Orsakir hækkunar verðlagsvísitölu: Misskilningur leiðréttur Erna Bjarnadóttir skrifar 4. maí 2021 11:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú 4,6% en var 4,3% í mars og hefur ekki mælst meiri síðan í ársbyrjun 2013. Þessi hækkun er meiri en flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Það er því von að þeir hrökkvi við og rýni í stöðuna. Það er vissulega áhyggjuefni ef verðbólgan er að ná sér á strik núna á vordögum 2021. Yfirlýsingar hagfræðings Íslandsbanka Á vefmiðlinum Vísi var eftirfarandi haft eftir hagfræðingi Íslandsbanka um orsakir hækkunar vísitölu neysluverðs: „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir [hún] verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Síðan segir hann og er að vísa til mjólkurverðs: „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd.“ Þetta er dálítið einkennileg áhersla hjá hagfræðingnum. Það er nefnilega svo að vaxtalækkanir Seðlabankans sem margir telja að eigi ríkan þátt í hækkun húsnæðisverðs og sem að sögn hagfræðingsins útskýrir þorra veðlagshækkunarinnar, er einnig ákveðnar af „miðlægri nefnd“, þ.e. peningastefnunefnd Seðlabankans. Það er greinilega ekki sama hver „miðlæga nefndin“ er að hans áliti. Verðlagsnefnd búvara sem ákvað umrædda hækkun á verði mjólkurvara hefur starfað áratugum saman. Hlutverk hennar er að tryggja að kjör bænda dragist ekki aftur úr kjörum viðmiðunarstétta. Í því skyni leiðréttir hún mjólkurverð í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem bændur hafa þurft að mæta. Þetta gerir hún eftir á, það er eftir að kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað. Þessar verðleiðréttingar eru því viðbrögð við liðinni verðbólgu. Þær geta því ekki verið sjálfstæður verðbólguhvati eins og hagfræðingur Íslandsbanka virðist telja. Hvað orsakir verðbólgunnar snertir, ætti hagfræðingur Íslandsbanka miklu fremur að horfa til „miðlægra“ ákvarðana Seðlabankans, ríkis og sveitarfélaga um fjölmarga verðlagsþætti og launakjör sem vissulega hafa verið sjálfstæðir verðbólguhvatar á liðnum misserum. Erfitt er að taka alvarlega þá fullyrðingu hagfræðings Íslandsbanka að hækkun á verði mjólkurvara 1. apríl hafi komið á óvart. Eins og fyrr greinir er hækkunin eftir á og er til að mæta áföllnum kostnaðarhækkunum undanfarna mánuði. Því var hún algerlega fyrirsjáanleg. Þar að auki var hún auglýst opinberlega þann 1. apríl. Því hefði hún ekki átt að koma vökulum hagfræðingum á óvart. Mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að átta sig á því að mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs og hefur sá hluti farið lækkandi yfir tíma. Á síðastliðnu ári var hlutdeild mjólkurvara í vísitölunni aðeins 2,7% (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Frá og með 1. apríl sl. var hlutdeild þeirra svo lækkuð í 2,6%. Af þessari ástæðu er afar langsótt svo ekki sé nú meira sagt að reyna að útskýra vaxandi verðbólgu með hækkun í verði mjólkurvara. Hefði til að mynda verð á mjólkurvörum alls ekki hækkað 1. apríl hefði ársverðbólgan numið 4,5% en ekki 4,6%. Tæplega hefði það gert gæfumuninn að áliti hagfræðings Íslandsbanka. Þá hefur sum staðar komið fram að verðbólguskotið nú megi rekja til verðhækkunar á smjöri. Hið rétta er að smjör vegur 19/10.000 í vísitölu neysluverðs (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Hækkun á smjöri nú útskýrir því vel innan við 0,02% af hækkun vísitölunnar. Bændur orðið fyrir kjaraskerðingu Sú hækkun á verði mjólkurvara sem Verðlagsnefnd búvara ákvað 1. apríl sl. er sú fyrsta síðan 1. júní 2020. Í millitíðinni hafa bændur orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna hækkana á verði þeirra aðfanga sem þeir þurfa að nota í búrekstrinum. Öfugt við flestar aðrar stéttir hafa kjör bænda því versnað á tímabilinu en ekki batnað. Sú hækkun á mjólkurverði sem varð 1. apríl er til að færa kjör bænda aftur að kjörum viðmiðunarstéttanna. Tapið vegna kostnaðarhækkananna í millitíðinni verða þeir hins vegar að bera bótalaust. Vonandi tekst okkur að kveða verðbólgudrauginn niður en það eru skaðlegar grillur að kenna verðlagi á mjólkurafurðum um hann. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Verðlag Landbúnaður Íslenska krónan Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú 4,6% en var 4,3% í mars og hefur ekki mælst meiri síðan í ársbyrjun 2013. Þessi hækkun er meiri en flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Það er því von að þeir hrökkvi við og rýni í stöðuna. Það er vissulega áhyggjuefni ef verðbólgan er að ná sér á strik núna á vordögum 2021. Yfirlýsingar hagfræðings Íslandsbanka Á vefmiðlinum Vísi var eftirfarandi haft eftir hagfræðingi Íslandsbanka um orsakir hækkunar vísitölu neysluverðs: „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir [hún] verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Síðan segir hann og er að vísa til mjólkurverðs: „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd.“ Þetta er dálítið einkennileg áhersla hjá hagfræðingnum. Það er nefnilega svo að vaxtalækkanir Seðlabankans sem margir telja að eigi ríkan þátt í hækkun húsnæðisverðs og sem að sögn hagfræðingsins útskýrir þorra veðlagshækkunarinnar, er einnig ákveðnar af „miðlægri nefnd“, þ.e. peningastefnunefnd Seðlabankans. Það er greinilega ekki sama hver „miðlæga nefndin“ er að hans áliti. Verðlagsnefnd búvara sem ákvað umrædda hækkun á verði mjólkurvara hefur starfað áratugum saman. Hlutverk hennar er að tryggja að kjör bænda dragist ekki aftur úr kjörum viðmiðunarstétta. Í því skyni leiðréttir hún mjólkurverð í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem bændur hafa þurft að mæta. Þetta gerir hún eftir á, það er eftir að kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað. Þessar verðleiðréttingar eru því viðbrögð við liðinni verðbólgu. Þær geta því ekki verið sjálfstæður verðbólguhvati eins og hagfræðingur Íslandsbanka virðist telja. Hvað orsakir verðbólgunnar snertir, ætti hagfræðingur Íslandsbanka miklu fremur að horfa til „miðlægra“ ákvarðana Seðlabankans, ríkis og sveitarfélaga um fjölmarga verðlagsþætti og launakjör sem vissulega hafa verið sjálfstæðir verðbólguhvatar á liðnum misserum. Erfitt er að taka alvarlega þá fullyrðingu hagfræðings Íslandsbanka að hækkun á verði mjólkurvara 1. apríl hafi komið á óvart. Eins og fyrr greinir er hækkunin eftir á og er til að mæta áföllnum kostnaðarhækkunum undanfarna mánuði. Því var hún algerlega fyrirsjáanleg. Þar að auki var hún auglýst opinberlega þann 1. apríl. Því hefði hún ekki átt að koma vökulum hagfræðingum á óvart. Mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að átta sig á því að mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs og hefur sá hluti farið lækkandi yfir tíma. Á síðastliðnu ári var hlutdeild mjólkurvara í vísitölunni aðeins 2,7% (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Frá og með 1. apríl sl. var hlutdeild þeirra svo lækkuð í 2,6%. Af þessari ástæðu er afar langsótt svo ekki sé nú meira sagt að reyna að útskýra vaxandi verðbólgu með hækkun í verði mjólkurvara. Hefði til að mynda verð á mjólkurvörum alls ekki hækkað 1. apríl hefði ársverðbólgan numið 4,5% en ekki 4,6%. Tæplega hefði það gert gæfumuninn að áliti hagfræðings Íslandsbanka. Þá hefur sum staðar komið fram að verðbólguskotið nú megi rekja til verðhækkunar á smjöri. Hið rétta er að smjör vegur 19/10.000 í vísitölu neysluverðs (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Hækkun á smjöri nú útskýrir því vel innan við 0,02% af hækkun vísitölunnar. Bændur orðið fyrir kjaraskerðingu Sú hækkun á verði mjólkurvara sem Verðlagsnefnd búvara ákvað 1. apríl sl. er sú fyrsta síðan 1. júní 2020. Í millitíðinni hafa bændur orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna hækkana á verði þeirra aðfanga sem þeir þurfa að nota í búrekstrinum. Öfugt við flestar aðrar stéttir hafa kjör bænda því versnað á tímabilinu en ekki batnað. Sú hækkun á mjólkurverði sem varð 1. apríl er til að færa kjör bænda aftur að kjörum viðmiðunarstéttanna. Tapið vegna kostnaðarhækkananna í millitíðinni verða þeir hins vegar að bera bótalaust. Vonandi tekst okkur að kveða verðbólgudrauginn niður en það eru skaðlegar grillur að kenna verðlagi á mjólkurafurðum um hann. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun