Ósætti innan njósnabandalagsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2021 20:01 Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja. „Five Eyes“-bandalagið samanstendur af Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og rekur sögu sína aftur til fimmta áratugarins. Áratugum saman deildu leyniþjónustustofnanir þessa stærsta njósnabandalags sögunnar upplýsingum sín á milli um Sovétríkin en fyrir ári ákváðu leiðtogar ríkjanna að beina sjónum sínum að mannréttindamálum. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa hins vegar ekki tekið þátt í gagnrýni bandalagsins á meint mannréttindabrot í Kína. Það hefur vakið upp spurningar um hvort brestir séu komnir í samstarfið. Nýsjálendingar segjast ekki hlynntir því að nota bandalagið til að þrýsta á Kína. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að 30 prósent alls útflutnings frá Nýja-Sjálandi fer til Kína. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur ekki talað af jafnmikilli hörku um meint brot Kínverja og aðrir leiðtogar Five Eyes-ríkja. „Við þurfum að átta okkur á því að Kína og Nýja-Sjáland verða aldrei sammála um allt. Þetta þarf ekki að spilla sambandi ríkjanna en þetta er raunveruleikinn,“ sagði Ardern á viðskiptaráðstefnu í Auckland í gær. Wu Xi, kínverski sendiherrann, sendi svo skýr skilaboð og sagði ásakanir um mannréttindabrot í Xinjiang-héraði og Hong Kong lygar. „Við vonum að Nýja-Sjáland haldi hlutlausri og réttlátri afstöðu, fylgi alþjóðalögum og hafi ekki afskipti af kínverskum innanríkismálum.“ Kína Nýja-Sjáland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
„Five Eyes“-bandalagið samanstendur af Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og rekur sögu sína aftur til fimmta áratugarins. Áratugum saman deildu leyniþjónustustofnanir þessa stærsta njósnabandalags sögunnar upplýsingum sín á milli um Sovétríkin en fyrir ári ákváðu leiðtogar ríkjanna að beina sjónum sínum að mannréttindamálum. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa hins vegar ekki tekið þátt í gagnrýni bandalagsins á meint mannréttindabrot í Kína. Það hefur vakið upp spurningar um hvort brestir séu komnir í samstarfið. Nýsjálendingar segjast ekki hlynntir því að nota bandalagið til að þrýsta á Kína. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að 30 prósent alls útflutnings frá Nýja-Sjálandi fer til Kína. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur ekki talað af jafnmikilli hörku um meint brot Kínverja og aðrir leiðtogar Five Eyes-ríkja. „Við þurfum að átta okkur á því að Kína og Nýja-Sjáland verða aldrei sammála um allt. Þetta þarf ekki að spilla sambandi ríkjanna en þetta er raunveruleikinn,“ sagði Ardern á viðskiptaráðstefnu í Auckland í gær. Wu Xi, kínverski sendiherrann, sendi svo skýr skilaboð og sagði ásakanir um mannréttindabrot í Xinjiang-héraði og Hong Kong lygar. „Við vonum að Nýja-Sjáland haldi hlutlausri og réttlátri afstöðu, fylgi alþjóðalögum og hafi ekki afskipti af kínverskum innanríkismálum.“
Kína Nýja-Sjáland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira