Covid-pakki ESB í óvissu vegna erja á finnska stjórnarheimilinu Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 23:40 Mikið mæðir nú á Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands og leiðtoga sósíaldemókrata, að halda lífi í fimm flokka samsteypustjórn landsins. Vísir/EPA Deilur innan finnsku ríkisstjórnarinnar tefla nú efnahagsaðgerðapakka Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins í tvísýnu. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja pakkann en finnska stjórnin er sögð ramba á barmi falls. Flokkarnir fimm af miðju og vinstri væng finnskra stjórnmála sem sitja saman í ríkisstjórn reyna nú að koma sér saman um fjárlög og efnahagsinnspýtingu til að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu. Viðræður flokkanna hafa nú staðið yfir í viku án árangurs en þær áttu upphaflega aðeins að taka tvo daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Annika Saarikko, leiðtogi Miðflokksins og vísinda- og menningarmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Sönnu Marin, forsætisráðherra, að flokkur hennar ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu nýlega. Marin neitar því að það hafi gerst, þrátt fyrir frásagnir finnskra fjölmiðla þess efnis. Engu að síður hafði Saarikko sagt fjölmiðlum að hún væri að missa trúna á stjórnarsamstarfið. Miðflokknum hefur greint á við samstarfsflokkana um ýmis málefni, þar á meðal atvinnuleysisbætur, sköpun starfa og bætur til móframleiðenda sem hafa tapað spóni úr aski sínum, og hefur hafnað nokkrum tillögum Marin að málamiðlun. Aukinn meirihluti þingmanna á finnska þinginu þarf að samþykkja aðgerðapakka ESB eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrá landsins krefðist þess, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Fulltrúar Miðflokksins eru sagðir hafa ráðið úrslitum í nefndinni. Hann er sagður undir þrýstingi frá hægri frá Sönnum Finnum, sem eru gagnrýnir á Evrópusamstarfið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í sumar. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir fjórir: Sósíaldemókrataflokkurinn, Vinstribandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn, eru sagðir styðja aðgerðapakkann. Óljóst er hver afdrif aðgerðapakka ESB verða falli finnska stjórnin og boða þarf til nýrra kosninga. Finnland Evrópusambandið Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Flokkarnir fimm af miðju og vinstri væng finnskra stjórnmála sem sitja saman í ríkisstjórn reyna nú að koma sér saman um fjárlög og efnahagsinnspýtingu til að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu. Viðræður flokkanna hafa nú staðið yfir í viku án árangurs en þær áttu upphaflega aðeins að taka tvo daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Annika Saarikko, leiðtogi Miðflokksins og vísinda- og menningarmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Sönnu Marin, forsætisráðherra, að flokkur hennar ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu nýlega. Marin neitar því að það hafi gerst, þrátt fyrir frásagnir finnskra fjölmiðla þess efnis. Engu að síður hafði Saarikko sagt fjölmiðlum að hún væri að missa trúna á stjórnarsamstarfið. Miðflokknum hefur greint á við samstarfsflokkana um ýmis málefni, þar á meðal atvinnuleysisbætur, sköpun starfa og bætur til móframleiðenda sem hafa tapað spóni úr aski sínum, og hefur hafnað nokkrum tillögum Marin að málamiðlun. Aukinn meirihluti þingmanna á finnska þinginu þarf að samþykkja aðgerðapakka ESB eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrá landsins krefðist þess, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Fulltrúar Miðflokksins eru sagðir hafa ráðið úrslitum í nefndinni. Hann er sagður undir þrýstingi frá hægri frá Sönnum Finnum, sem eru gagnrýnir á Evrópusamstarfið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í sumar. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir fjórir: Sósíaldemókrataflokkurinn, Vinstribandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn, eru sagðir styðja aðgerðapakkann. Óljóst er hver afdrif aðgerðapakka ESB verða falli finnska stjórnin og boða þarf til nýrra kosninga.
Finnland Evrópusambandið Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira