Gróðureldar – hvað getur ÞÚ gert? Eyrún Viktorsdóttir skrifar 5. maí 2021 16:00 Atburðarás gærdagsins minnti okkur svo sannarlega á gróðureldahættuna og hversu nálæg hún raunverulega er. Gróðureldaváin herjar ekki einungis á stjörnurnar í Los Angeles heldur einnig Stjörnuna í Garðabæ. Við eigum það nefnilega til að tengja gróðurelda við Bandaríkin eða Ástralíu, ekki við okkar ástkæra ylhýra. Hættan er komin heim og við getum ekki sópað henni undir teppið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) átti stórleik í gær, eins og svo oft áður. Atburðarásin var löng, ströng og erfið en sem betur fer búum við svo vel að eiga öfluga slökkviliðsmenn- og konur sem náðu tökum á aðstæðum. Til að manna vettvanginn í Heiðmörk í gær þurftu samt sem áður allir að leggjast á árarnar þegar allt tiltækt lið var kallað út. Þar á meðal voru ekki einungis slökkviliðsmenn á vakt heldur einnig á frívakt, á námskeiðum, frá Brunavörnum Suðurnesja, Brunavörnum Árnessýslu ásamt björgunarsveitarfólki, Landhelgisgæslunni og lögreglu. Hættan var mikil og bregðast þurfti við aðstæðum hratt og vel til að tryggja öryggi, koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og ráða niðurlögum eldsins. Lítið hefði mátt út af bregða svo illa færi og ekki er gott að hugsa „hvað ef“? Hvað ef stór eldsvoði hefði átt sér stað á sama tíma? Hvernig hefðum við tryggt öryggi landsmanna þegar 80 aðilar voru þá þegar við störf í Heiðmörk? Við kunnum að vera heppin með mannskap en búnaðurinn verður sömuleiðis að vera til staðar svo að slökkviliðsmenn- og konur geti sinnt starfi sínu eins vel og völ er á. Í gær sannaði slökkvibúnaður á þyrlum gildi sitt og í raun fengum við nýtt tískuorð þegar orðið skjóla tók skyndilega við af óróapúlsinum. Skjólan svokallaða átti stóran þátt í slökkvistarfinu en hún virkar sem stór fata sem fest er á þyrlu. Þyrlan flýgur með skjóluna og fyllir á hana t.d. í nærliggjandi vatni og ber það að lokum yfir eldana. Skjólan er öflug og rúmar um 1.600 lítra og getur reynst ómissandi þegar erfitt er að nálgast eldinn eins og í gær. Aðgengi er nefnilega ekki alltaf eins og best verður á kosið þegar gróðureldar eiga í hlut og þá getur verið gríðarlega mikilvægt að notast við skjólur. Er það mat undirritaðrar að nauðsynlegt sé að efla búnað slökkviliða og er hægt að gera það m.a. með því að festa kaup á fleiri skjólum. HMS tekur undir mikilvægi þess og mun aðhafast í því máli í kjölfar gróðureldanna í Heiðmörk í gær. Það er einfaldlega ekki nóg að eiga eina skjólu því gróðureldaváin er ekki að fara neitt. Þvert á móti virðist hún vera að færast í aukana með hinni hnattrænu hlýnun jarðar. Skógar landsins eru í miðju góðæri og vaxa sem aldrei fyrr, lággróður á borð við mosa, gras og lúpínu breiðir vel út sér og eldsmaturinn er því svo sannarlega til staðar. Aðstæður sem þessar neyða okkur til þess að vera á varðbergi, sérstaklega þegar þurrt er í lofti og vindasamt. Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum svo sannarlega stjórnað viðbrögðum okkar og undirbúið okkur með því að temja okkur góða siði í kringum eld og þekkja fyrstu viðbrögð. Þú kæri lesandi getur lagt þitt af mörkum í baráttunni við gróðurelda og ég hvet þig til þess að kynna þér málið á www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá HMS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Atburðarás gærdagsins minnti okkur svo sannarlega á gróðureldahættuna og hversu nálæg hún raunverulega er. Gróðureldaváin herjar ekki einungis á stjörnurnar í Los Angeles heldur einnig Stjörnuna í Garðabæ. Við eigum það nefnilega til að tengja gróðurelda við Bandaríkin eða Ástralíu, ekki við okkar ástkæra ylhýra. Hættan er komin heim og við getum ekki sópað henni undir teppið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) átti stórleik í gær, eins og svo oft áður. Atburðarásin var löng, ströng og erfið en sem betur fer búum við svo vel að eiga öfluga slökkviliðsmenn- og konur sem náðu tökum á aðstæðum. Til að manna vettvanginn í Heiðmörk í gær þurftu samt sem áður allir að leggjast á árarnar þegar allt tiltækt lið var kallað út. Þar á meðal voru ekki einungis slökkviliðsmenn á vakt heldur einnig á frívakt, á námskeiðum, frá Brunavörnum Suðurnesja, Brunavörnum Árnessýslu ásamt björgunarsveitarfólki, Landhelgisgæslunni og lögreglu. Hættan var mikil og bregðast þurfti við aðstæðum hratt og vel til að tryggja öryggi, koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og ráða niðurlögum eldsins. Lítið hefði mátt út af bregða svo illa færi og ekki er gott að hugsa „hvað ef“? Hvað ef stór eldsvoði hefði átt sér stað á sama tíma? Hvernig hefðum við tryggt öryggi landsmanna þegar 80 aðilar voru þá þegar við störf í Heiðmörk? Við kunnum að vera heppin með mannskap en búnaðurinn verður sömuleiðis að vera til staðar svo að slökkviliðsmenn- og konur geti sinnt starfi sínu eins vel og völ er á. Í gær sannaði slökkvibúnaður á þyrlum gildi sitt og í raun fengum við nýtt tískuorð þegar orðið skjóla tók skyndilega við af óróapúlsinum. Skjólan svokallaða átti stóran þátt í slökkvistarfinu en hún virkar sem stór fata sem fest er á þyrlu. Þyrlan flýgur með skjóluna og fyllir á hana t.d. í nærliggjandi vatni og ber það að lokum yfir eldana. Skjólan er öflug og rúmar um 1.600 lítra og getur reynst ómissandi þegar erfitt er að nálgast eldinn eins og í gær. Aðgengi er nefnilega ekki alltaf eins og best verður á kosið þegar gróðureldar eiga í hlut og þá getur verið gríðarlega mikilvægt að notast við skjólur. Er það mat undirritaðrar að nauðsynlegt sé að efla búnað slökkviliða og er hægt að gera það m.a. með því að festa kaup á fleiri skjólum. HMS tekur undir mikilvægi þess og mun aðhafast í því máli í kjölfar gróðureldanna í Heiðmörk í gær. Það er einfaldlega ekki nóg að eiga eina skjólu því gróðureldaváin er ekki að fara neitt. Þvert á móti virðist hún vera að færast í aukana með hinni hnattrænu hlýnun jarðar. Skógar landsins eru í miðju góðæri og vaxa sem aldrei fyrr, lággróður á borð við mosa, gras og lúpínu breiðir vel út sér og eldsmaturinn er því svo sannarlega til staðar. Aðstæður sem þessar neyða okkur til þess að vera á varðbergi, sérstaklega þegar þurrt er í lofti og vindasamt. Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum svo sannarlega stjórnað viðbrögðum okkar og undirbúið okkur með því að temja okkur góða siði í kringum eld og þekkja fyrstu viðbrögð. Þú kæri lesandi getur lagt þitt af mörkum í baráttunni við gróðurelda og ég hvet þig til þess að kynna þér málið á www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá HMS
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar