„Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. apríl 2021 07:01 Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. Vísir/Vilhelm „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. „Covid og allir fylgikvillar þessa heimsfaraldurs hefur reynt svo á sveigjanleikann í okkur öllum að við erum orðin kvíðnari, þreyttari og sjálfstraustið hefur minnkað hjá mörgum,“ segir Þórkatla og bætir við: „Langtímaþreyta er seig og vinna að losna við kvíðann sem sest hefur að í brjóstum þeirra sem mest hefur reynt á.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um fjarvinnu í kjölfar Covid og bólusetningar. Í gær var sagt frá innleiðingu fjarvinnustefnu hjá fyrirtæki sem starfar á alþjóðavettvangi en í dag er fjallað um hvaða þætti vinnustaðir þurfa að huga að sérstaklega, varðandi líðan starfsfólks. Útundanótti, samviskubit og alls kyns tilfinningar Þórkatla segir fjarvinnu henta mörgum mjög vel, ekki síst vegna þess að í fjarvinnu eiga margir auðveldara með að stýra álagi og draga úr streitu. Sumum líður jafnvel svo vel heima að þeir fá yfir því samviskubit: „Þeir sem una hag sínum vel heima við vinnu fá samviskubit yfir því að finnast þetta ástand hafa jákvæðar hliðar og segja helst frá því í hálfgerðum hvíslingum að þeim hafi unnist svo vel í heimavinnunni að þeir kvíði fyrir að koma aftur til vinnu í normal ástand.“ Fjarvinnan er hins vegar að kalla fram ýmsar tilfinningar hjá fólki, sem vinnustaðir þurftu kannski áður að hugsa minna um. Dæmi um slíka tilfinningu er útundanótti. Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum og vera meðvituð um að samskipti séu góð og mikil, starfsmönnum sé gert auðvelt að koma aftur inn á vinnustaðinn og þeir sem eru í fjarvinnu gleymist ekki, fái rými fyrir samvinnu og aðstoð reglulega og sérstaklega sé líka vel hugað að vinnuaðstöðu þeirra sem vinna heima.“ Þá kvíða margir því að snúa aftur á vinnustaði. „Sumir eru kvíðnir og óttast að þeim gangi illa að ná takti í hópnum á ný, finnst þeir orðnir afskiptir og ekki lengur tilheyra starfshópnum. Óttast að þeir séu ekki lengur með og hafi ekki náð að fylgjast með og vera inn í ákvörðunum og þróun á vinnustaðnum síðasta árið,“ segir Þórkatla. Eins þurfi vinnustaðir að vera vel í stakk búnir til að ræða um áskoranir fjarvinnunnar við starfsfólk, því þótt fólk kjósi fjarvinnu, er ekki þar með sagt að það hafi ekki þörf á að ræða ýmiss mál henni tengdri. „Margir lýsa því að eiga erfitt með að glíma við einbeitingarskort heima við og nefna það sérstaklega að þeim finnist erfitt að ræða þennan einbeitingarskort við vinnufélaga og stjórnendur.“ Fær stjórnandinn tíma? Sjálf segist Þórkatla mæla með blönduðu fyrirkomulagi viðveru og fjarveru, þar sem það er hægt og fyrir það starfsfólk sem slíkt fyrirkomulag hentar. Hins vegar þurfi vinnustaðir að íhuga hvort stjórnendur séu að fá svigrúm til að sinna því stjórnendahlutverki sem þeim er ætlað að sinna. „Staðan á íslenskum vinnumarkaði er sú að flestir stjórnendur eru einnig sérfræðingar og sérverkefni stjórnandans sem sérfræðings eru unnin meðfram og oft á hlaupum, eða þegar allir hinir eru farnir heim. Sem er auðvitað ekki gott,“ segir Þórkatla og bætir við: Hin hliðin á þeim peningi er sú að starfshópnum finnst erfitt að vera í litlu sambandi við stjórnandann vikum saman. Margir fyllast óöryggi og útundanótta og vantraust eykst gagnvart vinnufélögum og stjórnendum. Þetta er mjög mannlegt og jafnvel óumflýjanlegt.“ Þá segir hún allt skipulag í kringum fjarvinnufólk þurfi að vera gott og stjórnendur þurfi að fá svigrúm til að geta gefið sig að fólki. Til dæmis að hringja reglulega í hvern og einn. „Fundartímar þurfa að vera ákveðnir með fyrirvara, reglulegir fundir með hópnum, fundir ekki of langir, né of þétt yfir daginn og markvissir, stjórnandi eigi símtöl eða stutta prívat fundi reglulega við hvern og einn,“ segir Þórkatla og bætir því við að samhliða þurfi að huga vel að félagslega þættinum með rafrænum skemmtunum eins og bingó, spurningarkeppnum og fleira í þeim dúr. „Sumir vinnustaðir hafa sent lítinn glaðning til starfsmanna inn á milli og ótrúlegt hvað slíkur gjörningur gleður.“ Þórkatla mælir með blönduðu fyrirkomulagi viðveru og fjarvinnu þar sem það er hægt og fyrir þann hóp fólks sem það hentar. Hún segir hins vegar að vinnustaðir þurfi að fylgjast mjög vel með líðan starfsfólks þótt það kjósi fjarvinnu. Tilfinningar eins og útundanótti eða þörf fyrir að ræða áskoranir fjarvinnu, eru dæmi um atriði sem huga þarf að.Vísir/Vilhelm Foreldri eða starfsmaður? Þá segir Þórkatla ekki nóg að bjóða upp á fjarvinnu sem valkost. Leiðbeina þurfi fólki um það, hvernig best er að haga þeirri fjarvinnu. Það er ákveðið áhyggjuefni að breyta heimili að hluta til í vinnustað til langframa. Það auðveldar okkur lífið að greina skýrt á milli krefjandi hlutverka- vinnu og einkalífs. Þegar mörkin verða óskýrari er aukin hætta á streitu og meiri þreytu,“ segir Þórkatla. Sem dæmi um hvernig vinnustaðir þurfa að leiðbeina fólki um hvernig fjarvinnunni sé best háttað heima fyrir, nefnir Þórkatla mikilvægi þess að fólk sé með fasta vinnuaðstöðu heima fyrir og dreifi ekki vinnunni yfir borð og bekki sem aðrir heimilismenn hafa til afnota. Því það er ekki gott fyrir fólk að reyna að vera hvoru tveggja í sömu andránni: Heimilismaðurinn og starfsmaðurinn. Hún nefnir sem dæmi fólk í fjarvinnu, þar sem börn eru á heimili. „Því yngri fjölskyldumeðlimir ætlast að sjálfsögðu til að viðkomandi sé í sínu fjölskylduhlutverki sem foreldri en ekki starfsmaður,“ segir Þórkatla og bætir við: „Þetta er kúnst og reynir á okkur.“ Áfram liðsheild Þórkatla segir þó að fjarvinna og/eða blandað fyrirkomulag geti leitt margt gott af sér. Bæði sé það umhverfisvænna en eins séu margar vísbendingar um að valmöguleikar um fjarvinnu geti bætt líðan starfsfólks. Við höfum lært það á þessum tíma að heimavinna hentar sumum mjög vel og minnkar jafnvel líkur á kulnun og örmögnun í krefjandi störfum,“ segir Þórkatla. Þórkatla mælir því með því að vinnustaðir reyni að fara bil beggja og komi til móts við þarfir starfsmanna þar sem það er hægt. „Þar þarf að hlusta á óskir um heimavinnu en jafnframt hafa það í huga að koma til móts við þarfir starfsmanna að fá að tilheyra starfshópi, njóta góðs starfsanda, vinna með sterku teymi og upplifa að ná markmiðum sínum með félögunum,“ segir Þórkatla. Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Aðeins toppurinn á ísjakanum sjáanlegur í kjölfar Covid Vinnustaðir eru aðeins að sjá toppinn á ísjakanum hvað varðar áhrif Covid á líðan starfsfólks. Einangrunin, fjarvinnan og samkomubann eru allt atriði sem eru að hafa áhrif á fólk sem ekki sér alveg fyrir endann á enn þá hvaða afleiðingar muni hafa. 17. nóvember 2020 07:01 Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Hertar sóttvarnarreglur leiða enn fleira starfsfólk heim í fjarvinnu, svo ekki sé talað um námsfólk á öllum aldri. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp þau einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að vera vakandi yfir og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fór yfir með okkur á dögunum. 25. mars 2021 07:01 Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01 Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Covid og allir fylgikvillar þessa heimsfaraldurs hefur reynt svo á sveigjanleikann í okkur öllum að við erum orðin kvíðnari, þreyttari og sjálfstraustið hefur minnkað hjá mörgum,“ segir Þórkatla og bætir við: „Langtímaþreyta er seig og vinna að losna við kvíðann sem sest hefur að í brjóstum þeirra sem mest hefur reynt á.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um fjarvinnu í kjölfar Covid og bólusetningar. Í gær var sagt frá innleiðingu fjarvinnustefnu hjá fyrirtæki sem starfar á alþjóðavettvangi en í dag er fjallað um hvaða þætti vinnustaðir þurfa að huga að sérstaklega, varðandi líðan starfsfólks. Útundanótti, samviskubit og alls kyns tilfinningar Þórkatla segir fjarvinnu henta mörgum mjög vel, ekki síst vegna þess að í fjarvinnu eiga margir auðveldara með að stýra álagi og draga úr streitu. Sumum líður jafnvel svo vel heima að þeir fá yfir því samviskubit: „Þeir sem una hag sínum vel heima við vinnu fá samviskubit yfir því að finnast þetta ástand hafa jákvæðar hliðar og segja helst frá því í hálfgerðum hvíslingum að þeim hafi unnist svo vel í heimavinnunni að þeir kvíði fyrir að koma aftur til vinnu í normal ástand.“ Fjarvinnan er hins vegar að kalla fram ýmsar tilfinningar hjá fólki, sem vinnustaðir þurftu kannski áður að hugsa minna um. Dæmi um slíka tilfinningu er útundanótti. Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum og vera meðvituð um að samskipti séu góð og mikil, starfsmönnum sé gert auðvelt að koma aftur inn á vinnustaðinn og þeir sem eru í fjarvinnu gleymist ekki, fái rými fyrir samvinnu og aðstoð reglulega og sérstaklega sé líka vel hugað að vinnuaðstöðu þeirra sem vinna heima.“ Þá kvíða margir því að snúa aftur á vinnustaði. „Sumir eru kvíðnir og óttast að þeim gangi illa að ná takti í hópnum á ný, finnst þeir orðnir afskiptir og ekki lengur tilheyra starfshópnum. Óttast að þeir séu ekki lengur með og hafi ekki náð að fylgjast með og vera inn í ákvörðunum og þróun á vinnustaðnum síðasta árið,“ segir Þórkatla. Eins þurfi vinnustaðir að vera vel í stakk búnir til að ræða um áskoranir fjarvinnunnar við starfsfólk, því þótt fólk kjósi fjarvinnu, er ekki þar með sagt að það hafi ekki þörf á að ræða ýmiss mál henni tengdri. „Margir lýsa því að eiga erfitt með að glíma við einbeitingarskort heima við og nefna það sérstaklega að þeim finnist erfitt að ræða þennan einbeitingarskort við vinnufélaga og stjórnendur.“ Fær stjórnandinn tíma? Sjálf segist Þórkatla mæla með blönduðu fyrirkomulagi viðveru og fjarveru, þar sem það er hægt og fyrir það starfsfólk sem slíkt fyrirkomulag hentar. Hins vegar þurfi vinnustaðir að íhuga hvort stjórnendur séu að fá svigrúm til að sinna því stjórnendahlutverki sem þeim er ætlað að sinna. „Staðan á íslenskum vinnumarkaði er sú að flestir stjórnendur eru einnig sérfræðingar og sérverkefni stjórnandans sem sérfræðings eru unnin meðfram og oft á hlaupum, eða þegar allir hinir eru farnir heim. Sem er auðvitað ekki gott,“ segir Þórkatla og bætir við: Hin hliðin á þeim peningi er sú að starfshópnum finnst erfitt að vera í litlu sambandi við stjórnandann vikum saman. Margir fyllast óöryggi og útundanótta og vantraust eykst gagnvart vinnufélögum og stjórnendum. Þetta er mjög mannlegt og jafnvel óumflýjanlegt.“ Þá segir hún allt skipulag í kringum fjarvinnufólk þurfi að vera gott og stjórnendur þurfi að fá svigrúm til að geta gefið sig að fólki. Til dæmis að hringja reglulega í hvern og einn. „Fundartímar þurfa að vera ákveðnir með fyrirvara, reglulegir fundir með hópnum, fundir ekki of langir, né of þétt yfir daginn og markvissir, stjórnandi eigi símtöl eða stutta prívat fundi reglulega við hvern og einn,“ segir Þórkatla og bætir því við að samhliða þurfi að huga vel að félagslega þættinum með rafrænum skemmtunum eins og bingó, spurningarkeppnum og fleira í þeim dúr. „Sumir vinnustaðir hafa sent lítinn glaðning til starfsmanna inn á milli og ótrúlegt hvað slíkur gjörningur gleður.“ Þórkatla mælir með blönduðu fyrirkomulagi viðveru og fjarvinnu þar sem það er hægt og fyrir þann hóp fólks sem það hentar. Hún segir hins vegar að vinnustaðir þurfi að fylgjast mjög vel með líðan starfsfólks þótt það kjósi fjarvinnu. Tilfinningar eins og útundanótti eða þörf fyrir að ræða áskoranir fjarvinnu, eru dæmi um atriði sem huga þarf að.Vísir/Vilhelm Foreldri eða starfsmaður? Þá segir Þórkatla ekki nóg að bjóða upp á fjarvinnu sem valkost. Leiðbeina þurfi fólki um það, hvernig best er að haga þeirri fjarvinnu. Það er ákveðið áhyggjuefni að breyta heimili að hluta til í vinnustað til langframa. Það auðveldar okkur lífið að greina skýrt á milli krefjandi hlutverka- vinnu og einkalífs. Þegar mörkin verða óskýrari er aukin hætta á streitu og meiri þreytu,“ segir Þórkatla. Sem dæmi um hvernig vinnustaðir þurfa að leiðbeina fólki um hvernig fjarvinnunni sé best háttað heima fyrir, nefnir Þórkatla mikilvægi þess að fólk sé með fasta vinnuaðstöðu heima fyrir og dreifi ekki vinnunni yfir borð og bekki sem aðrir heimilismenn hafa til afnota. Því það er ekki gott fyrir fólk að reyna að vera hvoru tveggja í sömu andránni: Heimilismaðurinn og starfsmaðurinn. Hún nefnir sem dæmi fólk í fjarvinnu, þar sem börn eru á heimili. „Því yngri fjölskyldumeðlimir ætlast að sjálfsögðu til að viðkomandi sé í sínu fjölskylduhlutverki sem foreldri en ekki starfsmaður,“ segir Þórkatla og bætir við: „Þetta er kúnst og reynir á okkur.“ Áfram liðsheild Þórkatla segir þó að fjarvinna og/eða blandað fyrirkomulag geti leitt margt gott af sér. Bæði sé það umhverfisvænna en eins séu margar vísbendingar um að valmöguleikar um fjarvinnu geti bætt líðan starfsfólks. Við höfum lært það á þessum tíma að heimavinna hentar sumum mjög vel og minnkar jafnvel líkur á kulnun og örmögnun í krefjandi störfum,“ segir Þórkatla. Þórkatla mælir því með því að vinnustaðir reyni að fara bil beggja og komi til móts við þarfir starfsmanna þar sem það er hægt. „Þar þarf að hlusta á óskir um heimavinnu en jafnframt hafa það í huga að koma til móts við þarfir starfsmanna að fá að tilheyra starfshópi, njóta góðs starfsanda, vinna með sterku teymi og upplifa að ná markmiðum sínum með félögunum,“ segir Þórkatla.
Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Aðeins toppurinn á ísjakanum sjáanlegur í kjölfar Covid Vinnustaðir eru aðeins að sjá toppinn á ísjakanum hvað varðar áhrif Covid á líðan starfsfólks. Einangrunin, fjarvinnan og samkomubann eru allt atriði sem eru að hafa áhrif á fólk sem ekki sér alveg fyrir endann á enn þá hvaða afleiðingar muni hafa. 17. nóvember 2020 07:01 Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Hertar sóttvarnarreglur leiða enn fleira starfsfólk heim í fjarvinnu, svo ekki sé talað um námsfólk á öllum aldri. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp þau einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að vera vakandi yfir og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fór yfir með okkur á dögunum. 25. mars 2021 07:01 Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01 Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00
Aðeins toppurinn á ísjakanum sjáanlegur í kjölfar Covid Vinnustaðir eru aðeins að sjá toppinn á ísjakanum hvað varðar áhrif Covid á líðan starfsfólks. Einangrunin, fjarvinnan og samkomubann eru allt atriði sem eru að hafa áhrif á fólk sem ekki sér alveg fyrir endann á enn þá hvaða afleiðingar muni hafa. 17. nóvember 2020 07:01
Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Hertar sóttvarnarreglur leiða enn fleira starfsfólk heim í fjarvinnu, svo ekki sé talað um námsfólk á öllum aldri. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp þau einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að vera vakandi yfir og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fór yfir með okkur á dögunum. 25. mars 2021 07:01
Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01
Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00