Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 09:59 Með því að mála eitt vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um sjötíu prósent meðal hafarna. NINA, NORSK INSTITUTT FOR NATURFORSKNING Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart. Norska ríkisútvarpið NRK fjallaði nýlega um rannsóknina en sérfræðingar við Náttúrufræðistofnun Noregs, NINA, birtu niðurstöður sínar í vísindariti í fyrrasumar. Þeir hafa um árabil rannsakað fugladauða af völdum vindmyllugarða og leitað leiða til að draga úr hættunni. Frá vindorkugarðinum á eynni Smøla við vesturströnd Noregs.NINA Rifjað er upp að frá árinu 2006 hafi fundist yfir fimmhundruð dauðir fuglar undir vindmyllum á eynni Smøla á Norður-Mæri, en þar af eru yfir eitthundrað hafernir. Vísindamennirnir telja að spaðarnir snúist svo hratt að fuglarnir sjái þá ekki og rekist því á þá. Niðurstöður þeirra sýna að með því að mála vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um yfir sjötíu prósent meðal hafarna. Aðferðin virkaði einnig gagnvart fjölda annarra fuglategunda. „Ef eitt af þremur túrbínublöðum er svart verður það sýnilegra, líka fyrir fuglana. Þetta auðveldar þeim að forðast árekstur,“ segir Roel May, yfirmaður vísindarannsókna hjá Náttúrufræðistofnun Noregs, í viðtali við NRK. Borin voru saman tvö tímabil, annarsvegar fugladauði við vindmyllur í sjö og hálft ár, þar sem öll blöð voru hvít, og hinsvegar fugladauði í þrjú og hálft ár, eftir að búið var að mála eitt blaðið svart. NRK segir að eftir að vísindarannsóknin birtist hafi norska náttúrufræðistofnunin fengið sterk viðbrögð víða að úr heiminum. Fulltrúar frá löndum eins Hollandi, Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku hafi sett sig í samband með það í huga að reyna þessa aðferð. Viðbrögðin hafi hins vegar verið minni í Noregi. „Það er með öllu óskiljanlegt að þetta skuli ekki strax vera sett sem skilyrði til að draga úr hættunni fyrir fugla,“ hefur NRK eftir Martin Eggen hjá norska fuglafræðingafélaginu. Hann telur að leyfisveitandinn, Orkustofnun Noregs, eigi strax að gera kröfu um svart hverflablað gagnvart öllum nýjum vindmyllum en einnig að krefjast breytinga á eldri vindmyllum. Talsmaður Orkustofnunarinnar, Erlend Bjerkestrand, telur málið ekki svo einfalt. Það sé dýrt að mála vindmyllublöð og þau verði við það meira áberandi. „Þetta eykur sýnileika vindmylla og það gætu margir brugðist ókvæða við því. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verður að skoða ítarlega áður en þú kynnir slíkar ráðstafanir,“ segir Bjerkestrand. Orkumál Noregur Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Norska ríkisútvarpið NRK fjallaði nýlega um rannsóknina en sérfræðingar við Náttúrufræðistofnun Noregs, NINA, birtu niðurstöður sínar í vísindariti í fyrrasumar. Þeir hafa um árabil rannsakað fugladauða af völdum vindmyllugarða og leitað leiða til að draga úr hættunni. Frá vindorkugarðinum á eynni Smøla við vesturströnd Noregs.NINA Rifjað er upp að frá árinu 2006 hafi fundist yfir fimmhundruð dauðir fuglar undir vindmyllum á eynni Smøla á Norður-Mæri, en þar af eru yfir eitthundrað hafernir. Vísindamennirnir telja að spaðarnir snúist svo hratt að fuglarnir sjái þá ekki og rekist því á þá. Niðurstöður þeirra sýna að með því að mála vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um yfir sjötíu prósent meðal hafarna. Aðferðin virkaði einnig gagnvart fjölda annarra fuglategunda. „Ef eitt af þremur túrbínublöðum er svart verður það sýnilegra, líka fyrir fuglana. Þetta auðveldar þeim að forðast árekstur,“ segir Roel May, yfirmaður vísindarannsókna hjá Náttúrufræðistofnun Noregs, í viðtali við NRK. Borin voru saman tvö tímabil, annarsvegar fugladauði við vindmyllur í sjö og hálft ár, þar sem öll blöð voru hvít, og hinsvegar fugladauði í þrjú og hálft ár, eftir að búið var að mála eitt blaðið svart. NRK segir að eftir að vísindarannsóknin birtist hafi norska náttúrufræðistofnunin fengið sterk viðbrögð víða að úr heiminum. Fulltrúar frá löndum eins Hollandi, Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku hafi sett sig í samband með það í huga að reyna þessa aðferð. Viðbrögðin hafi hins vegar verið minni í Noregi. „Það er með öllu óskiljanlegt að þetta skuli ekki strax vera sett sem skilyrði til að draga úr hættunni fyrir fugla,“ hefur NRK eftir Martin Eggen hjá norska fuglafræðingafélaginu. Hann telur að leyfisveitandinn, Orkustofnun Noregs, eigi strax að gera kröfu um svart hverflablað gagnvart öllum nýjum vindmyllum en einnig að krefjast breytinga á eldri vindmyllum. Talsmaður Orkustofnunarinnar, Erlend Bjerkestrand, telur málið ekki svo einfalt. Það sé dýrt að mála vindmyllublöð og þau verði við það meira áberandi. „Þetta eykur sýnileika vindmylla og það gætu margir brugðist ókvæða við því. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verður að skoða ítarlega áður en þú kynnir slíkar ráðstafanir,“ segir Bjerkestrand.
Orkumál Noregur Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35
Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53