colman, The Father Amanda Seyfried, Mank Youn Yuh-Jung, Minari – SIGURVEGARI Besti leikari í aukahlutverki Sacha Baron Cohen, The Trial of the Chicago 7 Daniel Kaluuya, Judas and the Black Messiah – SIGURVEGARI Leslie Odom, Jr, One Night in Miami Paul Raci, Sound of Metal Lakeith Stanfield, Judas and the Black Messiah Besta frumsamda handrit Judas and the Black Messiah Minari Promising Young Woman – SIGURVEGARI Sound of Metal The Trial of the Chicago 7 Besta handrit byggt á áður útgefnu efni Borat Subsequent Moviefilm The Father – SIGURVEGARI Nomadland One Night in Miami The White Tiger Besta erlenda myndin Druk – SIGURVEGARI Better Days Collective The Man Who Sold His Skin Quo Vadis, Aida? Besta förðun og hár Emma Hillbilly Elegy Ma Rainey’s Black Bottom – SIGURVEGARI Mank Pinocchio Besta búningahönnun Emma Mank Ma Rainey’s Black Bottom – SIGURVEGARI Mulan Pinocchio Manngæsku verðlaun kennd við Jean Hersholt MPTF (Motion Picture & Television Fund) Besti leikstjóri Thomas Vinterberg, Druk Emerald Fennell, Promising Young Woman David Fincher, Mank Lee Isaac Chung, Minari Chloé Zhao, Nomadland – SIGURVEGARI Besta hljóð Greyhound Mank News of the World Sound of Metal – SIGURVEGARI Soul Besta stuttmynd Feeling Through The Letter Room The Present Two Distant Strangers – SIGURVEGARI White Eye Besta stutta teiknimynd Burrow Genius Loci If Anything Happens I Love You – SIGURVEGARI Opera Já-fólkið Besta stuttteiknimyndin Onward Over the Moon A Shaun the Sheep Movie: Farmageddon Soul – SIGURVEGARI Wolfwalkers Besta stutta heimildamyndin Colette – SIGURVEGARI A Concerto Is a Conversation Do Not Split Hunger Ward A Love Song for Latasha Besta heimildamynd Collective Crip Camp The Mole Agent My Octopus Teacher – SIGURVEGARI Time Bestu tæknibrellur Love and Monsters The Midnight Sky Mulan The One and Only Ivan Tenet – SIGURVEGARI Besta framleiðsla The Father Ma Rainey’s Black Bottom Mank – SIGURVEGARI News of the World Tenet Besta kvikmyndatakan Judas and the Black Messiah Mank – SIGURVEGARI News of the World Nomadland The Trial of the Chicago 7 Besta klippingin The Father Nomadland Promising Young Woman Sound of Metal – SIGURVEGARI The Trial of the Chicago 7 Manngæskuverðlaun kennd við Jean Hersholt Tyler Perry Besta tónlist í kvikmynd Da 5 Bloods Mank Minari News of the World Soul – SIGURVEGARI Besta lag í kvikmynd Husavik, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga Fight For You, Judas and the Black Messiah – SIGURVEGARI Io Sì (Seen), The Life Ahead Speak Now, One Night in Miami Hear My Voice, The Trial of the Chicago 7 Fylgst var með gangi mála í Óskarsvaktinni á Vísi í nótt.
Breska goðsögnin Anthony Hopkins vann verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á föður sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn í kvikmyndinni The Father. Daniel Kaluuya var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í Judas and the Black Messiah. Youn Yuh-Jung vann verðlaunin í kvennaflokki fyrir leik sinn í Minari. Engin verðlaun til Íslands í ár Íslendingar vonuðust eftir verðlaunum í þremur flokkum en varð ekki að ósk sinni. Stutta teiknimyndin Já-fólk eftir Gísla Darra Halldórsson, Húsavíkurlagið og leikmyndahönnun Tenet, sem Eggert Ketilsson kom að, voru tilnefnd til verðlauna en hlutu þau ekki. Gísli Darri á rauða dreglinum í kvöld. Stúlkur í fimmta bekk Borgarhólsskóla áttu sviðið í upphafi útsendingarinnar þegar Húsavíkurlagið var spilað. Myndbandið var skotið á dögunum á Húsavík og þar eru stúlkurnar með sænsku söngkonunni Molly Sanden við höfnina á Húsavík. Einhverjir vonuðust eftir Óskarsverðlaunum til Íslands annað árið í röð eftir að Hildur Guðnadóttir skráði sig á spjöld sögunnar í fyrra. Biðin eftir næstu Óskarsverðlaunum Íslands verður eitthvað lengri. Að neðan má sjá lista yfir sigurvegara í stærstu flokkunum. Besta mynd The Father Judas and the Black Messiah Mank Minari Nomadland – SIGURVEGARI Promising Young Woman Sound of Metal The Trial of the Chicago 7 Besta leikkona í aðalhlutverki Viola Davis, Ma Rainey’s Black Bottom Andra Day, The United States vs Billie Holiday Vanessa Kirby, Pieces of a Woman Frances McDormand, Nomadland – SIGURVEGARI Carey Mulligan, Promising Young Woman Besti leikari í aðalhlutverki Riz Ahmed, Sound of Metal Chadwick Boseman, Ma Rainey’s Black Bottom Anthony Hopkins, The Father – SIGURVEGARI Gary Oldman, Mank Steven Yeun, Minari Besta leikkona í aukahlutverki Maria Bakalova, Borat Subsequent Moviefilm Glenn Close, Hillbilly Elegy Olivia Colman, The Father Amanda Seyfried, Mank Youn Yuh-Jung, Minari – SIGURVEGARI Besti leikari í aukahlutverki Sacha Baron Cohen, The Trial of the Chicago 7 Daniel Kaluuya, Judas and the Black Messiah – SIGURVEGARI Leslie Odom, Jr, One Night in Miami Paul Raci, Sound of Metal Lakeith Stanfield, Judas and the Black Messiah Besta frumsamda handrit Judas and the Black Messiah Minari Promising Young Woman – SIGURVEGARI Sound of Metal The Trial of the Chicago 7 Besta handrit byggt á áður útgefnu efni Borat Subsequent Moviefilm The Father – SIGURVEGARI Nomadland One Night in Miami The White Tiger Besta erlenda myndin Druk – SIGURVEGARI Better Days Collective The Man Who Sold His Skin Quo Vadis, Aida? Besta förðun og hár Emma Hillbilly Elegy Ma Rainey’s Black Bottom – SIGURVEGARI Mank Pinocchio Besta búningahönnun Emma Mank Ma Rainey’s Black Bottom – SIGURVEGARI Mulan Pinocchio Manngæsku verðlaun kennd við Jean Hersholt MPTF (Motion Picture & Television Fund) Besti leikstjóri Thomas Vinterberg, Druk Emerald Fennell, Promising Young Woman David Fincher, Mank Lee Isaac Chung, Minari Chloé Zhao, Nomadland – SIGURVEGARI Besta hljóð Greyhound Mank News of the World Sound of Metal – SIGURVEGARI Soul Besta stuttmynd Feeling Through The Letter Room The Present Two Distant Strangers – SIGURVEGARI White Eye Besta stutta teiknimynd Burrow Genius Loci If Anything Happens I Love You – SIGURVEGARI Opera Já-fólkið Besta stuttteiknimyndin Onward Over the Moon A Shaun the Sheep Movie: Farmageddon Soul – SIGURVEGARI Wolfwalkers Besta stutta heimildamyndin Colette – SIGURVEGARI A Concerto Is a Conversation Do Not Split Hunger Ward A Love Song for Latasha Besta heimildamynd Collective Crip Camp The Mole Agent My Octopus Teacher – SIGURVEGARI Time Bestu tæknibrellur Love and Monsters The Midnight Sky Mulan The One and Only Ivan Tenet – SIGURVEGARI Besta framleiðsla The Father Ma Rainey’s Black Bottom Mank – SIGURVEGARI News of the World Tenet Besta kvikmyndatakan Judas and the Black Messiah Mank – SIGURVEGARI News of the World Nomadland The Trial of the Chicago 7 Besta klippingin The Father Nomadland Promising Young Woman Sound of Metal – SIGURVEGARI The Trial of the Chicago 7 Manngæskuverðlaun kennd við Jean Hersholt Tyler Perry Besta tónlist í kvikmynd Da 5 Bloods Mank Minari News of the World Soul – SIGURVEGARI Besta lag í kvikmynd Husavik, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga Fight For You, Judas and the Black Messiah – SIGURVEGARI Io Sì (Seen), The Life Ahead Speak Now, One Night in Miami Hear My Voice, The Trial of the Chicago 7 Fylgst var með gangi mála í Óskarsvaktinni á Vísi í nótt.
Óskarinn Bíó og sjónvarp Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira