Það er ekki hægt að setja að íslensku stelpurnar hafi verið heppnar með riðil fyrir næstu undankeppni HM þegar dregið var i dag.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga sem fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti.
Íslenska liðið er einnig í riðli með Tékklandi en eins og Holland var efsta liðið í fyrsta styrkleikaflokki þá var Tékkland efsta liðið í þriðja styrkleikaflokki.
Hin liðin í íslenska riðlinum eru Hvíta Rússland og Kýpur en Ísland er í einum af þremur fimm þjóða riðlum.
Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023:
- A-riðill
- Svíþjóð
- Finnland
- Írland
- Slóvakía
- Georgía
- -
- B-riðill
- Spánn
- Skotland
- Úkraína
- Ungverjaland
- Færeyjar
- -
- C-riðill
- Holland
- Ísland
- Tékkland
- Hvíta Rússland
- Kýpur
- -
- D-riðill
- England
- Austurríki
- Norður Írland
- Norður Makedónía
- Lettland
- Lúxemborg
- -
- E-riðill
- Danmörk
- Rússland
- Bosnía og Hersegóvína
- Aserbaídsjan
- Malta
- Svartfjallaland
- -
- F-riðill
- Noregur
- Belgía
- Pólland
- Albanía
- Kosovó
- Armenía
- -
- G-riðill
- Ítalía
- Sviss
- Rúmenía
- Króatía
- Moldóva
- Litháen
- -
- H-riðill
- Þýskaland
- Portúgal
- Serbía
- Ísrael
- Tyrkland
- Búlgaría
- -
- I-riðill
- Frakkland
- Wales
- Slóvenía
- Grikkland
- Kasakstan
- Eistland
Ísland var í öðrum styrkleikaflokki í drættinum ásamt Belgíu, Sviss, Austurríki, Skotlandi, Rússlandi, Finnlandi, Wales og Portúgal, en styrkleikaflokkarnir voru sex og liðin 51 talsins. Dregið var í níu riðla, þrír riðlar eru með fimm lið en sex riðlar sex lið.
Undankeppninni er skipt í tvo hluta. Riðlakeppnin fer fram á einu ári, frá september 2021 til september 2022 og umspilið verður svo leikið í október 2022. Þau níu lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina.
Liðin níu sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil í október þar sem leikið verður um tvö laus sæti í lokakeppninni, ásamt einu sæti í sérstakri umspilskeppni þar sem þjóðir frá öllum heimsálfum taka þátt og keppa um þrjú laus sæti í lokakeppninni.